Laddi fær hjartastein í Hafnarfirði Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 22:22 Nánasta fjölskylda og vinir Ladda voru viðstödd afhjúpun hjartasteinsins við lauflétta athöfn og ljúfan barnasöng fyrr í kvöld Bæjarbíó „Þetta er einn af hápunktunum, allavega hæsti punkturinn hingað til myndi ég segja,“ segir Þórhallur Sigurðsson, skemmtikraftur, betur þekktur sem Laddi. Svokallaður hjartasteinn til heiðurs Ladda var afhjúpaður fyrir framan Bæjarbíó í Hafnarfirði fyrr í kvöld og fréttastofa Stöðvar 2 var að sjálfsögðu á staðnum. Hjartasteininn hlýtur Laddi fyrir leikinn, gleðina og skemmtunina sem hann hefur fært öllum aldurshópum um árabil. Laddi er landsmönnum flestum að góðu kunnur og þá ekki síst fyrir sköpun sína á fjöldanum öllum af karakterum sem margir kannast við. Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli rafvirki, Magnús bóndi, Elsa Lund og Marteinn Mosdal eru meðal þessara karaktera og vilja margir meina að einhverjir þeirra séu fæddir í brandarabænum Hafnarfirði líkt og Laddi sjálfur. Þá hefur Laddi gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt sem handritshöfundur og/eða leikari í áramótaskaupum og fjölda þátta sem yljað hafa andann og glatt hafa landann um áratuga skeið. Hann hefur einnig talsett mikinn fjölda kvikmynda og teiknimynda og afrekaði það m.a. að talsetja allar teiknimyndirnar um Strumpana einn síns liðs líkt og fram kemur í tilkynningu frá Bæjarbíó. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum þegar hjartasteininn var vígður og spjallaði við Ladda. „Þetta er mikill heiður myndi ég segja, að vera hérna á stéttinni fyrir framan Bæjarbíó. Gamla bíóið mitt. Ég var alltaf hérna þegar ég var krakki,“ sagði Laddi en eins og margir vita er hann fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Aðspurður segist hann þó ekki beinlínis hafa sótt mikið af karakterum í heimabæinn. Einn maður úr bæjarlífinu, Baldur Magister veitti Ladda þó innblástur þegar hann skapaði Hallgrím hvítlaukskokk sem birtist landsmönnum fyrst á skjánum í Heilsubælinu. Hjartasteinninn er sá þriðji fyrir framan Bæjarbíó en fyrir eru steinar tileinkaðir tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni og Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. „Þetta er ekki amalegur hópur sem maður er með í. Þetta eru aðal hafnfirðingarnir,“ segir Laddi sem nú er orðinn 75 ára og segir margt standa upp úr í gegnum tíðina. „Og það er ekki allt búið.“ Hafnarfjörður Leikhús Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31 Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Laddi er landsmönnum flestum að góðu kunnur og þá ekki síst fyrir sköpun sína á fjöldanum öllum af karakterum sem margir kannast við. Eiríkur Fjalar, Saxi læknir, Skúli rafvirki, Magnús bóndi, Elsa Lund og Marteinn Mosdal eru meðal þessara karaktera og vilja margir meina að einhverjir þeirra séu fæddir í brandarabænum Hafnarfirði líkt og Laddi sjálfur. Þá hefur Laddi gefið út plötur, leikið í kvikmyndum og tekið þátt sem handritshöfundur og/eða leikari í áramótaskaupum og fjölda þátta sem yljað hafa andann og glatt hafa landann um áratuga skeið. Hann hefur einnig talsett mikinn fjölda kvikmynda og teiknimynda og afrekaði það m.a. að talsetja allar teiknimyndirnar um Strumpana einn síns liðs líkt og fram kemur í tilkynningu frá Bæjarbíó. Lillý Valgerður Pétursdóttir fréttamaður Stöðvar 2 var á staðnum þegar hjartasteininn var vígður og spjallaði við Ladda. „Þetta er mikill heiður myndi ég segja, að vera hérna á stéttinni fyrir framan Bæjarbíó. Gamla bíóið mitt. Ég var alltaf hérna þegar ég var krakki,“ sagði Laddi en eins og margir vita er hann fæddur og uppalinn í Hafnarfirðinum. Aðspurður segist hann þó ekki beinlínis hafa sótt mikið af karakterum í heimabæinn. Einn maður úr bæjarlífinu, Baldur Magister veitti Ladda þó innblástur þegar hann skapaði Hallgrím hvítlaukskokk sem birtist landsmönnum fyrst á skjánum í Heilsubælinu. Hjartasteinninn er sá þriðji fyrir framan Bæjarbíó en fyrir eru steinar tileinkaðir tónlistarmanninum Björgvini Halldórssyni og Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi. „Þetta er ekki amalegur hópur sem maður er með í. Þetta eru aðal hafnfirðingarnir,“ segir Laddi sem nú er orðinn 75 ára og segir margt standa upp úr í gegnum tíðina. „Og það er ekki allt búið.“
Hafnarfjörður Leikhús Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31 Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Sjá meira
Laddi fór á kostum á trommunum Í Glaumbæ á föstudaginn mættu þeir Magni Ásgeirsson og Laddi í myndver og léku á als oddi. Magni er þekktur fyrir það að taka ábreiður af vinsælum lögum og Laddi er nokkuð liðtækur trommari. 2. mars 2022 12:31
Laddi 75 ára: Skapar nýja karaktera í lyftuspeglum Þórhallur Sigurðsson, best þekktur sem Laddi, fagnar 75 ára afmæli sínu í dag. Stóru afmælissýningunni var þó frestað fram í mars vegna heimsfaraldursins. 20. janúar 2022 15:40