Lífið

Sömdu lag um að sakna hvor annars á aðfangadag

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Friðrik Dór og Jón Jónsson eru að gefa út jólalag á miðnætti.
Friðrik Dór og Jón Jónsson eru að gefa út jólalag á miðnætti.

Jón og Friðrik Dór Jónssynir eru á fullu að undirbúa tónleikana sem þeir halda í Kaplakrika í Hafnarfirði í desember.

Bræðurnir voru kepptu í Kviss í Brennslunni á FM957 fyrr í dag. Eftir að keppa við Rikka G og Egil Ploder í Kviss ræddu þeir um tónleikana, jólin og margt fleira skemmtilegt. 

„Við erum búnir að halda tónleika í desember frá árinu 2010,“ segir Jón.  Á tónleikunum verða einhver jólalög, en þau verða þó í minnihluta. Nýja jólalagið þeirra heitir Jólabróðir og verður flutt á tónleikunum. Það kemur út á Spotify á miðnætti en má einnig heyra í spilaranum neðst í fréttinni.

„Það fjallar um það að rifja upp minningar æskunnar. Í dag erum við náttúrulega ekki saman á aðfangadag og það er erfitt,“ segir Jón. „Við söknum hvors annars,“ bætir Frikki við.

Hér fyrir neðan má hlusta á Kvisskeppni tvíeykjanna.

Í spilaranum hér fyrir neðan má svo heyra viðtalið við bræður:

Jón og Frikki kíktu líka við hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni. 

„Við spurðum á Instagram hvort við ættum að gera jólalag og það voru 97 prósent sem sögðu já.“

Bræðurnir leituðu til fjölskyldunnar eftir minningum þegar kom að því að semja textann að laginu Jólabræður. Lagið var spilað í þættinum og má heyra í klippunni hér fyrir neðan. Lagið byrjar á mínútu 07:49.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×