„Ég vissi bara að það væri engin leið út úr því að elska hann“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 16. nóvember 2022 22:00 Þau Snærós og Freyr voru gestir í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Betri helmingurinn með Ása Hjónin Snærós Sindradóttir og Freyr Rögnvaldsson hittust fyrst í rútu fyrir fjórtán árum síðan. Þau heilluðust samstundis hvort af öðru en ætluðu sér þó aldrei að byrja saman. Þremur árum síðar lágu leiðir þeirra svo saman á ný og var þá ekki aftur snúið. Snærós og Freyr hafa bæði getið sér gott orð í fjölmiðlabransanum. Snærós vaknar með þjóðinni eldsnemma alla virka morgna en hún er einn af þáttastjórnendum Morgunútvarpsins á Rás 2. Þar að auki hefur hún gegnt hinum ýmsu störfum innan RÚV, meðal annars sem verkefnastýra UngRÚV. Freyr hefur verið viðloðinn blaðamennsku í sextán ár. Síðustu fjögur ár hefur hann starfað sem blaðamaður á Stundinni. Þau Snærós og Freyr voru gestir í 81. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Í þáttunum fær hann til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helmingi og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu“ Snærós og Freyr hittust fyrst í rútu á leið norður fyrir fjórtán árum síðan. Freyr leit Snærós fyrst augum í gegnum gluggann á rútunni og varð alveg dolfallinn. „Ég hugsaði: „Þetta er fallegasta kona sem ég hef á ævi minni séð!“ Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu, aldrei!“ Snærós settist aftast í rútuna þar sem var mikið fjör alla leiðina. Þetta var stór hópur sem var að ferðast saman. Fólk hafði áfengi um hönd og var mikið sungið. Hún tók þó ekki eftir Frey fyrr en allt í einu þegar hann kom gangandi eftir rútunni. „Ég man mjög vel eftir þessu, það þyrmdi yfir mig. Þetta var svona tilfinning þar sem ég hugsaði: „Þennan mann verð ég að fá“. Ég varð að eiga hann,“ en Snærós segist aldrei hafa upplifað slíka tilfinningu áður. Á þessum tímapunkti voru þau hins vegar bæði í öðrum samböndum og segja þau stöðuna því hafa verið ansi flókna. Snærós og Freyr hittust fyrst fyrir fjórtán árum síðan. Þau hafa verið saman í ellefu ár og gift í sex ár. Eiga þau saman tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir.Aðsend „Heldur þú að þetta gæti verið eitthvað?“ „Við byrjum ekkert saman fyrr en næstum því þremur árum eftir þetta, þá svona náum við saman. Það var ótrúlega fallegt augnablik.“ Það var árið 2011 og voru þau bæði stödd á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi. Þau áttu dásamlega helgi saman á Neskaupstað en segja það þó ekki hafa staðið til að byrja saman. Eftir þessa helgi fékk Snærós hins vegar örlagaríkt símtal frá Frey þar sem hann segir: „Hæ, ég svíf á bleiku skýi. Heldur þú kannski að þetta gæti verið eitthvað? Þá meina ég bara að eilífu.“ Snærós svaraði um hæl: „Ertu virkilega að fatta það núna?“ og hafa þau verið saman allar götur síðan. „Ég var aldrei búin að fantasera um eitthvað samband, en ég vissi samt bara að það væri engin leið út úr því að elska hann.“ Þau hafa nú verið saman í ellefu ár og giftu þau sig fyrir sex árum síðan. Saman eiga þau tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Snærós og Frey í heild sinni. Í þættinum ræða þau meðal annars um rómantíkina, þriðju vaktina, dvöl þeirra í New York, ásamt því að rifja upp afar pínlegt ævintýri þeirra á Ítalíu. Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“ Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd. 1. nóvember 2022 22:16 Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12 „Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Snærós og Freyr hafa bæði getið sér gott orð í fjölmiðlabransanum. Snærós vaknar með þjóðinni eldsnemma alla virka morgna en hún er einn af þáttastjórnendum Morgunútvarpsins á Rás 2. Þar að auki hefur hún gegnt hinum ýmsu störfum innan RÚV, meðal annars sem verkefnastýra UngRÚV. Freyr hefur verið viðloðinn blaðamennsku í sextán ár. Síðustu fjögur ár hefur hann starfað sem blaðamaður á Stundinni. Þau Snærós og Freyr voru gestir í 81. þætti af hlaðvarpinu Betri helmingurinn með Ása. Umsjónarmaður þáttanna er Ásgrímur Geir Logason. Í þáttunum fær hann til sín þjóðþekkta einstaklinga ásamt þeirra betri helmingi og ræðir um ástarsambandið, lífið og tilveruna. „Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu“ Snærós og Freyr hittust fyrst í rútu á leið norður fyrir fjórtán árum síðan. Freyr leit Snærós fyrst augum í gegnum gluggann á rútunni og varð alveg dolfallinn. „Ég hugsaði: „Þetta er fallegasta kona sem ég hef á ævi minni séð!“ Ég hafði aldrei séð jafn flotta konu, aldrei!“ Snærós settist aftast í rútuna þar sem var mikið fjör alla leiðina. Þetta var stór hópur sem var að ferðast saman. Fólk hafði áfengi um hönd og var mikið sungið. Hún tók þó ekki eftir Frey fyrr en allt í einu þegar hann kom gangandi eftir rútunni. „Ég man mjög vel eftir þessu, það þyrmdi yfir mig. Þetta var svona tilfinning þar sem ég hugsaði: „Þennan mann verð ég að fá“. Ég varð að eiga hann,“ en Snærós segist aldrei hafa upplifað slíka tilfinningu áður. Á þessum tímapunkti voru þau hins vegar bæði í öðrum samböndum og segja þau stöðuna því hafa verið ansi flókna. Snærós og Freyr hittust fyrst fyrir fjórtán árum síðan. Þau hafa verið saman í ellefu ár og gift í sex ár. Eiga þau saman tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir.Aðsend „Heldur þú að þetta gæti verið eitthvað?“ „Við byrjum ekkert saman fyrr en næstum því þremur árum eftir þetta, þá svona náum við saman. Það var ótrúlega fallegt augnablik.“ Það var árið 2011 og voru þau bæði stödd á tónlistarhátíðinni Eistnaflugi. Þau áttu dásamlega helgi saman á Neskaupstað en segja það þó ekki hafa staðið til að byrja saman. Eftir þessa helgi fékk Snærós hins vegar örlagaríkt símtal frá Frey þar sem hann segir: „Hæ, ég svíf á bleiku skýi. Heldur þú kannski að þetta gæti verið eitthvað? Þá meina ég bara að eilífu.“ Snærós svaraði um hæl: „Ertu virkilega að fatta það núna?“ og hafa þau verið saman allar götur síðan. „Ég var aldrei búin að fantasera um eitthvað samband, en ég vissi samt bara að það væri engin leið út úr því að elska hann.“ Þau hafa nú verið saman í ellefu ár og giftu þau sig fyrir sex árum síðan. Saman eiga þau tvær dætur, en Freyr átti tvö börn fyrir. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við þau Snærós og Frey í heild sinni. Í þættinum ræða þau meðal annars um rómantíkina, þriðju vaktina, dvöl þeirra í New York, ásamt því að rifja upp afar pínlegt ævintýri þeirra á Ítalíu.
Betri helmingurinn með Ása Ástin og lífið Tengdar fréttir Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“ Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd. 1. nóvember 2022 22:16 Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12 „Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Ást við þriðju sýn: „Ég var bara bálskotinn og gat ekki þrætt fyrir það“ Hjónin Davíð Þór Jónsson og Þórunn Gréta Sigurðardóttir eiga það einna helst sameiginlegt að elska kaffi, sjónvarpsþættina Desperate Housewives og lifa áfengislausum lífsstíl. Þau hittust fyrst árið 1999 en þá áttu leiðir þeirra þó eftir að liggja saman tvisvar í viðbót áður en ástin tók völd. 1. nóvember 2022 22:16
Voru flutt inn saman eftir mánuð Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson og Simona Vareikaité kynntust í ræktinni. Þau náðu þó ekki saman fyrr en eitt örlagaríkt kvöld þegar þau fundu hvort annað fyrir utan skemmtistaðinn Austur. Í dag reka þau líkamsræktarstöðina Ultraform, hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum árið 2017. 22. september 2022 22:12
„Áhugavert og flókið að fara inn í samband á þessu tímabili“ Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og Hallveig Hafstað Haraldsdóttir byrjuðu saman fyrir nokkrum árum eftir að hafa kannast við hvort annað í gegnum sameiginlega vini. Síðan þá hafa þau byggt upp fjölskyldu sína þar sem listin spilar einnig stórt hlutverk. 23. ágúst 2022 11:30