Þingmenn ósammála um nauðsyn rannsóknarskýrslu Árni Sæberg og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. nóvember 2022 20:09 Bjarni Benediktsson segist ekki sjá að Íslandsbankaskýrslan gefi tilefni til skipunar rannsóknarnefndar á vegum Alþingis. Allir þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem fréttastofa hefur rætt við um málið, eru ósammála því. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir margt hafa farið úrskeiðis við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka og bendir á að Bankasýslan hafi ekki fylgt meginreglu laga um að fá hæsta verð fyrir hlutinn. Fjármálaráðherra hafnar því að farið hafi verið á svig við lög við söluna. Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu. Fram kemur að standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Farið var yfir helstu aðfinnslur Ríkisendurskoðunar vegna sölunnar á Vísi í dag. Í lögum er kveðið á um að söluferli hluta ríkisins í fjármálafyrirtæki skuli vera gagnsætt, leitað skuli hæsta verðs og tilboðsgjafar njóti jafnræðis. Það er því ljóst að Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að þessi tilteknu lög hafi verið brotin í söluferlinu. Fjármálaráðherra telur svo ekki vera. „Ég sé engar alvarlegar ábendingar um lögbrot í þessari skýrslu það finnst mér nú vera stærsta atriðið,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni segist ánægður með skýrsluna og ekki sé þörf á rannsóknarnefnd Alþingis. „Ég sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn. Það er bara mín skoðun og aðrir geta verið á annarri skoðun og það er bara í góðu lagi,“ segir hann. Stjórnarandstaðan fer fram á skipun rannsóknarnefndar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um Bjarna í samtali við fréttastofu í dag. „Það liggur alveg fyrir að það er mjög alvarleg gagnrýni á vinnubrögð ráðherra í þessari skýrslu. Það liggur fyrir að ráðherra ber ábyrgð á að tryggja hæsta verð og að jafnræðis sé gætt og það liggur fyrir í þessari skýrslu að svo hafi ekki verið,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til þess að komast að því hver beri ábyrgð á sölunni. Þá sagði hún að öll þjóðin sæi að salan hafi verið klúður og að einhver þurfi að bera ábyrgð á því klúðri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sló á sama streng og sagði rannsókn Ríkisendurskoðunar ekki duga til. „Á öllum stigum þess sem Ríkisendurskoðun skoðar eru brotalamir. Það segir einfaldlega að það er algjörlega ómöglegt að það séu engar brotalamir á þeim sviðum sem Ríkisendurskoðun skoðar ekki og það segir að það þarf að komast til botns í málinu í heild,“ sagði hann. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á málinu Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin og þá helst fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því hvers vegna illa tókst til við söluna. „Þegar svona illa tekst til, eins og raunin er í þessu tilviki, jafnvel þó ekki sé búið að fara yfir alla þætti málsins. Við skulum nú athuga það að það á enn þá eftir að athuga það sem snýr að söluráðgjöfunum og auðvitað hinni pólitísku ábyrgð. Þá eru það auðvitað ríkistjórnarflokkarnir og ekki síst fjármálaráðuneytið sem bera höfuðábyrgð á að svona illa tókst til,“ sagði hann. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur lokið við skýrslu sína um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka og skilað til Alþingis. Skýrslan er mikill áfellisdómur yfir söluferlinu. Fram kemur að standa hafi þurft betur að undirbúningi og framkvæmd sölunnar. Farið var yfir helstu aðfinnslur Ríkisendurskoðunar vegna sölunnar á Vísi í dag. Í lögum er kveðið á um að söluferli hluta ríkisins í fjármálafyrirtæki skuli vera gagnsætt, leitað skuli hæsta verðs og tilboðsgjafar njóti jafnræðis. Það er því ljóst að Ríkisendurskoðun lætur að því liggja að þessi tilteknu lög hafi verið brotin í söluferlinu. Fjármálaráðherra telur svo ekki vera. „Ég sé engar alvarlegar ábendingar um lögbrot í þessari skýrslu það finnst mér nú vera stærsta atriðið,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Bjarni segist ánægður með skýrsluna og ekki sé þörf á rannsóknarnefnd Alþingis. „Ég sé ekki slík mál í þessu tilviki sem kalli á slíka rannsókn. Það er bara mín skoðun og aðrir geta verið á annarri skoðun og það er bara í góðu lagi,“ segir hann. Stjórnarandstaðan fer fram á skipun rannsóknarnefndar Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um Bjarna í samtali við fréttastofu í dag. „Það liggur alveg fyrir að það er mjög alvarleg gagnrýni á vinnubrögð ráðherra í þessari skýrslu. Það liggur fyrir að ráðherra ber ábyrgð á að tryggja hæsta verð og að jafnræðis sé gætt og það liggur fyrir í þessari skýrslu að svo hafi ekki verið,“ sagði hún og lagði áherslu á mikilvægi þess að skipuð yrði rannsóknarnefnd á vegum Alþingis til þess að komast að því hver beri ábyrgð á sölunni. Þá sagði hún að öll þjóðin sæi að salan hafi verið klúður og að einhver þurfi að bera ábyrgð á því klúðri. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sló á sama streng og sagði rannsókn Ríkisendurskoðunar ekki duga til. „Á öllum stigum þess sem Ríkisendurskoðun skoðar eru brotalamir. Það segir einfaldlega að það er algjörlega ómöglegt að það séu engar brotalamir á þeim sviðum sem Ríkisendurskoðun skoðar ekki og það segir að það þarf að komast til botns í málinu í heild,“ sagði hann. Ríkisstjórnin og fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á málinu Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar sagði að ríkisstjórnin og þá helst fjármálaráðuneytið beri ábyrgð á því hvers vegna illa tókst til við söluna. „Þegar svona illa tekst til, eins og raunin er í þessu tilviki, jafnvel þó ekki sé búið að fara yfir alla þætti málsins. Við skulum nú athuga það að það á enn þá eftir að athuga það sem snýr að söluráðgjöfunum og auðvitað hinni pólitísku ábyrgð. Þá eru það auðvitað ríkistjórnarflokkarnir og ekki síst fjármálaráðuneytið sem bera höfuðábyrgð á að svona illa tókst til,“ sagði hann.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Íslenskir bankar Íslandsbanki Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira