„Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. nóvember 2022 20:00 Álfrún Helga Örnólfsdóttir er meðlimur hljómsveitarinnar The Post Performance Blues Band og jafnframt leikstjóri kvikmyndarinnar BAND sem segir frá hljómsveitinni. Aðsend Gjörningahljómsveitin „The Post Performance Blues Band“ gerir allt til þess að finna velgengni í nýju kvikmyndinni BAND. Blaðamaður tók púlsinn á leikstjóranum Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur en hún segir myndina sameina gjörningalist, tónlist, kvennakraft og kvikmyndalist í góðu flæði. Sameiginlegur draumur „The Post Performance Blues Band (ThePPBB) varð til á blautu fimmtudagskvöldi í október árið 2016 í Gerðasafni í Kópavogi. Við vorum allar saman í meistaranámi í sviðslistum og áttum þann sameiginlega draum að vera í hljómsveit þannig að við ákváðum bara að kýla á það,“ segir Álfrún um upphaf sveitarinnar. Allar komu þær með eitthvað til borðsins en ásamt Álfrúnu eru það þær Saga Sigurðardóttir og Hrefna Lind Lárusdóttir sem mynda The PPBB. „Ein mætti með nokkra takta á tölvu, önnur með fagurbleikan bassa, við réðum stílista og förðunardömu, hringdum svo í umboðsmann drauma okkar sem festist reyndar í umferð og náði bara lokalaginu. En það urðu til einhverjir töfrar þetta kvöld og hljómsveitin varð til. Síðan þá höfum við spilað á flestum tónleikastöðum borgarinnar, á tónleikahátíðinni Norðanpaunki, í listasöfnum, í London og á Álandseyjum.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Fastar í jaðarsenunni Fyrir þremur árum síðan var hljómsveitin orðin þreytt á því að komast ekki upp úr jaðartónlistarsenunni en þær langaði inn í meginstrauminn. View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) „Við hituðum upp fyrir Hatara og FM Belfast en einhvern veginn náðum við samt ekki að slá í gegn sem var pínu frústrerandi. Þannig að mér datt í hug að gera mynd um eitt ár í lífi bandsins þar sem við gerum allt til að finna velgengni, þetta var spurning um heimsyfirráð eða dauða.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Hún segir myndina hafa gert góða hluti fyrir sveitina en hún hefur vakið athygli víða. „Myndin hefur í rauninni náð því markmiði sem bandið náði ekki, að slá í gegn. Kannski af því að hún er miklu meira mainstream heldur en bandið. Það er svo geggjað að hún hefur komist inn á fullt af flottum kvikmyndahátíðum út um allan heim en vænst þykir mér samt um móttökurnar hér heima. Ég bjóst ekki við að það yrði grátið úr hlátri eins og gerðist á frumsýningunni og það gerir mig óendanlega glaða að finna að fólk tengir bæði við BAND tilfinningalega en skemmtir sér ekki síður.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Bráðnauðsynleg hlátursköst og gleði listarinnar Band er fyrst kvikmyndin sem Álfrún leikstýrir en hún hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum í heimi leiklistarinnar. „Mér líður núna eins og ég sé loksins komin heim í listinni. Öll reynslan sem ég hef sem leikkona og leikstjóri í leikhúsi nýtist mér 100% sem kvikmyndaleikstjóri.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Hún segir samstarfið klárlega standa upp úr í þessu ferli. „Saga Sigurðardóttir og Hrefna Lind Lárusdóttir úr ThePPBB eru svo hæfileikaríkar að mér líður eins og það sé hægt að búa til endalaust af list með þeim hvort sem það er tónlist, myndbönd, gjörningar, dansverk eða kvikmyndir. Og við fáum reglulega hláturskast sem er gott merki um að það sé neisti í samstarfinu nú fyrir utan hvað hlátursköst eru bráðnauðsynleg í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Fjölbreyttar tónlistarkonur Þegar talið berst að konum í tónlistarheiminum spyr blaðamaður hvort Álfrúnu finnist konur fá nægilega athygli á sviði tónlistar hérlendis. „Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu,“ svarar Álfrún og bætir við: „Mér finnst margar konur í tónlistarsenunni fá verðskuldaða athygli núna, þær eru að gera ólíka músík og presentera sig á mismunandi hátt sem er virkilega gaman að fylgjast með. Það sem við í ThePPBB erum að skoða er svolítið hvaða væntingar eru gerðar til kvenna og snúa upp að það og leika okkur með kynjahlutverkin.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Myndlistarheimurinn næstur Það er ýmislegt á döfinni hjá The Post Performance Blues Band sem bíða spenntar eftir næstu áskorunum. „Hrefna Lind, aðal textahöfundurinn og söngkonan okkar er með nýfætt barn. Við náðum samt að koma fram á Airwaves sem var ansi hetjulegt af henni en núna leyfum við henni að gefa brjóst næstu mánuði áður en við plönum næstu sigra. Okkur finnst svolítið spennandi að reyna næst að meika það í myndlistarheiminum. Tónlistarbransinn er svo mikill frumskógur, segir Álfrún og bætir að lokum við tilvitnun í Ragnar Kjartans úr myndinni BAND: „Það er miklu auðveldara að meika það í myndlist en tónlist. Maður þarf ekki að ná til krakkanna, bara til einhvers gamals fólks. Miklu minni pressa.“ Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: BAND er hljómsveit sem er ekki hljómsveit „Meiksaga hljómsveitar sem á líklega ekki eftir að meika það og er í raun ekki hljómsveit,“ var frumsýnd á dögunum. Það er heimildamyndinni BAND í leikstjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur. 5. nóvember 2022 13:01 Gjörningar út úr þokunni á Listasafni Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningalistahátíð um helgina þar sem Hafnarhúsið er undirlagt af gjörningum, uppákomum og umræðum um listformið á Gjörningaþoku. Blaðamaður ræddi við Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur verkefnastjóra Hafnarhússins. 11. mars 2022 20:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Sameiginlegur draumur „The Post Performance Blues Band (ThePPBB) varð til á blautu fimmtudagskvöldi í október árið 2016 í Gerðasafni í Kópavogi. Við vorum allar saman í meistaranámi í sviðslistum og áttum þann sameiginlega draum að vera í hljómsveit þannig að við ákváðum bara að kýla á það,“ segir Álfrún um upphaf sveitarinnar. Allar komu þær með eitthvað til borðsins en ásamt Álfrúnu eru það þær Saga Sigurðardóttir og Hrefna Lind Lárusdóttir sem mynda The PPBB. „Ein mætti með nokkra takta á tölvu, önnur með fagurbleikan bassa, við réðum stílista og förðunardömu, hringdum svo í umboðsmann drauma okkar sem festist reyndar í umferð og náði bara lokalaginu. En það urðu til einhverjir töfrar þetta kvöld og hljómsveitin varð til. Síðan þá höfum við spilað á flestum tónleikastöðum borgarinnar, á tónleikahátíðinni Norðanpaunki, í listasöfnum, í London og á Álandseyjum.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Fastar í jaðarsenunni Fyrir þremur árum síðan var hljómsveitin orðin þreytt á því að komast ekki upp úr jaðartónlistarsenunni en þær langaði inn í meginstrauminn. View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) „Við hituðum upp fyrir Hatara og FM Belfast en einhvern veginn náðum við samt ekki að slá í gegn sem var pínu frústrerandi. Þannig að mér datt í hug að gera mynd um eitt ár í lífi bandsins þar sem við gerum allt til að finna velgengni, þetta var spurning um heimsyfirráð eða dauða.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Hún segir myndina hafa gert góða hluti fyrir sveitina en hún hefur vakið athygli víða. „Myndin hefur í rauninni náð því markmiði sem bandið náði ekki, að slá í gegn. Kannski af því að hún er miklu meira mainstream heldur en bandið. Það er svo geggjað að hún hefur komist inn á fullt af flottum kvikmyndahátíðum út um allan heim en vænst þykir mér samt um móttökurnar hér heima. Ég bjóst ekki við að það yrði grátið úr hlátri eins og gerðist á frumsýningunni og það gerir mig óendanlega glaða að finna að fólk tengir bæði við BAND tilfinningalega en skemmtir sér ekki síður.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Bráðnauðsynleg hlátursköst og gleði listarinnar Band er fyrst kvikmyndin sem Álfrún leikstýrir en hún hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum í heimi leiklistarinnar. „Mér líður núna eins og ég sé loksins komin heim í listinni. Öll reynslan sem ég hef sem leikkona og leikstjóri í leikhúsi nýtist mér 100% sem kvikmyndaleikstjóri.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Hún segir samstarfið klárlega standa upp úr í þessu ferli. „Saga Sigurðardóttir og Hrefna Lind Lárusdóttir úr ThePPBB eru svo hæfileikaríkar að mér líður eins og það sé hægt að búa til endalaust af list með þeim hvort sem það er tónlist, myndbönd, gjörningar, dansverk eða kvikmyndir. Og við fáum reglulega hláturskast sem er gott merki um að það sé neisti í samstarfinu nú fyrir utan hvað hlátursköst eru bráðnauðsynleg í lífinu.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Fjölbreyttar tónlistarkonur Þegar talið berst að konum í tónlistarheiminum spyr blaðamaður hvort Álfrúnu finnist konur fá nægilega athygli á sviði tónlistar hérlendis. „Konur mega bara taka meira pláss alls staðar í samfélaginu,“ svarar Álfrún og bætir við: „Mér finnst margar konur í tónlistarsenunni fá verðskuldaða athygli núna, þær eru að gera ólíka músík og presentera sig á mismunandi hátt sem er virkilega gaman að fylgjast með. Það sem við í ThePPBB erum að skoða er svolítið hvaða væntingar eru gerðar til kvenna og snúa upp að það og leika okkur með kynjahlutverkin.“ View this post on Instagram A post shared by The PostPerformanceBluesBand (@the_ppbb) Myndlistarheimurinn næstur Það er ýmislegt á döfinni hjá The Post Performance Blues Band sem bíða spenntar eftir næstu áskorunum. „Hrefna Lind, aðal textahöfundurinn og söngkonan okkar er með nýfætt barn. Við náðum samt að koma fram á Airwaves sem var ansi hetjulegt af henni en núna leyfum við henni að gefa brjóst næstu mánuði áður en við plönum næstu sigra. Okkur finnst svolítið spennandi að reyna næst að meika það í myndlistarheiminum. Tónlistarbransinn er svo mikill frumskógur, segir Álfrún og bætir að lokum við tilvitnun í Ragnar Kjartans úr myndinni BAND: „Það er miklu auðveldara að meika það í myndlist en tónlist. Maður þarf ekki að ná til krakkanna, bara til einhvers gamals fólks. Miklu minni pressa.“
Tónlist Menning Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Myndaveisla: BAND er hljómsveit sem er ekki hljómsveit „Meiksaga hljómsveitar sem á líklega ekki eftir að meika það og er í raun ekki hljómsveit,“ var frumsýnd á dögunum. Það er heimildamyndinni BAND í leikstjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur. 5. nóvember 2022 13:01 Gjörningar út úr þokunni á Listasafni Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningalistahátíð um helgina þar sem Hafnarhúsið er undirlagt af gjörningum, uppákomum og umræðum um listformið á Gjörningaþoku. Blaðamaður ræddi við Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur verkefnastjóra Hafnarhússins. 11. mars 2022 20:01 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Myndaveisla: BAND er hljómsveit sem er ekki hljómsveit „Meiksaga hljómsveitar sem á líklega ekki eftir að meika það og er í raun ekki hljómsveit,“ var frumsýnd á dögunum. Það er heimildamyndinni BAND í leikstjórn Álfrúnar Örnólfsdóttur. 5. nóvember 2022 13:01
Gjörningar út úr þokunni á Listasafni Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur stendur fyrir gjörningalistahátíð um helgina þar sem Hafnarhúsið er undirlagt af gjörningum, uppákomum og umræðum um listformið á Gjörningaþoku. Blaðamaður ræddi við Kristínu Dagmar Jóhannesdóttur verkefnastjóra Hafnarhússins. 11. mars 2022 20:01