Samstarf

Sendu inn jóla­sögu og þú gætir unnið eitt full­komnasta snjallrúm í heimi

Vogue fyrir heimilið
Verðlaunin í jólasögusamkeppni Vogue fyrir heimilið eru stórglæsileg. Hátækni snjallrúm í fyrstu verðlaun.
Verðlaunin í jólasögusamkeppni Vogue fyrir heimilið eru stórglæsileg. Hátækni snjallrúm í fyrstu verðlaun.

Vogue fyrir heimilið stendur nú fyrir jólasögukeppni fjórða árið í röð. Glæsileg verðlaun eru veitt fyrir fimm bestu sögurnar sem dómnefnd Vogue fyrir heimilið velur. Vinningssögurnar hljóma auk þess á útvarpsstöðvum landsins í desember og koma okkur öllum í jólaskap

Í fyrstu verðlaun er Ergosportive, stórglæsilegt snjallrúm að verðmæti 1100 þúsund krónur. Ergosportive er stillanlegt hátæknisnjallrúm frá Ergomotion sem hannað er í samvinnu við tæknifyrirtækið Garmin.

Lumar þú á fallegri jólasögu? Þú gætir notið jólanna í einu fullkomnasta snjallrúmi í heimi.

Til að taka þátt:

Leyfðu andanum að koma yfir þig og semdu hugljúfa jólasögu. Sagan má að hámarki vera 60 sekúndur að lengd í lestri.

Sendu söguna á netfangið vogue@vogue.is fyrir 30. nóvember og þú gætir svifið inn í draumalandið á nýju rúmi um jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×