Fyrir allt áhugafólk um stjórnmál var síðasta helgi æsispennandi. Risavaxin lýðræðisveisla, segja sanntrúaðir Sjálfstæðismenn: Sú langstærsta, meðan aðrir segja að flokkurinn hafi sýnt stálhnefann. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins var haldinn með pompi og prakt í Laugardalshöll. Vísir fór á landsfund. Reglulega má sjá einkennilega innblásnar og nánast barnalegar athugasemdir frá Sjálfstæðismönnum á Facebook. Sem eru verulega á skjön við hálfkæringinn sem ríkir þar alla jafna: „Við Sjálfstæðismenn erum heppnir að njóta ævinlega krafta úrvalsfólks í forystunni, það er lykillinn að farsæld okkar í fortíð og framtíð,“ skrifaði til dæmis maður nokkur á besta aldri á sína samfélagsmiðlasíðu um helgina. Hver talar svona? Jú, þeir sem sækja landsfundi flokksins. Þar hljómuðu setningar sem þessar út í eitt, í ræðum og tali landsfundafulltrúa. Fjölsóttasti fundur frá upphafi vega Hvað sem pólitískir andstæðingar Sjálfstæðiflokksins segja þá er landsfundur flokksins afar tilkomumikill. Mikil orka. Þegar blaðamaður Vísis gekk ásamt ljósmyndara sínum inn í Laugardalshöll síðdegis á föstudaginn dreif að prúðbúna Sjálfstæðismenn í stórum stíl. Stemmningin afar sérstök svo ekki sé meira sagt: Ofsakæti í bland við taugaveiklun og mikla spennu. Tvennt kemur einkum til að fundurinn að þessu sinni var einkar vel sóttur. Fjögur ár eru frá því að síðasti landsfundur var haldinn. Yfirleitt líða tvö ár milli funda en messufall varð vegna heimsfaraldursins og mönnum var orðið mál. Bjarni mætti sigurviss fylktu liði á landsfundinn. Hann lék á als oddi, brýndi sitt fólk til dáða og skaut á pólitíska andstæðinga sína vinstri hægri milli þess sem hann bauð þá velkomna heim.vísir/vilhelm Og þá ekki síður vegna formannskjörs milli þeirra Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, ráðherra og oddvita flokksins í Reykjavík. Það formannskjör var einkennandi fyrir 44. landsfund Sjálfstæðisflokksins, vart var um annað rætt meðal landsfundarfulltrúa. Fundurinn að þessu sinni er sá stærsti sem haldinn hefur verið. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölu um hversu margir tóku þátt sem er athyglisvert út af fyrir sig. Talið er að fundargestir hafi verið ríflega tvö þúsund. Vísir reyndi fyrir fund að finna út úr því hversu margir væru bókaðir á fundinn en á daginn kom að hægara var sagt en gert að fá nákvæmar tölu þar um. Þeir sem eiga rétt á að sitja fundinn þurfa að vera skráðir í flokkinn, vera í miðstjórn, aðili úr flokksráði en þar eru ríflega 600 manns eða vera fulltrúi aðildarfélags. Þetta eru rúmlega 200 félög. Gullarnir Þegar fyrir lá að Guðlaugur Þór ætlaði að fara fram gegn Bjarna varð uppi fótur og fit. Innan við vika var í landsfund og hrollur fór um stuðningsmenn Bjarna. Þeir vildu meina að ekki væri nokkur maður eins mikill kafbátur og Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann hefði, öfugt við Bjarna, ræktað grasrótina af miklu kappi, (þessa sem Davíð Oddsson fyrrverandi formaður sagði svo eftirminnilega að ef maður hlustaði of mikið á með því að leggja eyru við jörðu fengju menn orma í eyrun). Alla tíð. Alþýðlegur svo mjög að hann er aldrei kallaður annað en Gulli. Fullyrt var í aðdraganda formannskjörsins að Guðlaugur Þór væri búinn að búa svo um hnúta að allir hans stuðningsmenn færu á landsfund. Ein frétt skaut skökku við í því samhengi, sú að Einar Bárðarson athafnamaður, stuðningsmaður Gulla, hefði ekki náð sér í miða. Sem benti til að möskvar Gulla væru ekki eins þéttriðnir og menn vildu meina. Þegar blaðamaður bar þetta undir Guðlaug Þór sagði hann um meintan ofurundirbúning sinn að það væri algjört kjaftæði.vísir/vilhelm Hann væri skipulagðasti stjórnmálamaður sem um getur. Hann væri með gríðarlega öfluga kosningavél sem hann hefur verið árum saman að koma sér upp og eru af andstæðingum hans innan flokksins jafnan kallaðir „Gullarnir“. Áður en Gulli lýsti yfir framboði hafði verið uppi hávær orðrómur um að hann ætlaði fram. Blaðamönnum tókst ekki að ná í Guðlaug Þór til að inna hann eftir þessu sem varð ekki til að slá á orðróminn sem var svo hávær að landsfundur Samfylkingarinnar nánast hvarf í skuggann. Stuðningsmenn Bjarna safna vopnum sínum í snatri Þegar svo Gulli Þór kynnti framboð sitt á fjölsóttum stemmningsfundi í Valhöll rann stuðningsmönnum Bjarna kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann hlaut að vera búinn að undirbúa þetta vikum og mánuðum saman, búinn að reikna dæmið til enda og koma öllum sínum mönnum að sem skráðum landsfundafulltrúum. Salóme Þorkelsdóttir, áður einn helsti foringi flokksins, var hyllt sérstaklega á landsfundinum. Þarna ásamt þeim Halldóri Blöndal formanni Sjálfstæðisfélags eldri borgara, Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni, frambjóðanda til ritara, Illuga Gunnarssyni fyrrverandi ráðherra og Jóni Skaftasyni eiginmanni Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Formannsefnin töluð bæði um bændastéttina og eldri borgara, einkum Guðlaugur Þór sem sagði að við ættum lífsgæði okkar fyrri kynslóðum að þakka. Hann lét fundarmenn rísa á fætur og klappa þeim lof í lófa, sem verður að teljast snjallt bragð ræðumanns.vísir/vilhelm Miðinn á landsfund kostaði 15 þúsund krónur og Stefán Einar Stefánsson blaðamaður, innmúraður Sjálfstæðismaður, greindi frá því í Silfri Ríkissjónvarpsins um síðustu helgi að honum væri kunnugt um nokkur tilvik þar sem menn Guðlaugs hafi í einhverjum tilvika greitt kostnað við setu landsfundafulltrúa og hann væri viss um að stuðningsmenn Bjarna hefðu sama hátt á. Frændi blaðamanns Vísis, gegnheill Sjálfstæðismaður og bóndi á Jökuldal, hafði ekki ætlað sér á fundinn en þegar hann sá í hvað stefndi keypti hann sér flugmiða frá Egilsstöðum og í borgina. Hann greiddi þann miða sjálfur. Menn mátu það svo að mjótt yrði á munum og nú var hver raftur á flot dreginn. Áhyggjufullir stuðningsmenn Bjarna Meðal þeirra fyrstu sem blaðamaður Vísis hitti í anddyri Laugardalshallar voru tengdaforeldrar Bjarna, þau Baldvin Jónsson og Margrét Björnsdóttir. Þau reyndu ekki að leyna áhyggjum sínum. Baldvin taldi víst að Gulli væri búinn að ráðgera framboð sitt, ekki vikum heldur árum saman. Hann hafi lagt drög að þessu framboði sínu lengi og þó Baldvin hafi ekki nefnt hnífasett í baki tengdasonar síns, þá var það helst á honum að skilja að svo væri. Tengdaforeldrar Bjarna Benediktssonar, þau Baldvin Jónsson og Margrét Björnsdóttir, mættu að sjálfsögðu til fundar til að styðja sinn mann. Þau reyndu ekki að leyna því að þeim var um og ó og töldu að Guðlaugur Þór væri maður sem hlyti að hafa undirbúið framboð sitt lengi. vísir/vilhelm Vísir reyndi fyrir fundinn, eftir bestu getu að draga upp mynd af stöðu mála. Og ræddi við áhrifamann í innsta hring sem lýsti yfir miklum áhyggjum sínum. Hann var reyndar algerlega í öngum sínum. Að kosningabaráttan í tengslum við formannskjörið væri farin úr böndunum og allt stefndi í að í stað þess að fundurinn myndi styrkja böndin þá mættu menn rifnir og tættir frá þeim hildarleik sem í stefndi. Vísir greindi frá því að innan Vinstri grænna væru raddir sem teldu að stjórnarsamstarfið hlyti að liðast undir lok ef Bjarni tapaði. Þá vegna hins mikla trúnaðarsambands sem ríkti milli hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Stuðningsmenn Bjarna tóku sumir hverjir upp það tvíeggja sverð og hófu á loft en erfitt er að fá það til að koma heim og saman að slíkur stuðningur væri hollur. Og víst er að það fór hrollur um margan Sjálfstæðismanninn, stuðningsmann Bjarna,þegar Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og Alþýðubandalagsmaður af gamla skólanum, af öllum mönnum ritaði einskonar stuðningsgrein í Morgunblaðið; hann styddi ríkisstjórnina og þar með Bjarna?! Foringinn Bjarni sýnir styrk sinn Blaðamaður Vísis heyrði ofan í fjölmarga fundarmenn og sitt sýndist hverjum. Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra flokksins, var reyndar pollrólegur. Hann sagði að vissulega væri Gulli sterkur í Reykjavík en ef allt væri reiknað, aðildarfélög í Kraganum og víðs vegar um landið, þá væri Bjarni óneitanlega sigurstranglegri. Illugi Gunnarsson og Elliði Vignisson. Illugi var yfirvegaður og taldi fyrirfram að Bjarni myndi vinna. Vissulega væri Gulli sterkur í borginni og í ýmsum aðildarfélögum en það myndi ekki hrökkva til. Elliði var kátur og ánægður með fundinn.vísir/vilhelm Loft var þannig lævi blandið á föstudaginn og þó stuðlarnir í veðbönkum væru þannig að Bjarni myndi hafa þetta voru þeir sem sett höfðu sinn pening á Gulla býsna bjartsýnir. En þegar Bjarni steig í púlt og setti fundinn hefðu þeir allt eins getað rifið veðmálsmiðann sinn. Gríðarlegur fögnuður braust út og fundarmenn risu úr sætum sínum og hylltu sinn foringja. Lófatakinu ætlaði aldrei að linna. Bjarni var í stuði. Hann skaut í allar áttir, ekki síst á Samfylkinguna en fundur hennar hafði fram til þessa horfið í skuggann vegna spennunnar um kjörið. Öfugsnúið kannski, að Bjarni væri að beina kastljósinu þangað. Sem og það hversu mikinn skít Bjarni gaf í Evrópusambandið, sem er ekki á dagskrá? Nema þetta féll í kramið í salnum. Bjarni lék á als oddi í ræðum sínum. Og eins og sjá má býr Sjálfstæðisflokkurinn vel, fundarstjóri var Birgir Ármannsson forseti Alþingis og honum til aðstoðar eru meðal annars Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og talsmaður samtaka fiskeldisfyrirtækja.vísir/vilhelm Og Bjarni kom óbeint inn á gagnrýni vegna framboðs Gulla sem vakið hefur máls á klofningi innan flokksins, svo sem Viðreisn. Bjarni bauð týndu sauðina velkomna heim, svona svipað og að segja við dóttur sína: Þú ert ljót og leiðinleg en þú ert velkomin heim hvenær sem er. Nokkurn létti mátti greina eftir klukkutíma langa messu formannsins. „Besta ræða Bjarna,“ sögðu fjölmargir landsfundafulltrúar í eyru blaðamanns Vísis. Óskar Magnússon rithöfundur, verseraður Sjálfstæðismaður til áratuga, sagði í samtali við blaðamann Vísis að hann væri náttúrlega svo flottur á velli. Og það höfðaði til flokksmanna. Sem væru „konungshollir,“ eins og Óskar orðaði það. Bugaður aðstoðarmaður en brattur ráðherra Ef horft er út fyrir veggi Laugardalshallar má segja að landsfundur Sjálfstæðisflokksins sé haldinn í skugga afar umdeildrar brottvikningar hælisleitenda af landi brott. En ekki var að merkja að sá skuggi næði að teygja sig inn fyrir veggi hallarinnar. Blaðamaður kom auga á Brynjar Níelsson, aðstoðarmann Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem var fúlskeggjaður og afar þreytulegur, en það var ekki vegna málefna hælisleitenda. Heldur vegna stöðu sinnar sem formaður kjörbréfanefndar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Líklega einn umdeildasti maður landsins um þessar mundir. En hann lét það sér í léttu rúmi liggja, var fjallbrattur á landsfundi hvar honum, sem og öðrum úr ráðherraliði flokksins var klappað lof í lófa fyrir góð störf. Að undirlagi formannsins.vísir/vilhelm Enn var verið að ganga frá því hverjir fengju að mæta og einn stóð fyrir framan Brynjar og otaði síma sínum að honum: Þarna væri strikamerki og það yrði að ganga frá því að viðkomandi fengi miða. Brynjar sagðist aldrei hafa séð þetta fyrr og hann þyrfti bara að skoða þetta. Blaðamaður náði stuttlega tali af Jóni ráðherra og nefndi að nú væri heldur betur að honum sótt en Jón lét sér hvergi bregða, hann var ekki að leika og sagði að þetta væri bara fínt. Það var eins og hann nærðist á þeim átökum sem verið hafa um þetta mál og lék á als oddi. Ræður frambjóðenda Á laugardegi voru meðal annars á dagskrá framboðsræður þeirra sem í framboði voru; Gulla og Bjarna, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem var ein í framboði til varaformanns, og svo þeirra þriggja sem tókust á um ritarastöðuna; Vilhjálms Árnasonar, Bryndísar Haraldsdóttur og Helga Áss Grétarssonar. Athyglin var hins vegar öll á formannsefnunum. Hjónin Inga Jóna Þórðardóttir og Geir Haarde fylgjast spennt með þróun mála á fremsta bekk. Sjá mátti fjölda gamalla leiðtoga flokksins á landsfundinum. Davíð Oddsson sást hins vegar ekki en samkvæmt heimildum Vísis þá hafði hann í hyggju að reka inn nefið. Víst er að línur voru ekki skýrar, hver styður hvern. Þannig veit Vísir af tveimur gallhörðum Sjálfstæðisbræðrum sem ætluðu að kjósa sitthvorn frambjóðandann.vísir/vilhelm Barómeterinn var þannig eftir setninguna að á brattann væri að sækja fyrir Gulla. Viðbrögð salarins voru hins vegar afar góð þegar Gulli steig í púlt. Sem vakti vonir í brjóstum hans manna. Ræðu hans var vel tekið og hann vék að því að hlutur Sjálfstæðisflokksins ætti að vera svo miklu meiri í kosningum en raun ber vitni. Víst er að þetta hvílir þungt á mörgum flokkshollum Sjálfstæðismanninum sem horfir til fyrri velmektarára flokksins. Þegar hann mátti búast við um 40 prósentum greiddra atkvæða í Alþingiskosningum. Í formennsku Bjarna hefur flokkurinn verið að skjóta sér yfir tuttugu prósentin sem margir flokksmenn telja óásættanlegt. Og sé litið til hins tilkomumikla landsfundar, stjórmálasamkomu sem enginn annar flokkur á Íslandi getur svo mikið sem látið sig dreyma um að halda, má vissulega segja að þar sé misræmi. Á móti koma áhyggjur af ríkisstjórnarsamstarfinu, Bjarna hefur tekist að halda flokknum við ríkisstjórnarborðið og það er fyrir mestu. Segja má að þarna hafi hin raunverulega togstreita legið. Guðlaugur Þór ásamt eiginkonu sinni Ágústu Johnsen á fremsta bekki. Þó hann hafi tapað í viðureigninni við Bjarna þá er það mat stjórnmálaskýrenda að hann hafi styrkt stöðu sína innan flokksins.vísir/vilhelm Viðtökur við ræðu Gulla voru afar góðar. Og þegar Bjarni mætti í púltið stóð salurinn upp og klappaði foringjanum lof í lófa. Og það var á slíkum stundum sem landsfundurinn tók á sig mynd trúarsamkomu. Bjarni var afslappaður, léttur og byrjaði á því að þakka fyrir síðast, frá í partíinu kvöldið áður. Hann tók svo upp þráðinn frá deginum áður, gaf skít í Evrópuaðild, Samfylkinguna og Björn Leví Gunnarsson Pírata. Í ræðum hafði verið hamrað á því að Sjálfstæðisflokknum bæri að framfylgja sjálfstæðisstefnunni í hvívetna og því kom það blaðamanni á óvart að heyra Bjarna nefna „Leiðréttinguna“ á lista yfir sín helstu afrek. Leiðréttingin hlýtur að vera allt sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki um, risavaxin ríkisafskipti þar sem tilteknu mengi þegna eru færðar risavaxnar fjárhæðir úr sameiginlegum sjóðum. En þegar allt er saman lagt er ekkert fyrirbæri eins snjallt og að mála yfir það sem heita má þversögn og Sjálfstæðisflokkurinn. Um það mætti skrifa langt mál. Og rétt kjörinn formaður er … Ef blaðamaður Vísis væri dómari í Orator-keppni hefði hann gefið Gulla betri einkunn. Miðað við viðbrögðin í Höllinni virtist Bjarni hafa vinninginn en það var þó ekki svo að niðurstaðan lægi fyrir. Nú átti eftir að koma í ljós hvort Gulli væri eins mikill kafbátur og menn vildu meina? Úrslitin voru langt í frá ráðin. Kosningin var eftir, fordrykkir, hátíðarkvöldverður og partí langt fram á nóttu. Sjálfstæðismenn kunna að virkja sitt fólk. Það var því veruleg spenna í Höllinni á sunnudaginn þegar kosið var og úrslitin voru kynnt af Kristínu Edwald, formanni kjörstjórnar. „Alls voru greidd 1.712 atkvæði. Hlaut Bjarni 1.010 atkvæði …“ Kristín hafði ekki fyrr sleppt orðinu en gríðarleg fagnaðarlæti brutust út. Allt ætlaði um koll að keyra. Guðlaugur Þór fékk 687 atkvæði eða rúm 40 prósent. Bjarni er réttkjörinn formaður eftir sem áður. Báðir unnu Hvað þýðir þetta svo allt? Hvað verður? Jú, áhyggjur um að flokksmenn myndu koma rifnir og tættir af fundi og flokkurinn klofinn reyndust ástæðulausar. Bæði Bjarni og Gulli höfðu lagt áherslu á það í ræðum sínum. Og í raun má segja að formannsslagurinn hafi vakið miklu meiri athygli á fundinum en annars hefði verið. Þannig eflt flokkinn ef eitthvað er. Fjöldi ályktana voru bornar undir fundinn þar sem hert var upp á ýmsum stefnumálum flokksins. Við atkvæðagreiðsluna var bláa já-ið talsvert meira áberandi en rauða nei-ið sem lýsir því að flokksmenn almennt voru samstiga. En þó var tekist í nefndum, Guðlaugur Þór rifjaði í ræðu sinni upp sögu af því þegar hann var að ræða við Svan Kristjánsson stjórnmálafræðikennara við Háskólann, sem sagði að það væri merkilegt við Sjálfstæðismenn að þeir gætu rifist eins og hundur og köttur en væru svo alltaf sameinaðir út á við. Og það væri óþolandi. En óneitanlega féllu ályktanir fundarins í skuggann af formannsslagnum.vísir/vilhelm Flokksmenn héldu glaðir og reifir af fundi sem Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði áður lýst í eyru blaðamanns Vísis að kæmist næst því að vera í líkingum við alþingi til forna og langborðin sem sett höfðu upp mætti segja að væru sem búðir á Þingvöllum. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir að báðir hafi þeir Gulli og Bjarni styrkt stöðu sína. Hvernig má það vera? Jú, það skiptir máli hvernig Gulli tapaði. Ef hann hefði fengið mikið undir fjörutíu prósentum mætti meta það sem svo að hann væri sem stjórnmálamaður laskaður. Yfir fjörutíu prósent þýðir hins vegar að hann hefur sýnt styrk sem ekki verður fram hjá litið. Guðlaugur Þór haltrar úr Höllinni, hvergi þó nærri af baki dottinn.vísir/vilhelm Baldur Hermannsson, sem lengi var góður og gegn Sjálfstæðismaður þó hann skilgreini sig sem óháðan hægri mann og var því ekki á fundinum, býður vinum sínum á Facebook upp á greiningu að hætti hússins, sem sjá má hér neðar. Baldur veit lengra en nef hans nær: „Bjarni Ben fær gula spjaldið en þó ekki rautt ... 59% þegar flokkurinn er í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi er ekkert annað en vel úti látin eyrnafíkja og áminning þess efnis að frammistaða hans í formannsembætti sé engan veginn nógu góð. Guðlaugur fær 40% sem er á sinn hátt stórsigur og skipar honum ótvírætt með þungavikturum flokksins og þeir eru ekki margir ... sárafáir ef satt skal segja. Framboð Gulla var í rauninni bara sjónleikur, Gulli gerði sér aldrei neinar vonir um að sigra Bjarna og árangur hans er betri en hann þorði að vona. Takmark hans var að fá ótvíræða viðurkenningu flokksins sem þungaviktarmaður og verðugur arftaki Bjarna og því marki náði hans. Sú snjalla hernaðaráætlun að Bjarni drægi sig út úr pólitíkinni fyrir næsta Landsfund, Þórdís Reykfjörð tæki við sem formaður og byði sig síðan formlega fram til forystu 2024 er þar með komin út á flughálan ís og í raun er staðan innan flokksforystunnar í algjöru uppnámi þótt yfirborðið sé rennislétt og allir hjali mærðarlega um samheldni og eindrægni. Það verður gaman að sjá hvernig spilast úr þessu! Samsæriskenningar og vangaveltur Ekki verður við þessa samantekt skilið án þess að bjóða upp á eins og eina samsæriskenningu. Baldur imprar á nokkru sem Vísir hefur heyrt fleygt. Viðvarandi orðrómur hefur verið uppi um að Bjarni vilji draga sig í hlé og snúa sér að öðru. Hann nenni þessu ekki. Sá orðrómur hefur verið lengi á kreiki og að einhverju leyti má segja að framboð Gulla styðji við hann; Bjarni hefur ekki ræktað grasrótina sem neinu nemur. En vert er að geta þess að Bjarni hefur staðfastlega neitað þessu. Þeir tveir tilheyra hins vegar sitthvorum arminum í flokknum og það sem samsæriskenningasmiðir vilja meina er að fyrir liggi áætlun sem gangi út á að Bjarni dragi sig í hlé, ári fyrir næstu kosningar. Þá taki varaformaðurinn Þórdís Kolbrún við, hún fái svigrúm til að máta sig við stólinn. Og óðs manns æði væri fyrir Gulla að fara fram gegn henni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var endurkjörin sem varaformaður flokksins. Samsæriskenningasmiðir hafa gefið sér að hún sé af Bjarna-armi flokksins talin sú sem muni taka við flokknum þegar formannstíð Bjarna lýkur. En ekki er víst að Gullarnir telji það sjálfgefið. Niðurstaða í formannskjöri þýðir að enn ríkir óvissa um þetta.vísir/vilhelm Fyrir það hafi Bjarni viljað girða, hugsanlegt framboð Gulla, en ásættanleg niðurstaða hans raski hins vegar þeim fyrirætlunum. Þá á eftir að koma í ljós hversu traustum fótum ríkisstjórnarsamstarfið stendur. Verið gæti að þær áhyggjur af því sem Vinstri græn töluðu um liggi dýpra en svo að þær snúist eingöngu um formannskjör hjá Sjálfstæðisflokknum. Víst er að hælisleitendamálið er þannig vaxið að mörg Vinstri græn yrðu þeirri stundu fengnust að flokkurinn færi úr ríkisstjórn, að formannskjörið hafi verið fyrirsláttur eða átylla. Landsfundaályktanir í skugganum Hvað sem verður og hvað sem öðru líður er víst að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi styrk sinn um helgina. Þar voru saman komnir útgerðarmenn og bændur, rithöfundur og fjársýslumenn, ungir sem aldnir á heimsins mesta lýðræðisveisla, segja Sjálfstæðismenn – í það minnsta miðað við höfðatölu. Kristín Edwald hafði ýmsum hnöppum að hneppa sem formaður kjörstjórnar. Þegar hún kynnti niðurstöðuna í formannskjörinu fagnaði salurinn eins og Ísland hafi skorað mark á lokamínútu í mikilvægum handboltaleik. Hér ber hún saman bækur sínar við Birgi Ármannsson fundarstjóra.vísir/vilhelm Og þó pólitískir andstæðingar vilji ekki gefa mikið fyrir þetta, láti sér fátt um finnast eða vilji atyrða samkomuna þá verða slík högg aldrei þung. Og Bjarni er langbesti stjórmálamaðurinn að mati margra landsfundarfulltrúa: Hið mikla málefnastarf sem margir Sjálfstæðismenn hefðu viljað halda til haga, ályktanir landsfundar, féllu í skugga átakanna um formannsstólinn. Þar kennir ýmissa grasa. Flokkurinn hamraði á andstöðu sinni við inngöngu í Evrópusambandið, sem þó er ekki á dagskrá og flokkurinn samþykkti að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni færi hvergi. Ekki víst að flokksmenn séu að gera Hildi Björnsdóttur oddvita flokksins í borginni mikinn greiða með því. Og þannig má áfram telja. Bjarni sagði að hann væri tilbúinn í harðan slag í sókn og vörn til að keyra fram það sem landsfundurinn byði. Svipmyndir frá Landsfundi Að endingu er hér myndaveisla en Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari náði að festa nokkra fundarmenn á filmu og grípa stemmninguna. Sjálfstæðisflokkurinn Formannsslagur Bjarna og Guðlaugs Þórs Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Fréttaskýringar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Reglulega má sjá einkennilega innblásnar og nánast barnalegar athugasemdir frá Sjálfstæðismönnum á Facebook. Sem eru verulega á skjön við hálfkæringinn sem ríkir þar alla jafna: „Við Sjálfstæðismenn erum heppnir að njóta ævinlega krafta úrvalsfólks í forystunni, það er lykillinn að farsæld okkar í fortíð og framtíð,“ skrifaði til dæmis maður nokkur á besta aldri á sína samfélagsmiðlasíðu um helgina. Hver talar svona? Jú, þeir sem sækja landsfundi flokksins. Þar hljómuðu setningar sem þessar út í eitt, í ræðum og tali landsfundafulltrúa. Fjölsóttasti fundur frá upphafi vega Hvað sem pólitískir andstæðingar Sjálfstæðiflokksins segja þá er landsfundur flokksins afar tilkomumikill. Mikil orka. Þegar blaðamaður Vísis gekk ásamt ljósmyndara sínum inn í Laugardalshöll síðdegis á föstudaginn dreif að prúðbúna Sjálfstæðismenn í stórum stíl. Stemmningin afar sérstök svo ekki sé meira sagt: Ofsakæti í bland við taugaveiklun og mikla spennu. Tvennt kemur einkum til að fundurinn að þessu sinni var einkar vel sóttur. Fjögur ár eru frá því að síðasti landsfundur var haldinn. Yfirleitt líða tvö ár milli funda en messufall varð vegna heimsfaraldursins og mönnum var orðið mál. Bjarni mætti sigurviss fylktu liði á landsfundinn. Hann lék á als oddi, brýndi sitt fólk til dáða og skaut á pólitíska andstæðinga sína vinstri hægri milli þess sem hann bauð þá velkomna heim.vísir/vilhelm Og þá ekki síður vegna formannskjörs milli þeirra Bjarna Benediktssonar, formanns flokksins og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, ráðherra og oddvita flokksins í Reykjavík. Það formannskjör var einkennandi fyrir 44. landsfund Sjálfstæðisflokksins, vart var um annað rætt meðal landsfundarfulltrúa. Fundurinn að þessu sinni er sá stærsti sem haldinn hefur verið. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölu um hversu margir tóku þátt sem er athyglisvert út af fyrir sig. Talið er að fundargestir hafi verið ríflega tvö þúsund. Vísir reyndi fyrir fund að finna út úr því hversu margir væru bókaðir á fundinn en á daginn kom að hægara var sagt en gert að fá nákvæmar tölu þar um. Þeir sem eiga rétt á að sitja fundinn þurfa að vera skráðir í flokkinn, vera í miðstjórn, aðili úr flokksráði en þar eru ríflega 600 manns eða vera fulltrúi aðildarfélags. Þetta eru rúmlega 200 félög. Gullarnir Þegar fyrir lá að Guðlaugur Þór ætlaði að fara fram gegn Bjarna varð uppi fótur og fit. Innan við vika var í landsfund og hrollur fór um stuðningsmenn Bjarna. Þeir vildu meina að ekki væri nokkur maður eins mikill kafbátur og Guðlaugur Þór Þórðarson. Hann hefði, öfugt við Bjarna, ræktað grasrótina af miklu kappi, (þessa sem Davíð Oddsson fyrrverandi formaður sagði svo eftirminnilega að ef maður hlustaði of mikið á með því að leggja eyru við jörðu fengju menn orma í eyrun). Alla tíð. Alþýðlegur svo mjög að hann er aldrei kallaður annað en Gulli. Fullyrt var í aðdraganda formannskjörsins að Guðlaugur Þór væri búinn að búa svo um hnúta að allir hans stuðningsmenn færu á landsfund. Ein frétt skaut skökku við í því samhengi, sú að Einar Bárðarson athafnamaður, stuðningsmaður Gulla, hefði ekki náð sér í miða. Sem benti til að möskvar Gulla væru ekki eins þéttriðnir og menn vildu meina. Þegar blaðamaður bar þetta undir Guðlaug Þór sagði hann um meintan ofurundirbúning sinn að það væri algjört kjaftæði.vísir/vilhelm Hann væri skipulagðasti stjórnmálamaður sem um getur. Hann væri með gríðarlega öfluga kosningavél sem hann hefur verið árum saman að koma sér upp og eru af andstæðingum hans innan flokksins jafnan kallaðir „Gullarnir“. Áður en Gulli lýsti yfir framboði hafði verið uppi hávær orðrómur um að hann ætlaði fram. Blaðamönnum tókst ekki að ná í Guðlaug Þór til að inna hann eftir þessu sem varð ekki til að slá á orðróminn sem var svo hávær að landsfundur Samfylkingarinnar nánast hvarf í skuggann. Stuðningsmenn Bjarna safna vopnum sínum í snatri Þegar svo Gulli Þór kynnti framboð sitt á fjölsóttum stemmningsfundi í Valhöll rann stuðningsmönnum Bjarna kalt vatn milli skinns og hörunds. Hann hlaut að vera búinn að undirbúa þetta vikum og mánuðum saman, búinn að reikna dæmið til enda og koma öllum sínum mönnum að sem skráðum landsfundafulltrúum. Salóme Þorkelsdóttir, áður einn helsti foringi flokksins, var hyllt sérstaklega á landsfundinum. Þarna ásamt þeim Halldóri Blöndal formanni Sjálfstæðisfélags eldri borgara, Bryndísi Haraldsdóttur þingmanni, frambjóðanda til ritara, Illuga Gunnarssyni fyrrverandi ráðherra og Jóni Skaftasyni eiginmanni Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Formannsefnin töluð bæði um bændastéttina og eldri borgara, einkum Guðlaugur Þór sem sagði að við ættum lífsgæði okkar fyrri kynslóðum að þakka. Hann lét fundarmenn rísa á fætur og klappa þeim lof í lófa, sem verður að teljast snjallt bragð ræðumanns.vísir/vilhelm Miðinn á landsfund kostaði 15 þúsund krónur og Stefán Einar Stefánsson blaðamaður, innmúraður Sjálfstæðismaður, greindi frá því í Silfri Ríkissjónvarpsins um síðustu helgi að honum væri kunnugt um nokkur tilvik þar sem menn Guðlaugs hafi í einhverjum tilvika greitt kostnað við setu landsfundafulltrúa og hann væri viss um að stuðningsmenn Bjarna hefðu sama hátt á. Frændi blaðamanns Vísis, gegnheill Sjálfstæðismaður og bóndi á Jökuldal, hafði ekki ætlað sér á fundinn en þegar hann sá í hvað stefndi keypti hann sér flugmiða frá Egilsstöðum og í borgina. Hann greiddi þann miða sjálfur. Menn mátu það svo að mjótt yrði á munum og nú var hver raftur á flot dreginn. Áhyggjufullir stuðningsmenn Bjarna Meðal þeirra fyrstu sem blaðamaður Vísis hitti í anddyri Laugardalshallar voru tengdaforeldrar Bjarna, þau Baldvin Jónsson og Margrét Björnsdóttir. Þau reyndu ekki að leyna áhyggjum sínum. Baldvin taldi víst að Gulli væri búinn að ráðgera framboð sitt, ekki vikum heldur árum saman. Hann hafi lagt drög að þessu framboði sínu lengi og þó Baldvin hafi ekki nefnt hnífasett í baki tengdasonar síns, þá var það helst á honum að skilja að svo væri. Tengdaforeldrar Bjarna Benediktssonar, þau Baldvin Jónsson og Margrét Björnsdóttir, mættu að sjálfsögðu til fundar til að styðja sinn mann. Þau reyndu ekki að leyna því að þeim var um og ó og töldu að Guðlaugur Þór væri maður sem hlyti að hafa undirbúið framboð sitt lengi. vísir/vilhelm Vísir reyndi fyrir fundinn, eftir bestu getu að draga upp mynd af stöðu mála. Og ræddi við áhrifamann í innsta hring sem lýsti yfir miklum áhyggjum sínum. Hann var reyndar algerlega í öngum sínum. Að kosningabaráttan í tengslum við formannskjörið væri farin úr böndunum og allt stefndi í að í stað þess að fundurinn myndi styrkja böndin þá mættu menn rifnir og tættir frá þeim hildarleik sem í stefndi. Vísir greindi frá því að innan Vinstri grænna væru raddir sem teldu að stjórnarsamstarfið hlyti að liðast undir lok ef Bjarni tapaði. Þá vegna hins mikla trúnaðarsambands sem ríkti milli hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Stuðningsmenn Bjarna tóku sumir hverjir upp það tvíeggja sverð og hófu á loft en erfitt er að fá það til að koma heim og saman að slíkur stuðningur væri hollur. Og víst er að það fór hrollur um margan Sjálfstæðismanninn, stuðningsmann Bjarna,þegar Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi ráðherra og Alþýðubandalagsmaður af gamla skólanum, af öllum mönnum ritaði einskonar stuðningsgrein í Morgunblaðið; hann styddi ríkisstjórnina og þar með Bjarna?! Foringinn Bjarni sýnir styrk sinn Blaðamaður Vísis heyrði ofan í fjölmarga fundarmenn og sitt sýndist hverjum. Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra flokksins, var reyndar pollrólegur. Hann sagði að vissulega væri Gulli sterkur í Reykjavík en ef allt væri reiknað, aðildarfélög í Kraganum og víðs vegar um landið, þá væri Bjarni óneitanlega sigurstranglegri. Illugi Gunnarsson og Elliði Vignisson. Illugi var yfirvegaður og taldi fyrirfram að Bjarni myndi vinna. Vissulega væri Gulli sterkur í borginni og í ýmsum aðildarfélögum en það myndi ekki hrökkva til. Elliði var kátur og ánægður með fundinn.vísir/vilhelm Loft var þannig lævi blandið á föstudaginn og þó stuðlarnir í veðbönkum væru þannig að Bjarni myndi hafa þetta voru þeir sem sett höfðu sinn pening á Gulla býsna bjartsýnir. En þegar Bjarni steig í púlt og setti fundinn hefðu þeir allt eins getað rifið veðmálsmiðann sinn. Gríðarlegur fögnuður braust út og fundarmenn risu úr sætum sínum og hylltu sinn foringja. Lófatakinu ætlaði aldrei að linna. Bjarni var í stuði. Hann skaut í allar áttir, ekki síst á Samfylkinguna en fundur hennar hafði fram til þessa horfið í skuggann vegna spennunnar um kjörið. Öfugsnúið kannski, að Bjarni væri að beina kastljósinu þangað. Sem og það hversu mikinn skít Bjarni gaf í Evrópusambandið, sem er ekki á dagskrá? Nema þetta féll í kramið í salnum. Bjarni lék á als oddi í ræðum sínum. Og eins og sjá má býr Sjálfstæðisflokkurinn vel, fundarstjóri var Birgir Ármannsson forseti Alþingis og honum til aðstoðar eru meðal annars Einar K. Guðfinnsson, fyrrverandi forseti Alþingis og talsmaður samtaka fiskeldisfyrirtækja.vísir/vilhelm Og Bjarni kom óbeint inn á gagnrýni vegna framboðs Gulla sem vakið hefur máls á klofningi innan flokksins, svo sem Viðreisn. Bjarni bauð týndu sauðina velkomna heim, svona svipað og að segja við dóttur sína: Þú ert ljót og leiðinleg en þú ert velkomin heim hvenær sem er. Nokkurn létti mátti greina eftir klukkutíma langa messu formannsins. „Besta ræða Bjarna,“ sögðu fjölmargir landsfundafulltrúar í eyru blaðamanns Vísis. Óskar Magnússon rithöfundur, verseraður Sjálfstæðismaður til áratuga, sagði í samtali við blaðamann Vísis að hann væri náttúrlega svo flottur á velli. Og það höfðaði til flokksmanna. Sem væru „konungshollir,“ eins og Óskar orðaði það. Bugaður aðstoðarmaður en brattur ráðherra Ef horft er út fyrir veggi Laugardalshallar má segja að landsfundur Sjálfstæðisflokksins sé haldinn í skugga afar umdeildrar brottvikningar hælisleitenda af landi brott. En ekki var að merkja að sá skuggi næði að teygja sig inn fyrir veggi hallarinnar. Blaðamaður kom auga á Brynjar Níelsson, aðstoðarmann Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem var fúlskeggjaður og afar þreytulegur, en það var ekki vegna málefna hælisleitenda. Heldur vegna stöðu sinnar sem formaður kjörbréfanefndar. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Líklega einn umdeildasti maður landsins um þessar mundir. En hann lét það sér í léttu rúmi liggja, var fjallbrattur á landsfundi hvar honum, sem og öðrum úr ráðherraliði flokksins var klappað lof í lófa fyrir góð störf. Að undirlagi formannsins.vísir/vilhelm Enn var verið að ganga frá því hverjir fengju að mæta og einn stóð fyrir framan Brynjar og otaði síma sínum að honum: Þarna væri strikamerki og það yrði að ganga frá því að viðkomandi fengi miða. Brynjar sagðist aldrei hafa séð þetta fyrr og hann þyrfti bara að skoða þetta. Blaðamaður náði stuttlega tali af Jóni ráðherra og nefndi að nú væri heldur betur að honum sótt en Jón lét sér hvergi bregða, hann var ekki að leika og sagði að þetta væri bara fínt. Það var eins og hann nærðist á þeim átökum sem verið hafa um þetta mál og lék á als oddi. Ræður frambjóðenda Á laugardegi voru meðal annars á dagskrá framboðsræður þeirra sem í framboði voru; Gulla og Bjarna, Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra, sem var ein í framboði til varaformanns, og svo þeirra þriggja sem tókust á um ritarastöðuna; Vilhjálms Árnasonar, Bryndísar Haraldsdóttur og Helga Áss Grétarssonar. Athyglin var hins vegar öll á formannsefnunum. Hjónin Inga Jóna Þórðardóttir og Geir Haarde fylgjast spennt með þróun mála á fremsta bekk. Sjá mátti fjölda gamalla leiðtoga flokksins á landsfundinum. Davíð Oddsson sást hins vegar ekki en samkvæmt heimildum Vísis þá hafði hann í hyggju að reka inn nefið. Víst er að línur voru ekki skýrar, hver styður hvern. Þannig veit Vísir af tveimur gallhörðum Sjálfstæðisbræðrum sem ætluðu að kjósa sitthvorn frambjóðandann.vísir/vilhelm Barómeterinn var þannig eftir setninguna að á brattann væri að sækja fyrir Gulla. Viðbrögð salarins voru hins vegar afar góð þegar Gulli steig í púlt. Sem vakti vonir í brjóstum hans manna. Ræðu hans var vel tekið og hann vék að því að hlutur Sjálfstæðisflokksins ætti að vera svo miklu meiri í kosningum en raun ber vitni. Víst er að þetta hvílir þungt á mörgum flokkshollum Sjálfstæðismanninum sem horfir til fyrri velmektarára flokksins. Þegar hann mátti búast við um 40 prósentum greiddra atkvæða í Alþingiskosningum. Í formennsku Bjarna hefur flokkurinn verið að skjóta sér yfir tuttugu prósentin sem margir flokksmenn telja óásættanlegt. Og sé litið til hins tilkomumikla landsfundar, stjórmálasamkomu sem enginn annar flokkur á Íslandi getur svo mikið sem látið sig dreyma um að halda, má vissulega segja að þar sé misræmi. Á móti koma áhyggjur af ríkisstjórnarsamstarfinu, Bjarna hefur tekist að halda flokknum við ríkisstjórnarborðið og það er fyrir mestu. Segja má að þarna hafi hin raunverulega togstreita legið. Guðlaugur Þór ásamt eiginkonu sinni Ágústu Johnsen á fremsta bekki. Þó hann hafi tapað í viðureigninni við Bjarna þá er það mat stjórnmálaskýrenda að hann hafi styrkt stöðu sína innan flokksins.vísir/vilhelm Viðtökur við ræðu Gulla voru afar góðar. Og þegar Bjarni mætti í púltið stóð salurinn upp og klappaði foringjanum lof í lófa. Og það var á slíkum stundum sem landsfundurinn tók á sig mynd trúarsamkomu. Bjarni var afslappaður, léttur og byrjaði á því að þakka fyrir síðast, frá í partíinu kvöldið áður. Hann tók svo upp þráðinn frá deginum áður, gaf skít í Evrópuaðild, Samfylkinguna og Björn Leví Gunnarsson Pírata. Í ræðum hafði verið hamrað á því að Sjálfstæðisflokknum bæri að framfylgja sjálfstæðisstefnunni í hvívetna og því kom það blaðamanni á óvart að heyra Bjarna nefna „Leiðréttinguna“ á lista yfir sín helstu afrek. Leiðréttingin hlýtur að vera allt sem Sjálfstæðisflokkurinn er ekki um, risavaxin ríkisafskipti þar sem tilteknu mengi þegna eru færðar risavaxnar fjárhæðir úr sameiginlegum sjóðum. En þegar allt er saman lagt er ekkert fyrirbæri eins snjallt og að mála yfir það sem heita má þversögn og Sjálfstæðisflokkurinn. Um það mætti skrifa langt mál. Og rétt kjörinn formaður er … Ef blaðamaður Vísis væri dómari í Orator-keppni hefði hann gefið Gulla betri einkunn. Miðað við viðbrögðin í Höllinni virtist Bjarni hafa vinninginn en það var þó ekki svo að niðurstaðan lægi fyrir. Nú átti eftir að koma í ljós hvort Gulli væri eins mikill kafbátur og menn vildu meina? Úrslitin voru langt í frá ráðin. Kosningin var eftir, fordrykkir, hátíðarkvöldverður og partí langt fram á nóttu. Sjálfstæðismenn kunna að virkja sitt fólk. Það var því veruleg spenna í Höllinni á sunnudaginn þegar kosið var og úrslitin voru kynnt af Kristínu Edwald, formanni kjörstjórnar. „Alls voru greidd 1.712 atkvæði. Hlaut Bjarni 1.010 atkvæði …“ Kristín hafði ekki fyrr sleppt orðinu en gríðarleg fagnaðarlæti brutust út. Allt ætlaði um koll að keyra. Guðlaugur Þór fékk 687 atkvæði eða rúm 40 prósent. Bjarni er réttkjörinn formaður eftir sem áður. Báðir unnu Hvað þýðir þetta svo allt? Hvað verður? Jú, áhyggjur um að flokksmenn myndu koma rifnir og tættir af fundi og flokkurinn klofinn reyndust ástæðulausar. Bæði Bjarni og Gulli höfðu lagt áherslu á það í ræðum sínum. Og í raun má segja að formannsslagurinn hafi vakið miklu meiri athygli á fundinum en annars hefði verið. Þannig eflt flokkinn ef eitthvað er. Fjöldi ályktana voru bornar undir fundinn þar sem hert var upp á ýmsum stefnumálum flokksins. Við atkvæðagreiðsluna var bláa já-ið talsvert meira áberandi en rauða nei-ið sem lýsir því að flokksmenn almennt voru samstiga. En þó var tekist í nefndum, Guðlaugur Þór rifjaði í ræðu sinni upp sögu af því þegar hann var að ræða við Svan Kristjánsson stjórnmálafræðikennara við Háskólann, sem sagði að það væri merkilegt við Sjálfstæðismenn að þeir gætu rifist eins og hundur og köttur en væru svo alltaf sameinaðir út á við. Og það væri óþolandi. En óneitanlega féllu ályktanir fundarins í skuggann af formannsslagnum.vísir/vilhelm Flokksmenn héldu glaðir og reifir af fundi sem Kjartan Magnússon borgarfulltrúi hafði áður lýst í eyru blaðamanns Vísis að kæmist næst því að vera í líkingum við alþingi til forna og langborðin sem sett höfðu upp mætti segja að væru sem búðir á Þingvöllum. Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði segir að báðir hafi þeir Gulli og Bjarni styrkt stöðu sína. Hvernig má það vera? Jú, það skiptir máli hvernig Gulli tapaði. Ef hann hefði fengið mikið undir fjörutíu prósentum mætti meta það sem svo að hann væri sem stjórnmálamaður laskaður. Yfir fjörutíu prósent þýðir hins vegar að hann hefur sýnt styrk sem ekki verður fram hjá litið. Guðlaugur Þór haltrar úr Höllinni, hvergi þó nærri af baki dottinn.vísir/vilhelm Baldur Hermannsson, sem lengi var góður og gegn Sjálfstæðismaður þó hann skilgreini sig sem óháðan hægri mann og var því ekki á fundinum, býður vinum sínum á Facebook upp á greiningu að hætti hússins, sem sjá má hér neðar. Baldur veit lengra en nef hans nær: „Bjarni Ben fær gula spjaldið en þó ekki rautt ... 59% þegar flokkurinn er í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi er ekkert annað en vel úti látin eyrnafíkja og áminning þess efnis að frammistaða hans í formannsembætti sé engan veginn nógu góð. Guðlaugur fær 40% sem er á sinn hátt stórsigur og skipar honum ótvírætt með þungavikturum flokksins og þeir eru ekki margir ... sárafáir ef satt skal segja. Framboð Gulla var í rauninni bara sjónleikur, Gulli gerði sér aldrei neinar vonir um að sigra Bjarna og árangur hans er betri en hann þorði að vona. Takmark hans var að fá ótvíræða viðurkenningu flokksins sem þungaviktarmaður og verðugur arftaki Bjarna og því marki náði hans. Sú snjalla hernaðaráætlun að Bjarni drægi sig út úr pólitíkinni fyrir næsta Landsfund, Þórdís Reykfjörð tæki við sem formaður og byði sig síðan formlega fram til forystu 2024 er þar með komin út á flughálan ís og í raun er staðan innan flokksforystunnar í algjöru uppnámi þótt yfirborðið sé rennislétt og allir hjali mærðarlega um samheldni og eindrægni. Það verður gaman að sjá hvernig spilast úr þessu! Samsæriskenningar og vangaveltur Ekki verður við þessa samantekt skilið án þess að bjóða upp á eins og eina samsæriskenningu. Baldur imprar á nokkru sem Vísir hefur heyrt fleygt. Viðvarandi orðrómur hefur verið uppi um að Bjarni vilji draga sig í hlé og snúa sér að öðru. Hann nenni þessu ekki. Sá orðrómur hefur verið lengi á kreiki og að einhverju leyti má segja að framboð Gulla styðji við hann; Bjarni hefur ekki ræktað grasrótina sem neinu nemur. En vert er að geta þess að Bjarni hefur staðfastlega neitað þessu. Þeir tveir tilheyra hins vegar sitthvorum arminum í flokknum og það sem samsæriskenningasmiðir vilja meina er að fyrir liggi áætlun sem gangi út á að Bjarni dragi sig í hlé, ári fyrir næstu kosningar. Þá taki varaformaðurinn Þórdís Kolbrún við, hún fái svigrúm til að máta sig við stólinn. Og óðs manns æði væri fyrir Gulla að fara fram gegn henni. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var endurkjörin sem varaformaður flokksins. Samsæriskenningasmiðir hafa gefið sér að hún sé af Bjarna-armi flokksins talin sú sem muni taka við flokknum þegar formannstíð Bjarna lýkur. En ekki er víst að Gullarnir telji það sjálfgefið. Niðurstaða í formannskjöri þýðir að enn ríkir óvissa um þetta.vísir/vilhelm Fyrir það hafi Bjarni viljað girða, hugsanlegt framboð Gulla, en ásættanleg niðurstaða hans raski hins vegar þeim fyrirætlunum. Þá á eftir að koma í ljós hversu traustum fótum ríkisstjórnarsamstarfið stendur. Verið gæti að þær áhyggjur af því sem Vinstri græn töluðu um liggi dýpra en svo að þær snúist eingöngu um formannskjör hjá Sjálfstæðisflokknum. Víst er að hælisleitendamálið er þannig vaxið að mörg Vinstri græn yrðu þeirri stundu fengnust að flokkurinn færi úr ríkisstjórn, að formannskjörið hafi verið fyrirsláttur eða átylla. Landsfundaályktanir í skugganum Hvað sem verður og hvað sem öðru líður er víst að Sjálfstæðisflokkurinn sýndi styrk sinn um helgina. Þar voru saman komnir útgerðarmenn og bændur, rithöfundur og fjársýslumenn, ungir sem aldnir á heimsins mesta lýðræðisveisla, segja Sjálfstæðismenn – í það minnsta miðað við höfðatölu. Kristín Edwald hafði ýmsum hnöppum að hneppa sem formaður kjörstjórnar. Þegar hún kynnti niðurstöðuna í formannskjörinu fagnaði salurinn eins og Ísland hafi skorað mark á lokamínútu í mikilvægum handboltaleik. Hér ber hún saman bækur sínar við Birgi Ármannsson fundarstjóra.vísir/vilhelm Og þó pólitískir andstæðingar vilji ekki gefa mikið fyrir þetta, láti sér fátt um finnast eða vilji atyrða samkomuna þá verða slík högg aldrei þung. Og Bjarni er langbesti stjórmálamaðurinn að mati margra landsfundarfulltrúa: Hið mikla málefnastarf sem margir Sjálfstæðismenn hefðu viljað halda til haga, ályktanir landsfundar, féllu í skugga átakanna um formannsstólinn. Þar kennir ýmissa grasa. Flokkurinn hamraði á andstöðu sinni við inngöngu í Evrópusambandið, sem þó er ekki á dagskrá og flokkurinn samþykkti að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni færi hvergi. Ekki víst að flokksmenn séu að gera Hildi Björnsdóttur oddvita flokksins í borginni mikinn greiða með því. Og þannig má áfram telja. Bjarni sagði að hann væri tilbúinn í harðan slag í sókn og vörn til að keyra fram það sem landsfundurinn byði. Svipmyndir frá Landsfundi Að endingu er hér myndaveisla en Vilhelm Gunnarsson ljósmyndari náði að festa nokkra fundarmenn á filmu og grípa stemmninguna.
„Bjarni Ben fær gula spjaldið en þó ekki rautt ... 59% þegar flokkurinn er í farsælu ríkisstjórnarsamstarfi er ekkert annað en vel úti látin eyrnafíkja og áminning þess efnis að frammistaða hans í formannsembætti sé engan veginn nógu góð. Guðlaugur fær 40% sem er á sinn hátt stórsigur og skipar honum ótvírætt með þungavikturum flokksins og þeir eru ekki margir ... sárafáir ef satt skal segja. Framboð Gulla var í rauninni bara sjónleikur, Gulli gerði sér aldrei neinar vonir um að sigra Bjarna og árangur hans er betri en hann þorði að vona. Takmark hans var að fá ótvíræða viðurkenningu flokksins sem þungaviktarmaður og verðugur arftaki Bjarna og því marki náði hans. Sú snjalla hernaðaráætlun að Bjarni drægi sig út úr pólitíkinni fyrir næsta Landsfund, Þórdís Reykfjörð tæki við sem formaður og byði sig síðan formlega fram til forystu 2024 er þar með komin út á flughálan ís og í raun er staðan innan flokksforystunnar í algjöru uppnámi þótt yfirborðið sé rennislétt og allir hjali mærðarlega um samheldni og eindrægni. Það verður gaman að sjá hvernig spilast úr þessu!