Var með Ariönu Grande á milli brjóstanna í hópkynlífssenu á Ítalíu Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 13:30 Ólafur Darri rifjar upp furðulegasta atriði sem hann hefur leikið í. Það var hópkynlífssena með Owen Wilson og Ariönu Grande í kvikmyndinni Zoolander 2. Getty/Stephanie Cardianale/Steve Granitz „Ég er svona einn af þessum leikurum sem er athyglissjúkur intróvert,“ segir Ólafur Darri Ólafsson. Ólafur var gestur Gústa B í Veislunni á FM957 þar sem hann ræddi meðal annars um vináttu hans og Ben Stillers, fyrstu kynnin við Jennifer Aniston og hópkynlífssenu sem hann lék í með Owen Wilson og tónlistarkonunni Ariönu Grande. Ólafur fer með hlutverk í myndinni Sumarljós og svo kemur nóttin sem sýnd er í kvikmyndahúsum þessa dagana. „Mér fannst þessi mynd æðisleg - og ég er ekkert vanur að segja þetta um myndir sem ég leik í,“ segir hann, enda myndin byggð á einni af uppáhalds bókum Ólafs. Sjá einnig: Dynjandi lófatak á frumsýningu Sumarljós og svo kemur nóttin Nándarþjálfarar kynntir til leiks í kjölfar Me Too Í myndinni er þó nokkuð um nándar- og nektarsenur og segist Ólafur vel geta skilið að fólk sé forvitið um hvernig tökur á slíkum senum fara fram. „Þetta er náttúrlega mjög skrítinn hluti af starfinu. Ég er iðulega allsber í kvikmyndum eða leikhúsi. Þetta er ekkert sérlega skemmtilegt. Þetta er örugglega erfiðast ef maður kann ekki vel við manneskjuna sem maður þarf að eiga í djúpu ástarsambandi við.“ Ólafur segist hafa heyrt af mörgum svoleiðis tilfellum úr bransanum, þó svo hann hafi aldrei lent í því sjálfur. Hann segir þó að umgjörðin í kringum svona senur hafi breyst mikið í kjölfar Me Too-byltingarinnar. „Það eru komnar svona betri leikreglur í þessu. Það eru líka komnir svokallaðir nándarþjálfarar. Það er fólk sem tekur að sér að vera svona milliliður og ákveða hvað á að gera og hvernig. Ef það stendur í handritinu að við eigum að kyssast og sofa saman, þá hittast þær manneskjur og þá er talað um það hvernig þetta verður gert. Erum við að fara kysstast með tungu eða ekki? Ef ég kem við þig, er ég þá að fara koma við brjóstið á þér?,“ útskýrir Ólafur. Þannig sé tekin sameiginleg ákvörðun um það hvernig þessi atriði fari fram til þess að öllum líði sem best. Blóðgaði Ben Stiller og hélt að hann yrði rekinn Ólafur hefur leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri, bæði hérlendis og erlendis. Hefur hann þar af leiðandi umgengst mikið af frægustu leikurum heims. Hann lék í kvikmyndinni Secret Life of Walter Mitty árið 2013 og rifjar hann það upp þegar hann hitti leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Ben Stiller, í fyrsta sinn í prufum fyrir myndina. Þá átti hann að leika á móti Stiller og áttu þeir meðal annars að æfa slagsmálasenu. „Ben er ekkert stærsti maðurinn í heiminum sko. Á meðan ég þarf að passa hvar ég sest, ég er svo mikið tröll,“ segir Ólafur sem kunni ekki við það að taka á Stiller. Það fór þó svo að Ólafur landaði hlutverkinu. Við tökur á slagsmálasenunni blóðgaði hann Stiller og var hann handviss um að hann yrði rekinn. Svo varð þó aldeilis ekki og úr varð mikil vinátta á milli Ólafs Darra og Ben Stillers. „Ben elskar Ísland. Honum finnst þetta æðislegt land og ég veit að hann myndi stökkva á það hratt og örugglega ef hann fengi tækifæri til þess að gera aðra bíómynd á Íslandi. Hann er frábær leikstjóri. Hann hjálpaði mér svo mikið.“ „Jennifer Aniston er dásemd“ Aðspurður hvenær Ólafur hafi verið hvað mest stjörnustrokinn (e. starstruck) segir hann það hafa verið þegar hann hitti leikkonuna Jennifer Aniston í fyrsta sinn. „Ég hitti hana fyrst þegar hún var í tökum í New York. Ég var sem betur fer með sólgleraugu, augun sukku bara í miðjuna fyrir aftan sólgleraugun. Konan mín var með mér og hún talaði við Jennifer á meðan ég sagði bara svona þrjú orð.“ Sjá: Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ Leiðir þeirra lágu svo saman á ný þegar þau fóru bæði með hlutverk í myndinni Murder Mistery árið 2019. Ólafur Darri kom varla upp orði þegar hann hitti stórleikkonuna Jennifer Aniston í fyrsta sinn.Getty/Amy Sussman Ólafur rifjar það upp þegar dætur hans heimsóttu hann á settið og hann kynnti þær fyrir Aniston. Það var svo ekki fyrr en um tveimur árum síðar, þegar eldri dóttir hans byrjaði að horfa á Friends, sem hún áttaði sig á því hvaða kona þetta hefði verið sem hún hefði hitt. „Jennifer er algjör dásemd. Ég elskaði Friends svo mikið, ég hef örugglega horft á það átta sinnum í gegn. Þannig ég dýrka hana. Mér finnst hún bara svo stórkostleg,“ segir Ólafur. Lék í hópkynlífssenu með Ariönu Grande Í þættinum rifjar Ólafur upp eina skrautlegustu senu sem hann hefur leikið í á sínum ferli. Þá var hann staddur á Ítalíu við tökur á kvikmyndinni Zoolander 2. „Þetta er svona fyndnasta „namedrop“ atriði sem ég hef verið í. Mér leið svolítið eins og ég væri inni í Bjössa Bollu brandaranum í Fóstbræðrum. Þarna var ég sem sagt að leika í hópkynlífssenu með Ariönu Grande. Á einhverjum tímapunkti var hún svona á milli brjóstanna á mér,“ rifjar Ólafur upp. Þá voru fleiri stórleikarar í atriðinu eins og Owen Wilson, Susan Sarandon og Kiefer Sutherland. Drakk sódavatn og hlustaði á Kiefer spila á gítar „Ég man að ég var að labba út úr trailernum mínum og þá situr Kiefer Sutherland þar og er að spila á gítar og sest hjá honum og fæ mér eina sódó og hlusta á Kiefer spila á gítar,“ en hann segir það hafa verið afar óraunverulegt augnablik. Ólafur segist hins vegar ekki hafa verið stjörnustrokinn þegar hann hitti Ariönu Grande. Honum þyki þetta merkilegra í dag en honum þótti þá. „Ég hef hlustað miklu meira á hana eftir þetta. Hún var alveg yndisleg og henni fannst ekkert erfitt að koma á milli brjóstanna á mér. En þetta var alveg fáránlegasta sena sem ég hef leikið í.“ Hér að neðan má hlusta á Veisluna með Gústa B í heild sinni en viðtalið við Ólaf Darra hefst á mínútu 1:04:34. Bíó og sjónvarp Hollywood FM957 Tengdar fréttir Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49 Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. 19. júlí 2022 13:02 Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00 Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: „Mamma mín bara bjargaði lífi mínu“ Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. 16. júní 2020 11:29 Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ „Mín svona "star struck“ saga er mjög fyndin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar talaði hann um frægðina og sérstaklega um nýjustu mynd sína. 23. október 2015 15:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Ólafur fer með hlutverk í myndinni Sumarljós og svo kemur nóttin sem sýnd er í kvikmyndahúsum þessa dagana. „Mér fannst þessi mynd æðisleg - og ég er ekkert vanur að segja þetta um myndir sem ég leik í,“ segir hann, enda myndin byggð á einni af uppáhalds bókum Ólafs. Sjá einnig: Dynjandi lófatak á frumsýningu Sumarljós og svo kemur nóttin Nándarþjálfarar kynntir til leiks í kjölfar Me Too Í myndinni er þó nokkuð um nándar- og nektarsenur og segist Ólafur vel geta skilið að fólk sé forvitið um hvernig tökur á slíkum senum fara fram. „Þetta er náttúrlega mjög skrítinn hluti af starfinu. Ég er iðulega allsber í kvikmyndum eða leikhúsi. Þetta er ekkert sérlega skemmtilegt. Þetta er örugglega erfiðast ef maður kann ekki vel við manneskjuna sem maður þarf að eiga í djúpu ástarsambandi við.“ Ólafur segist hafa heyrt af mörgum svoleiðis tilfellum úr bransanum, þó svo hann hafi aldrei lent í því sjálfur. Hann segir þó að umgjörðin í kringum svona senur hafi breyst mikið í kjölfar Me Too-byltingarinnar. „Það eru komnar svona betri leikreglur í þessu. Það eru líka komnir svokallaðir nándarþjálfarar. Það er fólk sem tekur að sér að vera svona milliliður og ákveða hvað á að gera og hvernig. Ef það stendur í handritinu að við eigum að kyssast og sofa saman, þá hittast þær manneskjur og þá er talað um það hvernig þetta verður gert. Erum við að fara kysstast með tungu eða ekki? Ef ég kem við þig, er ég þá að fara koma við brjóstið á þér?,“ útskýrir Ólafur. Þannig sé tekin sameiginleg ákvörðun um það hvernig þessi atriði fari fram til þess að öllum líði sem best. Blóðgaði Ben Stiller og hélt að hann yrði rekinn Ólafur hefur leikið í hverri stórmyndinni á fætur annarri, bæði hérlendis og erlendis. Hefur hann þar af leiðandi umgengst mikið af frægustu leikurum heims. Hann lék í kvikmyndinni Secret Life of Walter Mitty árið 2013 og rifjar hann það upp þegar hann hitti leikstjóra og aðalleikara myndarinnar, Ben Stiller, í fyrsta sinn í prufum fyrir myndina. Þá átti hann að leika á móti Stiller og áttu þeir meðal annars að æfa slagsmálasenu. „Ben er ekkert stærsti maðurinn í heiminum sko. Á meðan ég þarf að passa hvar ég sest, ég er svo mikið tröll,“ segir Ólafur sem kunni ekki við það að taka á Stiller. Það fór þó svo að Ólafur landaði hlutverkinu. Við tökur á slagsmálasenunni blóðgaði hann Stiller og var hann handviss um að hann yrði rekinn. Svo varð þó aldeilis ekki og úr varð mikil vinátta á milli Ólafs Darra og Ben Stillers. „Ben elskar Ísland. Honum finnst þetta æðislegt land og ég veit að hann myndi stökkva á það hratt og örugglega ef hann fengi tækifæri til þess að gera aðra bíómynd á Íslandi. Hann er frábær leikstjóri. Hann hjálpaði mér svo mikið.“ „Jennifer Aniston er dásemd“ Aðspurður hvenær Ólafur hafi verið hvað mest stjörnustrokinn (e. starstruck) segir hann það hafa verið þegar hann hitti leikkonuna Jennifer Aniston í fyrsta sinn. „Ég hitti hana fyrst þegar hún var í tökum í New York. Ég var sem betur fer með sólgleraugu, augun sukku bara í miðjuna fyrir aftan sólgleraugun. Konan mín var með mér og hún talaði við Jennifer á meðan ég sagði bara svona þrjú orð.“ Sjá: Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ Leiðir þeirra lágu svo saman á ný þegar þau fóru bæði með hlutverk í myndinni Murder Mistery árið 2019. Ólafur Darri kom varla upp orði þegar hann hitti stórleikkonuna Jennifer Aniston í fyrsta sinn.Getty/Amy Sussman Ólafur rifjar það upp þegar dætur hans heimsóttu hann á settið og hann kynnti þær fyrir Aniston. Það var svo ekki fyrr en um tveimur árum síðar, þegar eldri dóttir hans byrjaði að horfa á Friends, sem hún áttaði sig á því hvaða kona þetta hefði verið sem hún hefði hitt. „Jennifer er algjör dásemd. Ég elskaði Friends svo mikið, ég hef örugglega horft á það átta sinnum í gegn. Þannig ég dýrka hana. Mér finnst hún bara svo stórkostleg,“ segir Ólafur. Lék í hópkynlífssenu með Ariönu Grande Í þættinum rifjar Ólafur upp eina skrautlegustu senu sem hann hefur leikið í á sínum ferli. Þá var hann staddur á Ítalíu við tökur á kvikmyndinni Zoolander 2. „Þetta er svona fyndnasta „namedrop“ atriði sem ég hef verið í. Mér leið svolítið eins og ég væri inni í Bjössa Bollu brandaranum í Fóstbræðrum. Þarna var ég sem sagt að leika í hópkynlífssenu með Ariönu Grande. Á einhverjum tímapunkti var hún svona á milli brjóstanna á mér,“ rifjar Ólafur upp. Þá voru fleiri stórleikarar í atriðinu eins og Owen Wilson, Susan Sarandon og Kiefer Sutherland. Drakk sódavatn og hlustaði á Kiefer spila á gítar „Ég man að ég var að labba út úr trailernum mínum og þá situr Kiefer Sutherland þar og er að spila á gítar og sest hjá honum og fæ mér eina sódó og hlusta á Kiefer spila á gítar,“ en hann segir það hafa verið afar óraunverulegt augnablik. Ólafur segist hins vegar ekki hafa verið stjörnustrokinn þegar hann hitti Ariönu Grande. Honum þyki þetta merkilegra í dag en honum þótti þá. „Ég hef hlustað miklu meira á hana eftir þetta. Hún var alveg yndisleg og henni fannst ekkert erfitt að koma á milli brjóstanna á mér. En þetta var alveg fáránlegasta sena sem ég hef leikið í.“ Hér að neðan má hlusta á Veisluna með Gústa B í heild sinni en viðtalið við Ólaf Darra hefst á mínútu 1:04:34.
Bíó og sjónvarp Hollywood FM957 Tengdar fréttir Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49 Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. 19. júlí 2022 13:02 Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00 Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: „Mamma mín bara bjargaði lífi mínu“ Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. 16. júní 2020 11:29 Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ „Mín svona "star struck“ saga er mjög fyndin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar talaði hann um frægðina og sérstaklega um nýjustu mynd sína. 23. október 2015 15:30 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Fyrsta sýnishornið úr Sumarljós og svo kemur nóttin Lokamynd RIFF í ár er kvikmyndin Sumarljós og svo kemur nóttin. Leikstjóri og handritshöfundur er Elfar Aðalsteins. Myndin er byggð á skáldsögu Jóns Kalman Stefánssonar sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2006. 21. september 2022 15:49
Stiller og Ólafur Darri féllust í faðma við endurfundi Leikarinn Ben Stiller var staddur hér á landi í vikunni ásamt leikaranum Ólafi Darra Ólafssyni. Þeir féllust í faðma þegar þeir hittust í Stykkishólmi í fyrsta sinn í langan tíma. 19. júlí 2022 13:02
Dásamleg tilfinning að losa sig við skömmina og upplifa frelsi ,,Ég var tiltölulega snemma kominn í tómt tjón í fjármálum, lifði langt um efni fram og skuldaði mikið og á mörgum stöðum. Ég man mjög gaumgæfilega eftir þessari endalausu tilfinningu, þessu ótrúlega nagandi samviskubit sem fylgdi því að eiga ekki fyrir reikningunum mínum.“ 26. mars 2021 08:00
Ólafur Darri ræðir um geðlyfjanotkun: „Mamma mín bara bjargaði lífi mínu“ Ólafur Darri Ólafsson er líklega þekktasti leikari Íslands. Hann er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Þar ræðir hann um listina, geðlyfjanotkun, dýpstu dalina og hæstu hæðirnar. 16. júní 2020 11:29
Þegar Ólafur Darri hitti Jennifer Aniston: „Stóð bara slefandi þarna og gat ekki sagt orð“ „Mín svona "star struck“ saga er mjög fyndin,“ segir Ólafur Darri Ólafsson, sem var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar talaði hann um frægðina og sérstaklega um nýjustu mynd sína. 23. október 2015 15:30