„Áunninn athyglisbrestur er ekki til“ Stefán Árni Pálsson og Þórdís Valsdóttir skrifa 27. október 2022 10:30 Anna Tara hefur rannsakað ADHD meira en flestir hér á landi. Á samfélagsmiðlum á borð við TikTok er að finna fjöldann allan af myndböndum þar sem einkennum ADHD er lýst. Þegar leitað er að myllumerkinu ADHD má sjá að slík myndbönd hafa fengið yfir 16 milljarða áhorfa. Margir samsama sig við slík myndbönd og telja einkennin eiga við um sig. Oft eru talin upp mjög almenn einkenni í myndböndunum sem geta bæði átt við einstaklinga sem eru með ADHD og ekki. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið en þar var rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur og Önnu Töru. Þegar ADHD ber á góma er oft talað um að flest okkar getum verið gleymin og utan við okkur en er áunninn athyglisbrestur til? „Áunninn athyglisbrestur er ekki til,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Hún segir einnig að skjánotkun geti ekki valdið athyglisbresti en að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að vera með meiri og hraðari skjánotkun til þess að sækja í örvun. Anna Tara segir að vinsæl TikTok myndbönd þar sem einkennum ADHD eru gerð skil geri meira gagn en ógagn og geti hjálpað einstaklingum með ógreint ADHD að átta sig á því hver einkennin eru. „Það á enginn að vera að greina sig sjálfur, þig getur grunað en svo áttu að fara til fagaðila,“ segir hún en bætir þó við að henni þyki fagaðilar hér á landi ekki alltaf hafa nægilega menntun til þess að annast ADHD greiningar. Hún telur aukna umræðu vera af hinu góða en hún segir skilninginn á ADHD ekki nægilegan og að umræðan einkennist af skort á samúð. „Það er alltaf eins og fólk sé að væla yfir engu og fólk skilur ekki hvað ADHD getur verið hamlandi,“ segir hún. Það geti fært fólki aukin lífsgæði að fá meðferð við röskuninni. Mjög dýrt Anna Tara segir að þrátt fyrir aukna vitund um ADHD og aukningu í ADHD greiningum fullorðinna sé þó langt í land. „Heldur betur ef þú vilt hafa minni samfélagslegan kostnað, því það er mjög dýrt að meðhöndla ekki ADHD, og ef þér er annt um vellíðan fólks og börnin þeirra, að þau eigi öll sem best lífsgæði, þá ætti hjálpin að koma strax,“ segir Anna Tara. Hér á landi er ekki til nein tölfræði um hversu margir eru greindir með ADHD heldur einungis tölfræði um það hversu margir taki lyf. Anna Tara gagnrýnir það harðlega að umræðan snúist einungis um lyfjanotkun og kallar eftir tölum um greiningar. „Mér finnst ekki hægt að bera saman lyfjanotkun milli landa ef við erum ekki með tölur um greiningar,“ segir Anna Tara og segir að ef fleiri Íslendingar taki lyf sé það til marks um það að við séum að sinna málaflokknum betur en nágrannalönd okkar. Rætt er við Önnu Töru í innslaginu hér að neðan en viðtalið við hana hefst þegar um sjö mínútur eru liðnar af þættinum. Ísland í dag Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sjá meira
Margir samsama sig við slík myndbönd og telja einkennin eiga við um sig. Oft eru talin upp mjög almenn einkenni í myndböndunum sem geta bæði átt við einstaklinga sem eru með ADHD og ekki. Fjallað var um málið í Íslandi í dag á Stöð 2 á þriðjudagskvöldið en þar var rætt við Svanhildi Hólm Valsdóttur og Önnu Töru. Þegar ADHD ber á góma er oft talað um að flest okkar getum verið gleymin og utan við okkur en er áunninn athyglisbrestur til? „Áunninn athyglisbrestur er ekki til,“ segir Anna Tara Andrésdóttir doktorsnemi í heila-, hugarstarfsemi og hegðun við Háskólann í Barcelona. Hún segir einnig að skjánotkun geti ekki valdið athyglisbresti en að einstaklingar með ADHD séu líklegri til að vera með meiri og hraðari skjánotkun til þess að sækja í örvun. Anna Tara segir að vinsæl TikTok myndbönd þar sem einkennum ADHD eru gerð skil geri meira gagn en ógagn og geti hjálpað einstaklingum með ógreint ADHD að átta sig á því hver einkennin eru. „Það á enginn að vera að greina sig sjálfur, þig getur grunað en svo áttu að fara til fagaðila,“ segir hún en bætir þó við að henni þyki fagaðilar hér á landi ekki alltaf hafa nægilega menntun til þess að annast ADHD greiningar. Hún telur aukna umræðu vera af hinu góða en hún segir skilninginn á ADHD ekki nægilegan og að umræðan einkennist af skort á samúð. „Það er alltaf eins og fólk sé að væla yfir engu og fólk skilur ekki hvað ADHD getur verið hamlandi,“ segir hún. Það geti fært fólki aukin lífsgæði að fá meðferð við röskuninni. Mjög dýrt Anna Tara segir að þrátt fyrir aukna vitund um ADHD og aukningu í ADHD greiningum fullorðinna sé þó langt í land. „Heldur betur ef þú vilt hafa minni samfélagslegan kostnað, því það er mjög dýrt að meðhöndla ekki ADHD, og ef þér er annt um vellíðan fólks og börnin þeirra, að þau eigi öll sem best lífsgæði, þá ætti hjálpin að koma strax,“ segir Anna Tara. Hér á landi er ekki til nein tölfræði um hversu margir eru greindir með ADHD heldur einungis tölfræði um það hversu margir taki lyf. Anna Tara gagnrýnir það harðlega að umræðan snúist einungis um lyfjanotkun og kallar eftir tölum um greiningar. „Mér finnst ekki hægt að bera saman lyfjanotkun milli landa ef við erum ekki með tölur um greiningar,“ segir Anna Tara og segir að ef fleiri Íslendingar taki lyf sé það til marks um það að við séum að sinna málaflokknum betur en nágrannalönd okkar. Rætt er við Önnu Töru í innslaginu hér að neðan en viðtalið við hana hefst þegar um sjö mínútur eru liðnar af þættinum.
Ísland í dag Mest lesið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Lífið Edrú í eitt ár Lífið Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Menning Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sjá meira