Ítölsk notalegheit á Nesinu Ráðagerði 24. október 2022 11:32 Maturinn í Ráðagerði leikur við bragðlaukana. Hann er með ítölsku ívafi og samanstendur matseðillinn af fjölbreyttum smáréttum og ómótstæðilegum pítsum. Gamall bóndabær úti á Nesi er orðinn einn ástsælasti veitingastaður borgarinnar. Andrúmsloftið er heimilislegt og ítölsk matarstemmingin leikur við bragðlaukana. Einstakt útsýni til Snæfellsjökuls og út á Sundin blá tekur á móti gestum. Ráðagerði er veitingastaður vikunnar á Vísi. Húsið er byggt á árunum 1880 til 1885. Útsýni er til Snæfellsjökuls og út á sundin blá. „Við opnuðum Ráðagerði þann 31. maí á þessu ári og viðtökurnar hafa verið frábærar. Eftir svona langt ferli er mjög gefandi að sjá gamla vini hittast hér og slá borðum sínum saman, þjóna saumaklúbbum, golfurum og vinnustaðahópum sem hafa getað notið sín vel í mat og drykk og setið langt fram eftir. Við viljum einmitt þessa stemmningu, hverfisstemmningu og notalegheit,“ segir Gísli Björnsson en hann rekur Ráðagerði ásamt þeim Viktori Má Kristjánssyni og Jóni Ágúst Hreinssyni. Sjarmi hússin liggur í smáatriðunum. Timburstoðirnar fá að njóta sín. Gísli segir gamlan sjarma hússins leika lykilhlutverk í upplifun gesta en húsið á sér langa sögu, byggt á árunum 1880 – 85. Árið 1997 var það gert upp og í því bjó fjölskyldufólk þar til þremenningarnir tóku við því. Má meðal annars sjá ummerki þess enn, hæðarmælingar krakkanna eru merktar með blýanti á hlaðinn skorsteininn og þær fengu að halda sér. „Við lökkuðum bara yfir það með glæru,“ segir Gísli. „Við vildum halda upprunalegu útliti, öllum þessum díteilum, timburstoðum og fallegu listum sem einkenna húsið. Fyrri ábúandi kíkir út um glugga á mynd. Við staðsettum eldhúsið því í bílskúrnum og byggðum tengingu á milli húsanna. Við vorum orðnir byggingasérfræðingar á tímabili,“ segir Gísli og viðurkennir að vinnustundirnar hafi verið orðnar ansi margar þegar loks kom að opnun. „Við erum miklir bjartsýnismenn að eðlisfari og höfum allir unnið lengi í veitingabransanum, byrjuðum 15 ára og höfum komið víða við. Maður sankar að sér reynslu og Ráðagerði er lifandi verkefni. Við stefnum á að reisa gróðurhús hérna á lóðinni þar sem verður hægt að sitja og njóta útsýnisins og borða,“ segir Gísli. Súrdeigið í pítsurnar er látið kaldhefast í þrjá daga áður en þær eru eldbakaðar. Ítalskir smáréttir og súrdeigspitsur Maturinn í Ráðagerði leikur við bragðlaukana. Hann er með ítölsku ívafi og samanstendur matseðillinn af fjölbreyttum smáréttum og ómótstæðilegum pítsum. „Við gerum út á ítölsku antipasti-menninguna. Við Viljum hafa fjölbreytta rétti á borðinu og marga, fullt borð af mat. Þá getur fólk smakkað allskonar ólíka rétti og talað saman um matinn. Pítsurnar eru súrdeigspítsur en við látum deigið kaldhefast í þrjá daga áður en pitsurnar eru síðan eldbakaðar. Það gefur einstakt bragð. Við vorum í heilt ár að þróa uppskriftina,“ segir Gísli. Mikill metnaður er lagður í matseðilinn. Um helgar er boðið upp á skemmtilegan og fjölbreyttan brunch og að þá eru spennandi breytingar á matseðlinum framundan. „Við munum bæta spennandi réttum við á allra næstu dögum. Hægt er að nálgast okkur og matseðilinn á instagram og á facebook og svo verður heimasíðan okkar radagerdi.is komin í loftið á fljótlega,“ segir Gísli. Matur Veitingastaðir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira
Húsið er byggt á árunum 1880 til 1885. Útsýni er til Snæfellsjökuls og út á sundin blá. „Við opnuðum Ráðagerði þann 31. maí á þessu ári og viðtökurnar hafa verið frábærar. Eftir svona langt ferli er mjög gefandi að sjá gamla vini hittast hér og slá borðum sínum saman, þjóna saumaklúbbum, golfurum og vinnustaðahópum sem hafa getað notið sín vel í mat og drykk og setið langt fram eftir. Við viljum einmitt þessa stemmningu, hverfisstemmningu og notalegheit,“ segir Gísli Björnsson en hann rekur Ráðagerði ásamt þeim Viktori Má Kristjánssyni og Jóni Ágúst Hreinssyni. Sjarmi hússin liggur í smáatriðunum. Timburstoðirnar fá að njóta sín. Gísli segir gamlan sjarma hússins leika lykilhlutverk í upplifun gesta en húsið á sér langa sögu, byggt á árunum 1880 – 85. Árið 1997 var það gert upp og í því bjó fjölskyldufólk þar til þremenningarnir tóku við því. Má meðal annars sjá ummerki þess enn, hæðarmælingar krakkanna eru merktar með blýanti á hlaðinn skorsteininn og þær fengu að halda sér. „Við lökkuðum bara yfir það með glæru,“ segir Gísli. „Við vildum halda upprunalegu útliti, öllum þessum díteilum, timburstoðum og fallegu listum sem einkenna húsið. Fyrri ábúandi kíkir út um glugga á mynd. Við staðsettum eldhúsið því í bílskúrnum og byggðum tengingu á milli húsanna. Við vorum orðnir byggingasérfræðingar á tímabili,“ segir Gísli og viðurkennir að vinnustundirnar hafi verið orðnar ansi margar þegar loks kom að opnun. „Við erum miklir bjartsýnismenn að eðlisfari og höfum allir unnið lengi í veitingabransanum, byrjuðum 15 ára og höfum komið víða við. Maður sankar að sér reynslu og Ráðagerði er lifandi verkefni. Við stefnum á að reisa gróðurhús hérna á lóðinni þar sem verður hægt að sitja og njóta útsýnisins og borða,“ segir Gísli. Súrdeigið í pítsurnar er látið kaldhefast í þrjá daga áður en þær eru eldbakaðar. Ítalskir smáréttir og súrdeigspitsur Maturinn í Ráðagerði leikur við bragðlaukana. Hann er með ítölsku ívafi og samanstendur matseðillinn af fjölbreyttum smáréttum og ómótstæðilegum pítsum. „Við gerum út á ítölsku antipasti-menninguna. Við Viljum hafa fjölbreytta rétti á borðinu og marga, fullt borð af mat. Þá getur fólk smakkað allskonar ólíka rétti og talað saman um matinn. Pítsurnar eru súrdeigspítsur en við látum deigið kaldhefast í þrjá daga áður en pitsurnar eru síðan eldbakaðar. Það gefur einstakt bragð. Við vorum í heilt ár að þróa uppskriftina,“ segir Gísli. Mikill metnaður er lagður í matseðilinn. Um helgar er boðið upp á skemmtilegan og fjölbreyttan brunch og að þá eru spennandi breytingar á matseðlinum framundan. „Við munum bæta spennandi réttum við á allra næstu dögum. Hægt er að nálgast okkur og matseðilinn á instagram og á facebook og svo verður heimasíðan okkar radagerdi.is komin í loftið á fljótlega,“ segir Gísli.
Matur Veitingastaðir Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Wok to Walk opnar þrjá staði þar sem áður var Wok On Konudagsleikur - taktu þátt í skemmtilegri hefð Sýning sem breytir upplifun okkar á heiminum „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Wolt og Blush með ástföngnum í liði á Valentínusardaginn „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land Óþægindi frá álagsmeiðslum minnkuð til muna með tilkomu Nutrilenk Stefnan sett á Ólympíuleikana 2028 „Í þessu jarðneska lífsbraski er G-vítamínið bráðnauðsynlegt“ Finnur þú fyrir uppþembu eða óþægindum eftir mat? „Mögulega besti tengiltvinnbíl sem framleiddur hefur verið“ Gerðu frábær kaup á húsgagnadögum JYSK NIVEA kynnir fyrstu hreinsivöruna með 5% serum Hátindar Öræfajökuls að vori Áttatíu ára sögu Múmínálfanna fagnað með nýrri línu Nýtt serum gegn hrukkum vegna sykurs Geðveikt fjör á Bessastöðum „Get leyft mér að borða mat sem ég áður forðaðist í félagslegum aðstæðum“ Gerum betur og setjum heilsuna í forgang „Í stuttu máli eru magasýrur okkur lífsnauðsynlegar“ Sannkölluð rokkveisla hjá SIGN í Gamla bíói Aldrei of mikið af G-vítamíni Bóndadagsleikur á Vísi - taktu þátt Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Sjá meira