Blikar geta fengið sér 40 þúsund króna meistarahringa Sindri Sverrisson skrifar 24. október 2022 12:30 Leikmenn Breiðabiks féllust í faðma og fögnuðu Íslandsmeistaratitli fyrir tveimur vikum. Nú geta þeir og aðrir Blikar fengið sér sérhannaða meistarahringa. vísir/diego og skjáskot/Kópacabana Sérhannaðir meistarahringar eru nú í boði fyrir stuðningsmenn Breiðabliks eftir að liðið varð í annað sinn í sögunni Íslandsmeistari í fótbolta karla. Þó að Íslandsmótinu ljúki ekki fyrr en á laugardaginn eru tvær vikur liðnar síðan að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Blikar eru tíu stigum á undan næsta liði, KA, og voru einnig með gott forskot þegar hinum hefðbundnu 22 umferðum var lokið 17. september, áður en úrslitakeppnin tók við. Þeir Blikar sem vilja gera tímabilið enn eftirminnilegra geta núna fjárfest í sérstökum meistarahringum, fyrir 40.000 krónur, úr smiðju Jóhannesar Arnljóts Ottóssonar hjá NOX Gullsmíði. Hringarnir eru úr hreinu silfri en fyrir talsvert hærri upphæð er einnig mögulegt að fá sams konar hringa úr gulli. Slíkur hringur gæti kostað um 280.000 krónur en það fer eftir stærð. Kveðjuverk formannsins Jóhannes og Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana síðustu átta ár, unnu saman að hönnun hringanna. Á þeim er górillan sem var tákn stuðningsmannalagsins Eitt fyrir klúbbinn, úr smiðju Herra Hnetusmjörs, og áletrunin Kópacabana sem er vísun í plötu og lag annars rappara úr Kópavogi, BlazRoca. Á hliðum hringsins eru svo kyndlar líkt og í merki Breiðabliks. „Ég er sem sagt að hætta sem formaður Kópacabana eftir að hafa stýrt sveitinni síðustu 8 tímabil og þegar Jói Nox gullsmiður heyrði í mér fyrir nokkrum vikum með hugmyndina að hringunum þá var ég strax jákvæður fyrir henni,“ segir Hilmar Jökull í samtali við Vísi. „Það sem heillaði mig mest við þetta var auðvitað að þetta tímabil yrði að öllum líkindum litað af okkar fögnuði og þess vegna væri gaman að taka þátt í að gera eitthvað sem fólk gæti átt til minningar um tímabilið. Þannig að við Jói gullsmiður ákváðum að ræða betur saman og hanna þennan hring. Það má með sanni segja að þarna mætist gamla og nýja rappið í Kópavogi, ásamt stemningsmönnum og Breiðabliki,“ segir Hilmar Jökull. Áhugasömum er bent á auglýsinguna hér að neðan en pantanir fara fram hér. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þó að Íslandsmótinu ljúki ekki fyrr en á laugardaginn eru tvær vikur liðnar síðan að Breiðablik varð Íslandsmeistari. Blikar eru tíu stigum á undan næsta liði, KA, og voru einnig með gott forskot þegar hinum hefðbundnu 22 umferðum var lokið 17. september, áður en úrslitakeppnin tók við. Þeir Blikar sem vilja gera tímabilið enn eftirminnilegra geta núna fjárfest í sérstökum meistarahringum, fyrir 40.000 krónur, úr smiðju Jóhannesar Arnljóts Ottóssonar hjá NOX Gullsmíði. Hringarnir eru úr hreinu silfri en fyrir talsvert hærri upphæð er einnig mögulegt að fá sams konar hringa úr gulli. Slíkur hringur gæti kostað um 280.000 krónur en það fer eftir stærð. Kveðjuverk formannsins Jóhannes og Hilmar Jökull, formaður stuðningsmannasveitarinnar Kópacabana síðustu átta ár, unnu saman að hönnun hringanna. Á þeim er górillan sem var tákn stuðningsmannalagsins Eitt fyrir klúbbinn, úr smiðju Herra Hnetusmjörs, og áletrunin Kópacabana sem er vísun í plötu og lag annars rappara úr Kópavogi, BlazRoca. Á hliðum hringsins eru svo kyndlar líkt og í merki Breiðabliks. „Ég er sem sagt að hætta sem formaður Kópacabana eftir að hafa stýrt sveitinni síðustu 8 tímabil og þegar Jói Nox gullsmiður heyrði í mér fyrir nokkrum vikum með hugmyndina að hringunum þá var ég strax jákvæður fyrir henni,“ segir Hilmar Jökull í samtali við Vísi. „Það sem heillaði mig mest við þetta var auðvitað að þetta tímabil yrði að öllum líkindum litað af okkar fögnuði og þess vegna væri gaman að taka þátt í að gera eitthvað sem fólk gæti átt til minningar um tímabilið. Þannig að við Jói gullsmiður ákváðum að ræða betur saman og hanna þennan hring. Það má með sanni segja að þarna mætist gamla og nýja rappið í Kópavogi, ásamt stemningsmönnum og Breiðabliki,“ segir Hilmar Jökull. Áhugasömum er bent á auglýsinguna hér að neðan en pantanir fara fram hér.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira