Ágætis veiðitímabil á enda Karl Lúðvíksson skrifar 24. október 2022 09:10 Helga Gísladóttir með væna hrygnu síðasta daginn í Ytri Rangá Nú eru aðeins nokkrir dagar í að síðustu árnar loki fyrir veiðimönnum og þegar tölur eru skoðaðar er töluverður bati milli ára. Þetta veiðisumar fer ekki í neinar bækur fyrir met en engu að síður er ánægjulegt að sjá batan á milli ára og að sumar árnar áttu bara nokkuð gott tímabil. Ytri Rangá er hæst á listanum yfir aflahæstu árnar og fór hún í 5.086 laxa. Eystri Rangá var svo önnur með 3.691 lax en veiði í henni lýkur þó ekki fyrr en um næstu helgi. Hún á þess vegna góða möguleika á að ná nær 4.000 löxum þó það sé ólíklegt að hún fari yfir það en vonandi nálægt því. Miðfjarðará er svo hæst náttúrulegu ánna en þar veiddust 1.522 laxar á tímabilinu. Nokkur bati var í mörgum ánum og ef við skoðum veiðitölur sumarsins í nokkrum ánum og veiðitölur í fyrra er þetta ekkert annað en gleðifréttir. Nokkrar af ánum sem áttu viðsnúning voru til dæmis Þverá/Kjarrá, Hofsá en þar var tvöföldun á milli ára, Selá, Langá, Affallið, Stóra Laxá, Jökla, Elliðaár og Leirvogsá bara svo nokkrar séu nefndar. Alls fóru tíu ár yfir 1.000 laxa og fjórtán ár yfir 500 laxa. Listinn í heild sinni er inná www.angling.is Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði
Þetta veiðisumar fer ekki í neinar bækur fyrir met en engu að síður er ánægjulegt að sjá batan á milli ára og að sumar árnar áttu bara nokkuð gott tímabil. Ytri Rangá er hæst á listanum yfir aflahæstu árnar og fór hún í 5.086 laxa. Eystri Rangá var svo önnur með 3.691 lax en veiði í henni lýkur þó ekki fyrr en um næstu helgi. Hún á þess vegna góða möguleika á að ná nær 4.000 löxum þó það sé ólíklegt að hún fari yfir það en vonandi nálægt því. Miðfjarðará er svo hæst náttúrulegu ánna en þar veiddust 1.522 laxar á tímabilinu. Nokkur bati var í mörgum ánum og ef við skoðum veiðitölur sumarsins í nokkrum ánum og veiðitölur í fyrra er þetta ekkert annað en gleðifréttir. Nokkrar af ánum sem áttu viðsnúning voru til dæmis Þverá/Kjarrá, Hofsá en þar var tvöföldun á milli ára, Selá, Langá, Affallið, Stóra Laxá, Jökla, Elliðaár og Leirvogsá bara svo nokkrar séu nefndar. Alls fóru tíu ár yfir 1.000 laxa og fjórtán ár yfir 500 laxa. Listinn í heild sinni er inná www.angling.is
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði