Berst gegn vindmyllum við nýju sjóböðin: „Ég held að menn myndu sjá eftir þessu samstundis“ Snorri Másson skrifar 20. október 2022 08:50 Skúli Mogensen athafnamaður opnaði lúxussjóböð í Hvammsvík í Hvalfirði í júlí og útkoman er einstök náttúruperla. En um svipað leyti og starfsemin hófst birtist matsáætlun fyrir vindmyllur ofan á fjallið hinum megin við fjörðinn, sem myndu skyggja á útsýnið í böðunum ef hugmyndirnar yrðu að veruleika. Nú berst Skúli við vindmyllur í Hvalfirði. Sýnt er frá sjóböðunum í innslaginu hér að ofan og sömuleiðis farið ítarlega yfir umhverfi vindorku hér á landi. Einnig er rætt við frumkvöðul verkefnisins sem Skúli er að mótmæla. „Alveg galin staðsetning“ Skúli er ekki einn um að vera á móti vindmylluáformunum, flestir íbúar sem gert hafa athugasemdir eru það líka, en hann tekur sterkt til orða. Hann telur áformin einkennast af firringu, enda sé Hvalfjörðurinn í miðjum uppbyggingarfasa. Hvalfjörðurinn sé fyrst núna að vakna úr sínum dvala og komin þar vænleg þjónusta og uppbygging, sem er enn á byrjunarreit. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd.Vísir/Bjarni „Ég byrja á að segja að vindorka er áhugaverður kostur og eitthvað sem við eigum að vera að skoða öllu jafna. Hins vegar finnst mér þessi staðsetning alveg galin,“ segir Skúli. „Það væri mikil skammsýni ef þetta yrði að veruleika. Auðvitað hef ég sjálfur hagsmuni, það gefur augaleið. En bara svo að við áttum okkur á stærðinni, þá erum við að tala um að byggja vindmyllur í um 600 metra hæð, sem rísa síðan 250 metra í viðbót. Þannig að þú ert kominn með vindmyllugarð í álíka hæð og Esjan, sem gnæfir yfir allt og alla. Þannig að ég held að það væri gríðarleg skammsýni að setja slíkan garð akkúrat hér. Ég held að það væru margir aðrir staðir sem væru kannski hentugri,“ segir Skúli. Má ekki taka svona ákvarðanir einhliða Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. „Ég held að menn myndu sjá eftir því samstundis og þetta væri risið. Þegar menn sæju raunveruleg áhrif þess. Þetta er ekki bara sjónmengun, þetta myndi líka hafa mikla hljóðmengun í för með sér. Ég held að þetta væru mikil mistök.“ Fjárfest hefur verið fyrir fleiri hundruð milljónir í sjóböðum við Hvammsvík, sem hófu starfsemi í júlí.Vísir/Bjarni Skúli bendir á að áformin um vindmyllurnar liggi í Hvalfjarðarsveit, norðanmegin við fjörðinn, en hans land liggur í Kjósarhreppi. Þar sem hagsmunir alls fjarðarins séu þó undir, þurfi að tryggja að hagsmunir beggja sveitarfélaga liggi fyrir. „Það gengur ekki að það sé hægt að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir einhliða. Því held ég að það sé mikilvægt að stjórnvöld og sveitarfélög móti skýran ramma hvað þetta varðar,“ segir Skúli. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ísland í dag Kjósarhreppur Tengdar fréttir Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Sýnt er frá sjóböðunum í innslaginu hér að ofan og sömuleiðis farið ítarlega yfir umhverfi vindorku hér á landi. Einnig er rætt við frumkvöðul verkefnisins sem Skúli er að mótmæla. „Alveg galin staðsetning“ Skúli er ekki einn um að vera á móti vindmylluáformunum, flestir íbúar sem gert hafa athugasemdir eru það líka, en hann tekur sterkt til orða. Hann telur áformin einkennast af firringu, enda sé Hvalfjörðurinn í miðjum uppbyggingarfasa. Hvalfjörðurinn sé fyrst núna að vakna úr sínum dvala og komin þar vænleg þjónusta og uppbygging, sem er enn á byrjunarreit. Ljósmynd með tölvugerðri grafík. Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. Í innslaginu að ofan eru einnig sýnd tölvuteiknuð myndbönd.Vísir/Bjarni „Ég byrja á að segja að vindorka er áhugaverður kostur og eitthvað sem við eigum að vera að skoða öllu jafna. Hins vegar finnst mér þessi staðsetning alveg galin,“ segir Skúli. „Það væri mikil skammsýni ef þetta yrði að veruleika. Auðvitað hef ég sjálfur hagsmuni, það gefur augaleið. En bara svo að við áttum okkur á stærðinni, þá erum við að tala um að byggja vindmyllur í um 600 metra hæð, sem rísa síðan 250 metra í viðbót. Þannig að þú ert kominn með vindmyllugarð í álíka hæð og Esjan, sem gnæfir yfir allt og alla. Þannig að ég held að það væri gríðarleg skammsýni að setja slíkan garð akkúrat hér. Ég held að það væru margir aðrir staðir sem væru kannski hentugri,“ segir Skúli. Má ekki taka svona ákvarðanir einhliða Ekkert liggur fyrir um það hvernig vindmyllurnar yrðu á endanum en á tölvuteikningum fréttastofu má sjá hvernig þetta gæti litið út. „Ég held að menn myndu sjá eftir því samstundis og þetta væri risið. Þegar menn sæju raunveruleg áhrif þess. Þetta er ekki bara sjónmengun, þetta myndi líka hafa mikla hljóðmengun í för með sér. Ég held að þetta væru mikil mistök.“ Fjárfest hefur verið fyrir fleiri hundruð milljónir í sjóböðum við Hvammsvík, sem hófu starfsemi í júlí.Vísir/Bjarni Skúli bendir á að áformin um vindmyllurnar liggi í Hvalfjarðarsveit, norðanmegin við fjörðinn, en hans land liggur í Kjósarhreppi. Þar sem hagsmunir alls fjarðarins séu þó undir, þurfi að tryggja að hagsmunir beggja sveitarfélaga liggi fyrir. „Það gengur ekki að það sé hægt að taka svona afdrifaríkar ákvarðanir einhliða. Því held ég að það sé mikilvægt að stjórnvöld og sveitarfélög móti skýran ramma hvað þetta varðar,“ segir Skúli.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Ísland í dag Kjósarhreppur Tengdar fréttir Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20 Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01 Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Reykskynjara vantar of víða – Eldvarnarátak stendur nú yfir Samstarf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Sjá meira
Tvöfalda þarf orkuframleiðsluna vegna orkuskiptanna Tvöfalda þarf orkuframleiðslu í landinu á næstu átján árum til að ná fram markmiðum um orkuskipti miðað við núverandi orkunýtingu Íslendinga. Umhverfis- orku- og loftslagsráðherra segir að flókið geti reynst að ná fram nauðsynlegri pólitískri samstöðu um þetta en telur alla sammála um markmiðin. 18. október 2022 19:20
Forsætisráðherra vill regluverk um vindorkuver Forsætisráðherra segir ekki hægt að ræða uppbyggingu einkaaðila á vindorkuverum að neinu viti fyrr en formleg stefna stjórnvalda liggi fyrir, mögulega með frumvarpi á vorþingi. Fjöldi einkaaðila hugsar sér vel til glóðarinnar en ráðherra segir undirstöðu orkuframleiðslu eiga að vera á höndum almennings. 30. september 2022 20:01