Botnar ekkert í ummælum Rúnars: „Finnst vitleysan hafa náð nýjum hæðum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. október 2022 07:30 Kjartan Henry Finnbogason er ekki sáttur með hvernig ferli hans hjá KR lauk. vísir/hulda margrét Kjartan Henry Finnbogason var látinn skrifa undir uppsögn á samningi sínum við KR fyrir æfingu liðsins í síðustu viku. Hann botnar hvorki upp né niður í ummælum Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR, um að hann eigi ár eftir af samningi sínum við félagið. Í samtali við 433.is staðfesti Kjartan að hann hefði verið kallaður til hliðar fyrir æfingu KR á fimmtudaginn og skrifað undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Samningur Kjartans við KR átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum er uppsagnarákvæði sem KR hefur nýtt sér. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart en hann sé samt svekktur út í forráðamenn KR. Í færslu á Twitter á föstudaginn gaf hann það sterklega í skyn með því að deila myndbroti með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ sagði Kjartan við 433.is. Stendur á gati Eftir 0-1 sigur KR á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn sagði Rúnar við Stöð 2 Sport að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kjartan botnaði ekkert í þeim ummælum þjálfarans. „Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert,“ sagði Kjartan sem var öllum lokið eftir svar Rúnars. Rúnar Kristinsson fór ekki með rétt mál að sögn Kjartans.vísir/hulda margrét „Svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“ Grunaði að ákvæðið yrði nýtt Kjartan var fastamaður í liði KR framan af sumri en eftir því sem á leið fækkaði tækifærum hans verulega. Í samningi hans var ákvæði um að KR gæti rift samningi hans ef hann spilaði minna en helming þeirra mínútna sem í boði voru. „Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ sagði Kjartan sem hefur leikið átján deildarleiki með KR í sumar og skorað fjögur mörk. Hann hefur alls leikið 133 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 49 mörk. Í viðtalinu við 433.is sagðist hann ætla að halda áfram að spila. Kjartan er 36 ára og sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í fyrra. Besta deild karla KR Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Í samtali við 433.is staðfesti Kjartan að hann hefði verið kallaður til hliðar fyrir æfingu KR á fimmtudaginn og skrifað undir uppsögn á samningi sínum við félagið. Samningur Kjartans við KR átti að renna út eftir næsta tímabil en í honum er uppsagnarákvæði sem KR hefur nýtt sér. Kjartan segir að uppsögnin hafi ekki komið sér á óvart en hann sé samt svekktur út í forráðamenn KR. Í færslu á Twitter á föstudaginn gaf hann það sterklega í skyn með því að deila myndbroti með fleygum orðum Harðar Magnússonar úr Steypustöðinni: „Úff. Kalt er það Klara. Gefur karlinum fokk-merki.“ „Ég svaf á þessu, mér fannst þetta kalt. Ég er fæddur og uppalin KR-ingur, foreldrar mínir greitt æfingargjöld frá fyrsta degi og tekið þátt í KR-starfinu. Það er búið að selja mig tvisvar frá félaginu, ég hef unnið sex titla með KR og er núna sjálfur með tvö börn sem æfa fótbolta með KR. Þannig að já, ég neita því ekki að mér fannst þetta kalt,“ sagði Kjartan við 433.is. Stendur á gati Eftir 0-1 sigur KR á Íslandsmeisturum Breiðabliks á laugardaginn sagði Rúnar við Stöð 2 Sport að Kjartan ætti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Kjartan botnaði ekkert í þeim ummælum þjálfarans. „Ég hreinlega átta mig ekki á þessu svari hans, ég skil það ekki, og hef raunar staðið á gati síðan þá. Ég veit bara að félagið hafði út október til að nýta umrætt uppsagnarákvæði og sú heimild var nýtt 13. október, það er staðreynd. Þess vegna þykir mér þetta svar þjálfarans einstaklega athyglisvert,“ sagði Kjartan sem var öllum lokið eftir svar Rúnars. Rúnar Kristinsson fór ekki með rétt mál að sögn Kjartans.vísir/hulda margrét „Svona er þetta bara og ég er bara að melta allt sem hefur verið í gangi síðustu daga, vikur og mánuði. Ég tók ákvörðun um það í sumar að reyna að tjá mig sem minnst um stöðuna, æfa bara vel og brosa. En eftir þetta viðtal á laugardagskvöld, þar sem þjálfarinn lýsir einhverri allt annari stöðu en uppi er, þá finnst mér hreinlega vitleysan hafa náð nýjum hæðum. Og mér finnst ég eiginlega bara verða að leiðrétta þetta.“ Grunaði að ákvæðið yrði nýtt Kjartan var fastamaður í liði KR framan af sumri en eftir því sem á leið fækkaði tækifærum hans verulega. Í samningi hans var ákvæði um að KR gæti rift samningi hans ef hann spilaði minna en helming þeirra mínútna sem í boði voru. „Ég hef bara byrjað sjö leiki, og vitandi af því hvernig samningur minn var uppbyggður þá fór mig fljótlega að gruna að menn væru mögulega að kokka sig í kringum ákveðið ákvæði í samningnum. Í byrjun október var ég svo boðaður á fund með formanni knattspyrnudeildar þar sem hann tilkynnti mér að félagið ætlaði að nýta sér riftunarákvæði í samningi mínum,“ sagði Kjartan sem hefur leikið átján deildarleiki með KR í sumar og skorað fjögur mörk. Hann hefur alls leikið 133 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 49 mörk. Í viðtalinu við 433.is sagðist hann ætla að halda áfram að spila. Kjartan er 36 ára og sneri aftur heim eftir nokkurra ára dvöl í atvinnumennsku í fyrra.
Besta deild karla KR Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira