Erfiðleikar hjónabandsins ættu ekki að vera leyndarmál Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 18. október 2022 06:01 Leikkonan og nú handritshöfundurinn Aníta Briem var gestur í Bakaríinu síðasta laugardag þar sem hún ræddi um þættina Svo lengi sem við lifum. Handritið segir hún innblásið af eigin reynslu. Leikkonan Aníta Briem hefur nú nýlokið við tökur á þáttaseríunni Svo lengi sem við lifum en þættirnir verða sýndir á Stöð 2 næsta vor. Handritið, sem er að mörgu leyti innblásið af persónulegri reynslu Anítu, er hennar fyrsta verk sem handritshöfundur. Aum í hjartanu eftir krefjandi tökutímabil Fyrir rúmri viku lauk tökum á seríunni og viðurkennir Aníta að tökuferlið hafi tekið töluvert á andlega. „Þegar þú ert að segja sögur þá eru það yfirleitt sögur af fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað sem er það mest krefjandi eða mikilvægasta tímabil í þeirra lífi. Þá þarftu einhvern veginn að vera að ganga í gegnum það sjálfur. Þannig að maður kemur stundum út úr svona tímabilum svolítið aumur í hjartanu.“ Upplifði sig eina í heiminum Handritið hefur hún sagt vera einhvers konar óð til ástarinnar en sagan sé á margan hátt ólík öðrum ástarsögum. Það séu vissulega til mikið af sögum um ástina, þetta spennandi upphaf hennar og öll ævintýrin. Hvernig ástin kviknar og svo hvernig hún endar, sambandsslitin og skilnaðina. En í raun sé lítið til af frásögnum og sögum af því hvernig það er raunverulega að vera í langtímasambandi, með tilheyrandi áskorunum. Það sem keyrði mig áfram að segja þessa sögu er svolítið að ég lenti á stað í mínu lífi, með ástina, með hjónabandið, sem ég var ekki að heyra um, sem að ég vissi ekki um. Þar af leiðandi upplifði ég þessa hluti eins og ég væri alein í heiminum að upplifa þá eða að það væri eitthvað stórkostlegt að mér. Að fjarlægjast eða þroskast saman Aníta segir fólk í langtímasamböndum oft á tíðum gleyma að fara í gegnum ákveðið þroskaferðalag saman og fjarlægist því frekar smátt og smátt og fari í ólíkar áttir. „Ég fékk alveg ofboðslegan áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað „seven year itch“ og hversu oft þessi munstur koma upp í samböndum út um allt í okkar lífi og samfélagi.“ Viðtalið við Anítu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuleg en ekki sannsöguleg Aðspurð hvort að það hafi verið ákveðin þerapía að fara í gegnum þetta ferli að skrifa svo persónulegt handrit byggt á hjónabandi sínu, segir Aníta það sannarlega hafa verið mikilvægt skref fyrir sig. „Sagan er mjög persónuleg en hún er klárlega ekki sannsöguleg,“ segir Aníta og hlær. Þó svo að atburðir í sjálfri sögunni séu ekki allir sannir séu spurningarnar sem komi fram í handritinu þó sannar og mjög persónulegar. Þættirnir Svo lengi sem við lifum verða sex talsins og með aðalhlutverk fara ásamt Anítu þau, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bíó og sjónvarp Bakaríið Ástin og lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Aum í hjartanu eftir krefjandi tökutímabil Fyrir rúmri viku lauk tökum á seríunni og viðurkennir Aníta að tökuferlið hafi tekið töluvert á andlega. „Þegar þú ert að segja sögur þá eru það yfirleitt sögur af fólki sem er að ganga í gegnum eitthvað sem er það mest krefjandi eða mikilvægasta tímabil í þeirra lífi. Þá þarftu einhvern veginn að vera að ganga í gegnum það sjálfur. Þannig að maður kemur stundum út úr svona tímabilum svolítið aumur í hjartanu.“ Upplifði sig eina í heiminum Handritið hefur hún sagt vera einhvers konar óð til ástarinnar en sagan sé á margan hátt ólík öðrum ástarsögum. Það séu vissulega til mikið af sögum um ástina, þetta spennandi upphaf hennar og öll ævintýrin. Hvernig ástin kviknar og svo hvernig hún endar, sambandsslitin og skilnaðina. En í raun sé lítið til af frásögnum og sögum af því hvernig það er raunverulega að vera í langtímasambandi, með tilheyrandi áskorunum. Það sem keyrði mig áfram að segja þessa sögu er svolítið að ég lenti á stað í mínu lífi, með ástina, með hjónabandið, sem ég var ekki að heyra um, sem að ég vissi ekki um. Þar af leiðandi upplifði ég þessa hluti eins og ég væri alein í heiminum að upplifa þá eða að það væri eitthvað stórkostlegt að mér. Að fjarlægjast eða þroskast saman Aníta segir fólk í langtímasamböndum oft á tíðum gleyma að fara í gegnum ákveðið þroskaferðalag saman og fjarlægist því frekar smátt og smátt og fari í ólíkar áttir. „Ég fékk alveg ofboðslegan áhuga á þessu fyrirbæri sem er kallað „seven year itch“ og hversu oft þessi munstur koma upp í samböndum út um allt í okkar lífi og samfélagi.“ Viðtalið við Anítu í heild sinni er hægt að nálgast í spilaranum hér fyrir neðan. Persónuleg en ekki sannsöguleg Aðspurð hvort að það hafi verið ákveðin þerapía að fara í gegnum þetta ferli að skrifa svo persónulegt handrit byggt á hjónabandi sínu, segir Aníta það sannarlega hafa verið mikilvægt skref fyrir sig. „Sagan er mjög persónuleg en hún er klárlega ekki sannsöguleg,“ segir Aníta og hlær. Þó svo að atburðir í sjálfri sögunni séu ekki allir sannir séu spurningarnar sem komi fram í handritinu þó sannar og mjög persónulegar. Þættirnir Svo lengi sem við lifum verða sex talsins og með aðalhlutverk fara ásamt Anítu þau, Martin Wallström, Mikael Kaaber og Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Morgunþátturinn Bakaríið er á dagskrá alla laugardaga frá 9 - 12 á Bylgjunni. Hægt er að nálgast síðasta þátt í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bíó og sjónvarp Bakaríið Ástin og lífið Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira