Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - KR 0-1 | KR eyðilagði hátíðina á Kópavogsvelli Andri Már Eggertsson skrifar 15. október 2022 21:06 KR stóð heiðursvörð fyrir Breiðablik fyrir leik Vísir/Diego KR vann Breiðablik 0-1 á Kópavogsvelli. Leikurinn var afar lokaður og var markalaust í hálfleik. KR byrjaði síðari hálfleik betur og Kristján Flóki braut ísinn á 57. mínútu sem reyndist sigurmark leiksins. Það var hátíð á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik varð eftirminnilega sófameistari síðasta mánudag og var þetta fyrsti leikur Breiðabliks eftir að Íslandsmeistaratitillinn var formlega tryggður. Þegar undirritaður var að mæta á Kópavogsvöll klukkutíma fyrir leik var fólk mætt í stúkuna og sest. Það var fjölmennt á Kópavogsvelli í kvöldVísir/Diego Stuðningsmannasveit Breiðabliks, Kópacabana, var í miklu stuði og lét vel í sér heyra. Kópacabana var í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli sem var fyrir átján ára og eldri. Blikinn Erpur Eyvindarson kveikti í sínum mönnum í Kópacabana fyrir leik í Smáranum. Það er partý í Smáranum 💚🏆 pic.twitter.com/bsNM6spgrR— Breiðablik FC (@BreidablikFC) October 15, 2022 KR stóð heiðursvörð þegar Íslandsmeistararnir löbbuðu inn á. Ungir Blikar héldu á Breiðabliks fánum sem stóð á Íslandsmeistarar og til að toppa þetta var flugeldasýning. Það gerðist lítið sem ekkert á fyrstu tuttugu og fimm mínútum leiksins. KR hélt aðeins betur í boltann á vallarhelmingi Breiðabliks en ógnaði engu. Breiðablik fékk eitt marktækifæri um miðjan fyrri hálfleik þar sem Viktor Karl átti hörkuskot sem Aron Snær Friðriksson varði. Viktor Karl Einarsson í leik kvöldsinsVísir/Diego Gangur leiksins breyttist lítið eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Breiðablik skapaði sér fleiri færi eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Heimamönnum tókst ekki að brjóta ísinn og staðan í hálfleik var markalaus 0-0. Ólíkt fyrri hálfleik fékk KR dauðafæri þegar tæplega mínúta var liðin af síðari hálfleik. Atli Sigurjónsson átti sendingu fyrir markið þar sem Kristján Flóki tók boltann í fyrsta en Anton Ari varði frábærlega. Dagur Dan Þórhallsson umkringdur í leik kvöldsinsVísir/Diego KR komst yfir á 57. mínútu. Kristinn Jónsson fékk allan tímann í heiminum til að gefa boltann fyrir markið og Kristján Flóki Finnbogason gerði vel í að stanga boltann í markið. Breiðablik skapaði sér nokkur færi til að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og KR vann 0-1 sigur á Kópavogsvelli. Atli Sigurjónsson í baráttunniVísir/Diego Af hverju vann KR? KR kann vel við sig á Kópavogsvelli. Breiðablik hafði unnið tuttugu og tvo leiki og gert eitt jafntefli í röð á Kópavogsvelli í deildinni en KR batt enda á það með sigri í kvöld. Þetta var nokkuð lokaður leikur en leikur KR var vel uppsettur þar sem varnarleikurinn var vel skipulagður og sóknarleikurinn vel útfærður sem skilaði 0-1 sigri. Hverjir stóðu upp úr? Eftir að KR setti Aron Snær Friðriksson í markið hefur liðið unnið tvo leiki í röð. Aron Snær varði allt sem kom á markið og var heilt yfir öflugur í markinu. Kristján Flóki Finnbogason gerði sigurmark kvöldsins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni. Hvað gekk illa? Breiðablik var að fá góðar stöður á vellinum en Blikar voru í vandræðum með að skapa dauðafæri og það vantaði áræðni fyrir framan markið. Hvað gerist næst? Breiðablik fer á Origo-völlinn og mætir Val klukkan 20:00 næsta laugardag. Mánudaginn 24. október mætast Víkingur Reykjavík og KR klukkan 19:15. Aron: Menn voru að fórna sér og við fórum eftir skipulaginu Aron Snær Friðriksson í leik kvöldsinsVísir/Diego Aron Snær Friðriksson, markmaður KR, var ánægður með sigur á Kópavogsvelli. „Þetta var áframhald af síðasta leik. Við sýndum dugnað og vilja en þetta var ekki fallegt en þetta tókst,“ sagði Aron Snær Friðriksson og hélt áfram. „Vindurinn spilaði inn í en Breiðablik gerir vel í að ýta liðum niður í eigin vítateig og halda vel í boltann en mér fannst við verjast vel og náðum að aðlagast leiknum.“ KR hélt hreinu og var Aron afar ánægður með varnarleikinn. „Við vorum þéttir menn voru að fórna sér og við fórum eftir skipulaginu sem við vorum að vinna eftir og gerðum vel varnarlega.“ Aron Snær var fyrstu 26 leikina á tímabilinu á bekknum en fór í markið í síðasta leik og hefur KR unnið báða leikina frá því hann kom í markið. „Ég er bara búinn að gera mitt besta og er það líklega ekkert mér að þakka að við höfum unnið tvo leiki í röð heldur höfum við spilað vel sem lið og áfram gakk,“ sagði Aron Snær að lokum. Besta deild karla Breiðablik KR
KR vann Breiðablik 0-1 á Kópavogsvelli. Leikurinn var afar lokaður og var markalaust í hálfleik. KR byrjaði síðari hálfleik betur og Kristján Flóki braut ísinn á 57. mínútu sem reyndist sigurmark leiksins. Það var hátíð á Kópavogsvelli í kvöld. Breiðablik varð eftirminnilega sófameistari síðasta mánudag og var þetta fyrsti leikur Breiðabliks eftir að Íslandsmeistaratitillinn var formlega tryggður. Þegar undirritaður var að mæta á Kópavogsvöll klukkutíma fyrir leik var fólk mætt í stúkuna og sest. Það var fjölmennt á Kópavogsvelli í kvöldVísir/Diego Stuðningsmannasveit Breiðabliks, Kópacabana, var í miklu stuði og lét vel í sér heyra. Kópacabana var í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli sem var fyrir átján ára og eldri. Blikinn Erpur Eyvindarson kveikti í sínum mönnum í Kópacabana fyrir leik í Smáranum. Það er partý í Smáranum 💚🏆 pic.twitter.com/bsNM6spgrR— Breiðablik FC (@BreidablikFC) October 15, 2022 KR stóð heiðursvörð þegar Íslandsmeistararnir löbbuðu inn á. Ungir Blikar héldu á Breiðabliks fánum sem stóð á Íslandsmeistarar og til að toppa þetta var flugeldasýning. Það gerðist lítið sem ekkert á fyrstu tuttugu og fimm mínútum leiksins. KR hélt aðeins betur í boltann á vallarhelmingi Breiðabliks en ógnaði engu. Breiðablik fékk eitt marktækifæri um miðjan fyrri hálfleik þar sem Viktor Karl átti hörkuskot sem Aron Snær Friðriksson varði. Viktor Karl Einarsson í leik kvöldsinsVísir/Diego Gangur leiksins breyttist lítið eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Breiðablik skapaði sér fleiri færi eftir því sem leið á fyrri hálfleik. Heimamönnum tókst ekki að brjóta ísinn og staðan í hálfleik var markalaus 0-0. Ólíkt fyrri hálfleik fékk KR dauðafæri þegar tæplega mínúta var liðin af síðari hálfleik. Atli Sigurjónsson átti sendingu fyrir markið þar sem Kristján Flóki tók boltann í fyrsta en Anton Ari varði frábærlega. Dagur Dan Þórhallsson umkringdur í leik kvöldsinsVísir/Diego KR komst yfir á 57. mínútu. Kristinn Jónsson fékk allan tímann í heiminum til að gefa boltann fyrir markið og Kristján Flóki Finnbogason gerði vel í að stanga boltann í markið. Breiðablik skapaði sér nokkur færi til að jafna leikinn en inn vildi boltinn ekki og KR vann 0-1 sigur á Kópavogsvelli. Atli Sigurjónsson í baráttunniVísir/Diego Af hverju vann KR? KR kann vel við sig á Kópavogsvelli. Breiðablik hafði unnið tuttugu og tvo leiki og gert eitt jafntefli í röð á Kópavogsvelli í deildinni en KR batt enda á það með sigri í kvöld. Þetta var nokkuð lokaður leikur en leikur KR var vel uppsettur þar sem varnarleikurinn var vel skipulagður og sóknarleikurinn vel útfærður sem skilaði 0-1 sigri. Hverjir stóðu upp úr? Eftir að KR setti Aron Snær Friðriksson í markið hefur liðið unnið tvo leiki í röð. Aron Snær varði allt sem kom á markið og var heilt yfir öflugur í markinu. Kristján Flóki Finnbogason gerði sigurmark kvöldsins með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Kristni Jónssyni. Hvað gekk illa? Breiðablik var að fá góðar stöður á vellinum en Blikar voru í vandræðum með að skapa dauðafæri og það vantaði áræðni fyrir framan markið. Hvað gerist næst? Breiðablik fer á Origo-völlinn og mætir Val klukkan 20:00 næsta laugardag. Mánudaginn 24. október mætast Víkingur Reykjavík og KR klukkan 19:15. Aron: Menn voru að fórna sér og við fórum eftir skipulaginu Aron Snær Friðriksson í leik kvöldsinsVísir/Diego Aron Snær Friðriksson, markmaður KR, var ánægður með sigur á Kópavogsvelli. „Þetta var áframhald af síðasta leik. Við sýndum dugnað og vilja en þetta var ekki fallegt en þetta tókst,“ sagði Aron Snær Friðriksson og hélt áfram. „Vindurinn spilaði inn í en Breiðablik gerir vel í að ýta liðum niður í eigin vítateig og halda vel í boltann en mér fannst við verjast vel og náðum að aðlagast leiknum.“ KR hélt hreinu og var Aron afar ánægður með varnarleikinn. „Við vorum þéttir menn voru að fórna sér og við fórum eftir skipulaginu sem við vorum að vinna eftir og gerðum vel varnarlega.“ Aron Snær var fyrstu 26 leikina á tímabilinu á bekknum en fór í markið í síðasta leik og hefur KR unnið báða leikina frá því hann kom í markið. „Ég er bara búinn að gera mitt besta og er það líklega ekkert mér að þakka að við höfum unnið tvo leiki í röð heldur höfum við spilað vel sem lið og áfram gakk,“ sagði Aron Snær að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti