Lag sem leitar að tilgangi lífsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 14. október 2022 11:30 Unnur Elísabet og Annalísa frumsýna hér tónlistarmyndband fyrir sýninguna Nýr Heimur. Ásta Jónína Arnardóttir Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lag sem ber nafnið Nýr heimur. Lagið er titillag fjórðu seríu ÉG BÝÐ MIG FRAM, sem verður frumsýnd 11. nóvember í Tjarnarbíói. Laginu er lýst sem léttu og skemmtilegu danslagi sem þó er innihalds- og áhrifaríkt og fjallar um að finna tilgang lífsins. Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Unni Elísabetu Gunnarsdóttir, leikstjóra sýningarinnar og sviðshöfundi, og Önnulísu, lagahöfundi, tónlistarstjóra sýningarinnar og sviðshöfundi en þær hafa saman unnið að sýningunni Nýr heimur. View this post on Instagram A post shared by E G BY Ð MIG FRAM/ UNNUR ELÍSABET (@eg_byd_mig_fram) Hvaðan kemur innblásturinn fyrir þessu tónlistaramyndbandi? Unnur Elísabet: Þetta lag er titillag sýningarinnar Nýr heimur og innblásturinn sprettur þaðan. Lagið fjallar um lífið og hvort það hljóti ekki að vera æðri tilgangur með öllu ruglinu sem við göngum í gegnum. Mér fannst ekkert annað koma til greina en að staðsetja okkur í einni allsherjar afmælisveislu þar sem enginn veit hver á afmæli. Eins og allir vita þá eru afmæli partý þar sem lífinu er fagnað og oft eru þau stór tímamót hjá fólki, þar sem það fer í gegnum árið, óskar sér og pælir og hugsar hvað hefði mátt fara betur eða hvað stóð upp úr. En á sama tíma og einhver fæðist eða á afmæli þá deyr annar einhvers staðar í heiminum og stutt á milli fagnaðar og sorgar. Annalísa: Innblásturinn fyrir lagið sjálft kom frá pælingum okkar um lífshlaupið, tilgang lífsins og hvernig maður ver þessu lífi. Ég er mjög innblásinn af fáránleika mannlegrar tilvistar og tilvistarstefnunni í svona pælingum með líf og dauða; tilgangur lífsins er lífið og allt það. Og svo vorum við líka að vinna svolítið með örvæntingu; örvæntinguna sem fylgir öllu tali um tilgang lífsins, sem við tengjum örugglega öll við á einhverjum skala: Það bara hlýtur að vera einhver tilgangur með því að gera allt þetta rugl. Það hlýtur að vera eitthvað stærra, eitthvað himinhvolfinu hærra, því allt þetta rugl - varla er þetta rugl til einskis? View this post on Instagram A post shared by E G BY Ð MIG FRAM/ UNNUR ELÍSABET (@eg_byd_mig_fram) Hvernig hefur ferlið við gerð lagsins og myndbandsins gengið? Unnur Elísabet: Samstarf okkar Önnulísu hefur verið alveg frábært og þetta er sennilega ekki það síðasta sem þið sjáið af okkur saman. Mér líður eins og við höfum þekkst til fjölda ára, séum búnar til úr sama húmor og tengjumst mjög vel listrænt séð. Textinn og lagið flæddi til okkar. Í sýningunni Nýr heimur þá mæti ég sjö listamönnum í tíu mínútna örverkum og þetta lag er okkar dúett. Annalísa tekur síðan þátt í allri sýningunni sem tónlistarstjóri og mun hún birtast í alls konar skemmtilegum senum, til dæmis sem engill. Annalísa: Það hefur gengið mjög vel. Þetta er náttúrulega búinn að vera knappur tími til þess að semja lag, pródúsera, mixa og gefa út en þetta er góð æfing í að sleppa takinu og bara hafa gaman að þessu, ekki ofhugsa. Svo er náttúrulega fáránlega gott og gaman að vinna með henni Unni. View this post on Instagram A post shared by E G BY Ð MIG FRAM/ UNNUR ELÍSABET (@eg_byd_mig_fram) Hvernig hefur Ég býð mig fram ævintýri ykkar verið og við hverju mega sýningargestir búast í þessari fjórðu seríu? Unnur Elísabet: Sería fjögur er svo sannarlega Nýr heimur með nýjum samstörfum með frábærum listamönnum. Ég mæti listamönnunum í mjög fjölbreyttum örverkum sem öll hafa það sameiginlegt að fjalla um nýja heima hvort sem þeir eru á persónulegum, hnattrænum eða fjarrænum skala. Fólk má búast við veislu, fjölbreytileika, húmor, gleði, ljúfsárum og sönnum senun sem auðvelt er að tengja við. Verkin eru eins ólík og þau eru mörg en fjalla um ást og skilnað, meðgöngu og nýtt líf, ókannaðar slóðir (geiminn), mikilvægi tengingar/samskipta, það sem gæti gerst, óvæntan vinskap og heimsenda. Markmiðið með laginu og sýningunni er að kveikja á nýjum heimum í kollinum á fólki og vonandi færa þeim smá meiri birtu í lífið, þó ekki nema það sé í smá stund. Hvað ef að þeir sem horfa á vídeóið fari heim í kvöld og uppgötvi tilgang lífsins? Hvað ef lagið gæti breytt heiminum? Hvað ef við gætum elskað okkur sjálf jafn mikið og við elskum börnin okkar? Hvað ef við gengum á fjórum fótum? Hvað ef? View this post on Instagram A post shared by E G BY Ð MIG FRAM/ UNNUR ELÍSABET (@eg_byd_mig_fram) Annalísa: Þetta er fyrst og fremst búið að vera rosalega gaman. Sýningin samanstendur af sjö 10 mínútna örverkum eftir Unni og annað frábært hæfileikaríkt listafólk. Ég bý til tónlistina í þessum örverkum og sýningunni allri, þannig ég hef fengið að vera með í allri þessari vinnu og það er ótrúlega skemmtilegt og dýrmætt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég bý til tónlist og hljóðmynd fyrir atvinnuleiksýningu þannig þetta er stórt og krefjandi verkefni en að sama skapi mjög spennandi og gaman að vinna með svona flottu listafólki. Tónlist Menning Leikhús Tengdar fréttir Unnur og krassasig gefa út tónlistarmyndband við listaverk Í dag kom út lagið Á milli stunda sem er titillag þriðju sýningarinnar í seríunni Ég býð mig fram í leikstjórn Unnar Elísabetar. Lagið er samið og pródúserað af krassasig sem sér um tónlistina í verkinu. Á milli stunda verður frumsýnt 22. október næstkomandi á Hafnartorgi. 2. október 2020 16:10 Smekklega „dansaralufsan“ Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er dansari og danshöfundur sem stendur fyrir litlu listahátíðinni Ég býð mig fram sem fram fer í Mengi. Hún segist vera að henda sér í alls kyns hlutverk þessa dagana. 13. október 2017 13:00 „Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið: Blaðamaður tók púlsinn á Unni Elísabetu Gunnarsdóttir, leikstjóra sýningarinnar og sviðshöfundi, og Önnulísu, lagahöfundi, tónlistarstjóra sýningarinnar og sviðshöfundi en þær hafa saman unnið að sýningunni Nýr heimur. View this post on Instagram A post shared by E G BY Ð MIG FRAM/ UNNUR ELÍSABET (@eg_byd_mig_fram) Hvaðan kemur innblásturinn fyrir þessu tónlistaramyndbandi? Unnur Elísabet: Þetta lag er titillag sýningarinnar Nýr heimur og innblásturinn sprettur þaðan. Lagið fjallar um lífið og hvort það hljóti ekki að vera æðri tilgangur með öllu ruglinu sem við göngum í gegnum. Mér fannst ekkert annað koma til greina en að staðsetja okkur í einni allsherjar afmælisveislu þar sem enginn veit hver á afmæli. Eins og allir vita þá eru afmæli partý þar sem lífinu er fagnað og oft eru þau stór tímamót hjá fólki, þar sem það fer í gegnum árið, óskar sér og pælir og hugsar hvað hefði mátt fara betur eða hvað stóð upp úr. En á sama tíma og einhver fæðist eða á afmæli þá deyr annar einhvers staðar í heiminum og stutt á milli fagnaðar og sorgar. Annalísa: Innblásturinn fyrir lagið sjálft kom frá pælingum okkar um lífshlaupið, tilgang lífsins og hvernig maður ver þessu lífi. Ég er mjög innblásinn af fáránleika mannlegrar tilvistar og tilvistarstefnunni í svona pælingum með líf og dauða; tilgangur lífsins er lífið og allt það. Og svo vorum við líka að vinna svolítið með örvæntingu; örvæntinguna sem fylgir öllu tali um tilgang lífsins, sem við tengjum örugglega öll við á einhverjum skala: Það bara hlýtur að vera einhver tilgangur með því að gera allt þetta rugl. Það hlýtur að vera eitthvað stærra, eitthvað himinhvolfinu hærra, því allt þetta rugl - varla er þetta rugl til einskis? View this post on Instagram A post shared by E G BY Ð MIG FRAM/ UNNUR ELÍSABET (@eg_byd_mig_fram) Hvernig hefur ferlið við gerð lagsins og myndbandsins gengið? Unnur Elísabet: Samstarf okkar Önnulísu hefur verið alveg frábært og þetta er sennilega ekki það síðasta sem þið sjáið af okkur saman. Mér líður eins og við höfum þekkst til fjölda ára, séum búnar til úr sama húmor og tengjumst mjög vel listrænt séð. Textinn og lagið flæddi til okkar. Í sýningunni Nýr heimur þá mæti ég sjö listamönnum í tíu mínútna örverkum og þetta lag er okkar dúett. Annalísa tekur síðan þátt í allri sýningunni sem tónlistarstjóri og mun hún birtast í alls konar skemmtilegum senum, til dæmis sem engill. Annalísa: Það hefur gengið mjög vel. Þetta er náttúrulega búinn að vera knappur tími til þess að semja lag, pródúsera, mixa og gefa út en þetta er góð æfing í að sleppa takinu og bara hafa gaman að þessu, ekki ofhugsa. Svo er náttúrulega fáránlega gott og gaman að vinna með henni Unni. View this post on Instagram A post shared by E G BY Ð MIG FRAM/ UNNUR ELÍSABET (@eg_byd_mig_fram) Hvernig hefur Ég býð mig fram ævintýri ykkar verið og við hverju mega sýningargestir búast í þessari fjórðu seríu? Unnur Elísabet: Sería fjögur er svo sannarlega Nýr heimur með nýjum samstörfum með frábærum listamönnum. Ég mæti listamönnunum í mjög fjölbreyttum örverkum sem öll hafa það sameiginlegt að fjalla um nýja heima hvort sem þeir eru á persónulegum, hnattrænum eða fjarrænum skala. Fólk má búast við veislu, fjölbreytileika, húmor, gleði, ljúfsárum og sönnum senun sem auðvelt er að tengja við. Verkin eru eins ólík og þau eru mörg en fjalla um ást og skilnað, meðgöngu og nýtt líf, ókannaðar slóðir (geiminn), mikilvægi tengingar/samskipta, það sem gæti gerst, óvæntan vinskap og heimsenda. Markmiðið með laginu og sýningunni er að kveikja á nýjum heimum í kollinum á fólki og vonandi færa þeim smá meiri birtu í lífið, þó ekki nema það sé í smá stund. Hvað ef að þeir sem horfa á vídeóið fari heim í kvöld og uppgötvi tilgang lífsins? Hvað ef lagið gæti breytt heiminum? Hvað ef við gætum elskað okkur sjálf jafn mikið og við elskum börnin okkar? Hvað ef við gengum á fjórum fótum? Hvað ef? View this post on Instagram A post shared by E G BY Ð MIG FRAM/ UNNUR ELÍSABET (@eg_byd_mig_fram) Annalísa: Þetta er fyrst og fremst búið að vera rosalega gaman. Sýningin samanstendur af sjö 10 mínútna örverkum eftir Unni og annað frábært hæfileikaríkt listafólk. Ég bý til tónlistina í þessum örverkum og sýningunni allri, þannig ég hef fengið að vera með í allri þessari vinnu og það er ótrúlega skemmtilegt og dýrmætt. Þetta er í fyrsta sinn sem ég bý til tónlist og hljóðmynd fyrir atvinnuleiksýningu þannig þetta er stórt og krefjandi verkefni en að sama skapi mjög spennandi og gaman að vinna með svona flottu listafólki.
Tónlist Menning Leikhús Tengdar fréttir Unnur og krassasig gefa út tónlistarmyndband við listaverk Í dag kom út lagið Á milli stunda sem er titillag þriðju sýningarinnar í seríunni Ég býð mig fram í leikstjórn Unnar Elísabetar. Lagið er samið og pródúserað af krassasig sem sér um tónlistina í verkinu. Á milli stunda verður frumsýnt 22. október næstkomandi á Hafnartorgi. 2. október 2020 16:10 Smekklega „dansaralufsan“ Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er dansari og danshöfundur sem stendur fyrir litlu listahátíðinni Ég býð mig fram sem fram fer í Mengi. Hún segist vera að henda sér í alls kyns hlutverk þessa dagana. 13. október 2017 13:00 „Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. 18. maí 2022 20:01 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Unnur og krassasig gefa út tónlistarmyndband við listaverk Í dag kom út lagið Á milli stunda sem er titillag þriðju sýningarinnar í seríunni Ég býð mig fram í leikstjórn Unnar Elísabetar. Lagið er samið og pródúserað af krassasig sem sér um tónlistina í verkinu. Á milli stunda verður frumsýnt 22. október næstkomandi á Hafnartorgi. 2. október 2020 16:10
Smekklega „dansaralufsan“ Unnur Elísabet Gunnarsdóttir er dansari og danshöfundur sem stendur fyrir litlu listahátíðinni Ég býð mig fram sem fram fer í Mengi. Hún segist vera að henda sér í alls kyns hlutverk þessa dagana. 13. október 2017 13:00
„Að búa til eitthvað fallegt úr einhverju ljótu“ Annalísa Hermannsdóttir starfar sem sviðshöfundur, leikstjóri og tónlistarkona. Hún vann tónlistarmyndband ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrr á árinu fyrir myndband við lagið „Ég er bara að ljúga er það ekki?“ og vinnur nú að því að setja upp sýninguna Stelpur og Strákar, sem er frumsýnd 25. maí næstkomandi. Blaðamaður tók púlsinn á Önnulísu. 18. maí 2022 20:01