Tónlist

Tón­leika­ferða­lag og ný plata á leiðinni

Bjarki Sigurðsson skrifar
Barker, Hoppus og DeLonge eru á leið í tónleikaferðalag.
Barker, Hoppus og DeLonge eru á leið í tónleikaferðalag. Getty

Bandaríska popp-pönk hljómsveitin Blink-182 ætlar sér á tónleikaferðalag á næsta ári til að fagna útgáfu nýrrar plötu sem kemur út á næstunni. Hljómsveitin gefur út nýtt lag á föstudaginn.

Blink-182 er ein vinsælasta popp-pönk hljómsveit heims en meðlimir hennar eru Mark Hoppus, Tom DeLonge og Travis Barker. Hoppus spilar á bassa og syngur, DeLonge spilar á gítar og syngur og sér Barker um trommuslátt.

Síðasta plata hljómsveitarinnar kom út árið 2019 og ber nafnið Nine. Á þeirri plötu má finna vinsæl lög á borð við Darkside og Happy Days. 

Lagið sem kemur út á föstudaginn heitir Edging en hvorki er komið nafn á plötuna né búið að gefa út hvenær hún kemur út. 

Tónleikaferðalagið hefst þann 11. mars á næsta ári í borginni Tijuana í Mexíkó. Þar næst þræða þeir Suður-Ameríku og Norður-Ameríku áður en förinni er heitið til Evrópu í september. Þeir munu spila í Danmörku, Noregi og Svíþjóð dagana 12. til 14. september. Engir tónleikar fara fram á Íslandi. Miðasala á tónleika í tónleikaferðalaginu hefst á mánudaginn í næstu viku. 


Tengdar fréttir

Kardashian og Barker trúlofuð

Bandaríska raunveruleikastjarnan Kourtney Kardashian og tónlistarmaðurinn Travis Barker eru trúlofuð. Þó það standi ekki skýrum stöfum í nýrri Instagram-færslu Kardashian þá tala myndirnar sannarlega sínu máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.