Sýnir nýja hlið í heimildamynd um andleg veikindi: „Þetta er byrjunin fyrir mig“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 11. október 2022 16:31 Söng- og leikkonan Selena Gomez sýnir nýja hlið á sjálfri sér í heimildamynd sinni My Mind & Me sem kemur út 4. nóvember. Getty/Axelle/Bauer-Griffin Söng- og leikkonan Selena Gomez birti í gær stiklu úr væntanlegri heimildamynd sinni My Mind & Me. Selena hefur talað opinskátt um andleg veikindi sín. Hún vill nú nýta reynslu sína til þess að hjálpa öðrum og segir heimildamyndina aðeins vera byrjunina. „Hugurinn minn og ég. Stundum náum við ekki alveg saman og þá verður erfitt að anda. En ég myndi ekki vilja breyta lífi mínu,“ segir Selena í stiklunni sem hún birti á Instagram síðu sinni í gær. Þessi texti er jafnframt bútur úr titillagi myndarinnar sem heyra má í stiklunni. Lagið er samið og flutt af Selenu sjálfri. Birti stikluna á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum Hin 30 ára gamla Selena er greind með geðhvarfasýki, þunglyndi og kvíða. Þá var hún lögð inn á spítala árið 2018 eftir að hafa fengið taugaáfall. Í myndinni sýnir hún hvernig það er að lifa með andlegum veikindum. Þá deilir hún jafnframt vegferð sinni í átt að bata. „Allt sem ég hef gengið í gegnum verður þarna. Ég er búin að gera lífsreynsluna að vini mínum. Ég er hamingjusamari og ég stjórna tilfinningum mínum og hugsunum betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Selena. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) „Hér er ég og ég verð að nýta það til góðs“ Í gær var Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og því ekki að ástæðulausu að Selena valdi þann dag til þess að birta stikluna. Síðustu ár hefur Selena verið ötul talskona geðheilbrigðismála. Sjá einnig: Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna „Ég er svolítið stressuð en á sama tíma spennt að deila þessari hlið af mér með ykkur öllum.“ Myndin kemur út þann 4. nóvember á Apple TV+ og er það Alek Keshishian sem sér um leikstjórn og framleiðslu. Hann gerði einnig heimildarmyndina Truth or Dare um söngkonuna Madonnu árið 1991. „Alla mína ævi, alveg síðan ég var barn, hef ég verið að vinna. Ég vil ekki vera heimsfræg, en hér er ég og ég verð því að nota það til góðs,“ segir Selena í stiklunni. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Þetta er byrjunin Selena segist þakklát fyrir það að vera á lífi. Hennar helsti tilgangur í dag sé að hjálpa öðrum sem glíma við geðrænan vanda. Til þess þurfi hún á miðla sinni reynslu áfram. „Ég veit að þetta er byrjunin fyrir mig,“ segir hún. Selena segist aldrei hafa verið á betri stað en nú. Hún rekur vinsæla snyrtivörufyrirtæki sitt Rare Beauty. Þá hefur hún einnig slegið í gegn í þáttunum Only Murders in the Building þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Hér að neðan má sjá stikluna fyrir heimildamyndina My Mind & Me í heild sinni. Geðheilbrigði Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51 Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Hugurinn minn og ég. Stundum náum við ekki alveg saman og þá verður erfitt að anda. En ég myndi ekki vilja breyta lífi mínu,“ segir Selena í stiklunni sem hún birti á Instagram síðu sinni í gær. Þessi texti er jafnframt bútur úr titillagi myndarinnar sem heyra má í stiklunni. Lagið er samið og flutt af Selenu sjálfri. Birti stikluna á Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum Hin 30 ára gamla Selena er greind með geðhvarfasýki, þunglyndi og kvíða. Þá var hún lögð inn á spítala árið 2018 eftir að hafa fengið taugaáfall. Í myndinni sýnir hún hvernig það er að lifa með andlegum veikindum. Þá deilir hún jafnframt vegferð sinni í átt að bata. „Allt sem ég hef gengið í gegnum verður þarna. Ég er búin að gera lífsreynsluna að vini mínum. Ég er hamingjusamari og ég stjórna tilfinningum mínum og hugsunum betur en nokkru sinni fyrr,“ segir Selena. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) „Hér er ég og ég verð að nýta það til góðs“ Í gær var Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn og því ekki að ástæðulausu að Selena valdi þann dag til þess að birta stikluna. Síðustu ár hefur Selena verið ötul talskona geðheilbrigðismála. Sjá einnig: Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna „Ég er svolítið stressuð en á sama tíma spennt að deila þessari hlið af mér með ykkur öllum.“ Myndin kemur út þann 4. nóvember á Apple TV+ og er það Alek Keshishian sem sér um leikstjórn og framleiðslu. Hann gerði einnig heimildarmyndina Truth or Dare um söngkonuna Madonnu árið 1991. „Alla mína ævi, alveg síðan ég var barn, hef ég verið að vinna. Ég vil ekki vera heimsfræg, en hér er ég og ég verð því að nota það til góðs,“ segir Selena í stiklunni. View this post on Instagram A post shared by Selena Gomez (@selenagomez) Þetta er byrjunin Selena segist þakklát fyrir það að vera á lífi. Hennar helsti tilgangur í dag sé að hjálpa öðrum sem glíma við geðrænan vanda. Til þess þurfi hún á miðla sinni reynslu áfram. „Ég veit að þetta er byrjunin fyrir mig,“ segir hún. Selena segist aldrei hafa verið á betri stað en nú. Hún rekur vinsæla snyrtivörufyrirtæki sitt Rare Beauty. Þá hefur hún einnig slegið í gegn í þáttunum Only Murders in the Building þar sem hún fer með eitt af aðalhlutverkunum. Hér að neðan má sjá stikluna fyrir heimildamyndina My Mind & Me í heild sinni.
Geðheilbrigði Hollywood Heilsa Tengdar fréttir Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51 Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Hræðslan fór þegar hún fékk greininguna Selena Gomez var nýlega greind með geðhvarfasýki og segir hún það hafa hjálpað henni mikið við að takast á við undanfarin ár. 3. apríl 2020 21:51
Selena Gomez prýðir forsíðu Vogue í fyrsta skiptið Söngkonan lítur frábærlega út í Vogue þar sem hún opnar sig um tilfinningalega erfiðleika. 17. mars 2017 09:30