Ást, dauði og sálfræðingar á fyrstu breiðskífu Kvikindis Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 10. október 2022 15:31 Brynhildur Karlsdóttir og Friðrik Margrétar- Guðmundsson mynda hljómsveitina Kvikindi ásamt Valgeiri Skorra Vernharðssyni. Gunnlöð Jóna Rafpoppþríeykið Kvikindi var að senda frá sér plötu síðastliðinn föstudag. Þetta er þeirra fyrsta breiðskífa og ber titilinn Ungfrú Ísland. Mýkri og stelpulegri heimur Þar með hefst ævilöng herferð sveitarinnar um að gera heiminn mýkri, stelpulegri og prýða hann fleiri synþlaglínum. Sveitin gaf út tilkynningu sem segir að það séu einmitt þeirra markmið en það má með sanni segja að platan hafi komið út á áhugaverðum tíma. Mynd fyrir plötuna Ungfrú Ísland.Aðsend Tilviljanir og langþráð bylting „Það er skemmtileg tilviljun að langþráð plata okkar í Kvikindi komi út í sömu viku og ég tek þátt í langþráðri byltingu með hugrökkum MH-ingum. Svona er stundum alheimurinn,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og einn af stofnendum hljómsveitarinnar. Hún bætir við að það fylgi því alls kyns tilfinningar að vera búin að senda frá sér þessa plötu en lagið Beta er tileinkað Elísabetu Segler, vinkonu Brynhildar sem tók eigið líf árið 2019. „Þetta eru vægast sagt blendnar tilfinningar. Það er bæði bilaður fögnuður að gefa loksins plötuna út en hún er búin að vera í vinnslu í þrjú ár, fyrstu lögin voru samin árið 2019. Svo náttúrulega til að vera alveg hreinskilin þá er síðasta vika búin að róta svolítið i mínum tilfinningum. Mikil gleði en bæði súrt og sætt, allur tilfinningaskalinn.“ View this post on Instagram A post shared by Kvikindi (@kvikindi_music) Popp og garg um ást, dauða og sálfræðinga Í fréttatilkynningu segir að platan sé samin af hálfgerðum útlögum í eyðimörk andlegra geðshræringa og kvartlífskrísu, eins og meðlimir sveitarinnar séu að rúnta í þúsundasta sinn og ákveði loks að snarhækka í græjunum, úr þeim ómi popp og garg um ást, dauða og sálfræðinga. „Þetta er að einhverju leyti uppgjör við síðustu tíu ár lífs míns, þegar ég var áhyggjulaus Ungfrú Ísland, áður en ég varð móðir, þegar ég hélt enn að lífið væri tilgangslaust og alltaf ástæða til að öskra eða gráta,“ segir Brynhildur en hún vakti fyrst athygli í tónlistarheiminum þegar hún vann Músíktilraunir með pönksveitinni Hórmónum. Kvikindi var stofnað 2019 af þeim Brynhildi og Friðriki Margrétar- Guðmundssyni, sem hefur getið sér gott orð sem tónskáld og óperusmiður en hann vann tónlist ársins á Grímunni í fyrra. Valgeir Skorri Vernharðsson, heimsklassatrommari, slóst í för með þeim skömmu síðar. Því lýsa þau sér nú sem óstöðvandi þríeyki sem miðar hátt. View this post on Instagram A post shared by Kvikindi (@kvikindi_music) Tvær ástríður sameinast Það er margt spennandi á döfinni en hljómsveitin stefnir á að halda útgáfutónleika snemma árs 2023. „Ég er með þriggja mánaða barn þannig við ætlum aðeins að spara okkur og koma með einhverja sprengju á næsta ári.“ View this post on Instagram A post shared by Kvikindi (@kvikindi_music) Undirbúningur fyrir tónleikana er hafinn þar sem öllu verður til tjaldað og dansrútínur eru í vinnslu en Brynhildur er með bakgrunn í dansi. „Ég er upprunalega dansari og mér finnst ég vera það í grunninn. Ég hef þráð mjög lengi að fá að blanda saman tónlist og dansi sem eru tvær ástríður hjá mér og ég ætla að láta það gerast á þessum útgáfutónleikum,“ segir Brynhildur að lokum. Tónlist Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. 6. október 2022 14:01 Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01 Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00 Brynhildur og Matthías eiga von á barni Tónlistarmaðurinn Matthías Tryggvi Haraldsson og söng- og leikkonan Brynhildur Karlsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. 11. janúar 2022 15:07 Föstudagsplaylisti Brynhildar Karlsdóttur Diskótekið „Endurtekið“. Sama lag spilað í sí og æ. Plötuþeytirinn er Hórmóninn Brynhildur Karlsdóttir. 25. október 2019 12:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Mýkri og stelpulegri heimur Þar með hefst ævilöng herferð sveitarinnar um að gera heiminn mýkri, stelpulegri og prýða hann fleiri synþlaglínum. Sveitin gaf út tilkynningu sem segir að það séu einmitt þeirra markmið en það má með sanni segja að platan hafi komið út á áhugaverðum tíma. Mynd fyrir plötuna Ungfrú Ísland.Aðsend Tilviljanir og langþráð bylting „Það er skemmtileg tilviljun að langþráð plata okkar í Kvikindi komi út í sömu viku og ég tek þátt í langþráðri byltingu með hugrökkum MH-ingum. Svona er stundum alheimurinn,“ segir Brynhildur Karlsdóttir, söngkona og einn af stofnendum hljómsveitarinnar. Hún bætir við að það fylgi því alls kyns tilfinningar að vera búin að senda frá sér þessa plötu en lagið Beta er tileinkað Elísabetu Segler, vinkonu Brynhildar sem tók eigið líf árið 2019. „Þetta eru vægast sagt blendnar tilfinningar. Það er bæði bilaður fögnuður að gefa loksins plötuna út en hún er búin að vera í vinnslu í þrjú ár, fyrstu lögin voru samin árið 2019. Svo náttúrulega til að vera alveg hreinskilin þá er síðasta vika búin að róta svolítið i mínum tilfinningum. Mikil gleði en bæði súrt og sætt, allur tilfinningaskalinn.“ View this post on Instagram A post shared by Kvikindi (@kvikindi_music) Popp og garg um ást, dauða og sálfræðinga Í fréttatilkynningu segir að platan sé samin af hálfgerðum útlögum í eyðimörk andlegra geðshræringa og kvartlífskrísu, eins og meðlimir sveitarinnar séu að rúnta í þúsundasta sinn og ákveði loks að snarhækka í græjunum, úr þeim ómi popp og garg um ást, dauða og sálfræðinga. „Þetta er að einhverju leyti uppgjör við síðustu tíu ár lífs míns, þegar ég var áhyggjulaus Ungfrú Ísland, áður en ég varð móðir, þegar ég hélt enn að lífið væri tilgangslaust og alltaf ástæða til að öskra eða gráta,“ segir Brynhildur en hún vakti fyrst athygli í tónlistarheiminum þegar hún vann Músíktilraunir með pönksveitinni Hórmónum. Kvikindi var stofnað 2019 af þeim Brynhildi og Friðriki Margrétar- Guðmundssyni, sem hefur getið sér gott orð sem tónskáld og óperusmiður en hann vann tónlist ársins á Grímunni í fyrra. Valgeir Skorri Vernharðsson, heimsklassatrommari, slóst í för með þeim skömmu síðar. Því lýsa þau sér nú sem óstöðvandi þríeyki sem miðar hátt. View this post on Instagram A post shared by Kvikindi (@kvikindi_music) Tvær ástríður sameinast Það er margt spennandi á döfinni en hljómsveitin stefnir á að halda útgáfutónleika snemma árs 2023. „Ég er með þriggja mánaða barn þannig við ætlum aðeins að spara okkur og koma með einhverja sprengju á næsta ári.“ View this post on Instagram A post shared by Kvikindi (@kvikindi_music) Undirbúningur fyrir tónleikana er hafinn þar sem öllu verður til tjaldað og dansrútínur eru í vinnslu en Brynhildur er með bakgrunn í dansi. „Ég er upprunalega dansari og mér finnst ég vera það í grunninn. Ég hef þráð mjög lengi að fá að blanda saman tónlist og dansi sem eru tvær ástríður hjá mér og ég ætla að láta það gerast á þessum útgáfutónleikum,“ segir Brynhildur að lokum.
Tónlist Tengdar fréttir Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. 6. október 2022 14:01 Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01 Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00 Brynhildur og Matthías eiga von á barni Tónlistarmaðurinn Matthías Tryggvi Haraldsson og söng- og leikkonan Brynhildur Karlsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. 11. janúar 2022 15:07 Föstudagsplaylisti Brynhildar Karlsdóttur Diskótekið „Endurtekið“. Sama lag spilað í sí og æ. Plötuþeytirinn er Hórmóninn Brynhildur Karlsdóttir. 25. október 2019 12:30 Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Gríðarlegur fjöldi mótmælti um allt land og ráðherra baðst afsökunar Framhaldsskólanemendur víðs vegar um landið yfirgáfu skólastofur sínar klukkan ellefu í dag. Fleiri hundruð ef ekki þúsund söfnuðust saman á skólalóð Menntaskólans við Hamrahlíð og mótmæltu viðbragðsleysi skólastjórnenda í kynferðisbrotamálum innan veggja framhaldsskólanna. Menntamálaráðherra biðst afsökunar á að ekki hafi verið hlustað á nemendur. 6. október 2022 14:01
Nokkur hundruð nemenda mótmæla við MH Nemendur við Menntaskólann við Hamrahlíð og öðrum framhaldsskólum krefjast þess að tekið verði af sömu alvöru, ef ekki meiri, á kynferðisbrotum og öðrum ofbeldisbrotum í skólum hér á landi. Allir nemendur eigi rétt á því að vera í öruggu umhverfi. 6. október 2022 11:01
Fékk afsökunarbeiðni frá rektor í morgunsárið Rektor Menntaskólans í Hamrahlíð hefur beðið fyrrverandi nemenda afsökunar á því hvernig tekið var á málinu þegar henni var nauðgað af samnemanda fyrir áratug. Henni hefur verið boðið á fund með skólastjórnendum til að ræða hvað megi betur fara en hún segir dýrmætt að henni sé loksins trúað og að skólinn viðurkenni að það hafi ekki verið brugðist rétt við á sínum tíma. 5. október 2022 13:00
Brynhildur og Matthías eiga von á barni Tónlistarmaðurinn Matthías Tryggvi Haraldsson og söng- og leikkonan Brynhildur Karlsdóttir eiga von á sínu fyrsta barni saman. 11. janúar 2022 15:07
Föstudagsplaylisti Brynhildar Karlsdóttur Diskótekið „Endurtekið“. Sama lag spilað í sí og æ. Plötuþeytirinn er Hórmóninn Brynhildur Karlsdóttir. 25. október 2019 12:30