Silli kokkur sá næstbesti í Evrópu Bjarki Sigurðsson skrifar 9. október 2022 19:12 Að sögn einhverra dómara var borgarinn besti réttur hátíðarinnar. Vagn Silla kokks lenti í öðru sæti í keppninni um Besta götubita Evrópu sem fram fór um helgina. Borgarinn hans Silla var valinn sá besti en Silli var einnig í öðru sæti í kosningu gesta hátíðarinnar. Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn. „Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ segir Silli í samtali við fréttastofu. Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður. Silli fékk viðurkenningu fyrir besta borgara hátíðarinnar. Hamborgarinn sem Silli bauð upp á og hlaut verðlaun fyrir besta borgara hátíðarinnar var gæsaborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með bláberjum og krækiberjum og rúkóla. Brauðið er kartöflusmjörbrauð frá Deig. „Dómararnir sögðu flestir að þeim þætti borgarinn það besta sem þeir fengu á hátíðinni. En það eru tveir réttir dæmdir þannig hinn rétturinn minn dróg mig aðeins niður, þess vegna er ég í öðru sæti ekki fyrsta,“ segir Silli en hinn rétturinn hans var hreindýrapulsa. Annað sæti í kosningu gesta verður að teljast sem sigur en auðvitað var það þýski vagninn sem sigraði hana. Silli segir að það hefði verið galið ef heimamenn hefðu kosið einhvern annan en þeirra fulltrúa. „Þetta er eiginlega bara heimamenn. Það er alveg þannig. Þjóðverjar eru rosa margir annað hvort grænmetisætur eða vegan. Sú sem vann í kosningu gesta vann líka besta grænmetisbitann. Hún er líka þekkt meðal heimamanna,“ segir Silli. Næst á dagskrá hjá Silla er 220 manna villibráðarhlaðborð sem fram fer næstu helgi í Samskipahöllinni í Kópavogi. Nú fer hver að verða seinastur að kaupa miða en einungis tuttugu miðar eru eftir. Matur Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira
Besti götubiti Evrópu er valinn ár hvert á hátíðinni European Street Food Awards. Í ár sendu sextán þjóðir fulltrúa á hátíðina sem fram fór í Þýskalandi. Silli segir ekki annað vera hægt en að vera ánægður með árangurinn. „Ég er allavega með besta borgarann í Evrópu. Auðvitað er maður með blendnar tilfinningar, maður vill vinna. Maður getur samt ekki nema verið en ánægður með annað sætið. Þetta eru sextán bestu í allri Evrópu þannig næst besti er bara geggjað þó maður vilji alltaf fyrsta sætið,“ segir Silli í samtali við fréttastofu. Besti þetta árið kom frá Skotlandi og kusu gestir hátíðarinnar þýska vagninn þann besta. Þrátt fyrir að hafa búist við því að enda ofarlega þá er annað sætið fram úr bestu vonum Silla. Hann hefur mikla trú á sinni vöru og er mikill keppnismaður. Silli fékk viðurkenningu fyrir besta borgara hátíðarinnar. Hamborgarinn sem Silli bauð upp á og hlaut verðlaun fyrir besta borgara hátíðarinnar var gæsaborgari með reyktri gráðostasósu, sultuðum rauðlauk með bláberjum og krækiberjum og rúkóla. Brauðið er kartöflusmjörbrauð frá Deig. „Dómararnir sögðu flestir að þeim þætti borgarinn það besta sem þeir fengu á hátíðinni. En það eru tveir réttir dæmdir þannig hinn rétturinn minn dróg mig aðeins niður, þess vegna er ég í öðru sæti ekki fyrsta,“ segir Silli en hinn rétturinn hans var hreindýrapulsa. Annað sæti í kosningu gesta verður að teljast sem sigur en auðvitað var það þýski vagninn sem sigraði hana. Silli segir að það hefði verið galið ef heimamenn hefðu kosið einhvern annan en þeirra fulltrúa. „Þetta er eiginlega bara heimamenn. Það er alveg þannig. Þjóðverjar eru rosa margir annað hvort grænmetisætur eða vegan. Sú sem vann í kosningu gesta vann líka besta grænmetisbitann. Hún er líka þekkt meðal heimamanna,“ segir Silli. Næst á dagskrá hjá Silla er 220 manna villibráðarhlaðborð sem fram fer næstu helgi í Samskipahöllinni í Kópavogi. Nú fer hver að verða seinastur að kaupa miða en einungis tuttugu miðar eru eftir.
Matur Íslendingar erlendis Þýskaland Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Fleiri fréttir Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Sjá meira