Aftur skoraði Haaland er City sótti toppsætið 8. október 2022 16:15 Erling Haaland var á skotskónum gegn Southampton. Getty Images Manchester City vann öruggan 4-0 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Erling Haaland skoraði aftur, í sínum sjöunda leik í röð í deildinni. Joao Cancelo skoraði fyrsta mark City á 20. mínútu leiksins eftir undirbúning Phil Foden sem skoraði svo sjálfur annað mark leiksins rúmum 12 mínútum síðar og City leiddi með tveimur mörkum í leikhlé. Riyad Mahrez gerði svo þriðja mark City stuttu eftir hálfleikinn áður en Haaland gerði sitt 15. mark í ensku úrvalsdeildinni í aðeins níu leikjum á 65. mínútu og þar við sat, 4-0. Með sigrinum fer Manchester City í efsta sæti deildarinnar með 23 stig. City er nú tveimur stigum á undan Arsenal sem á leik til góða á morgun gegn Liverpool. Southampton er á sama tíma í 16. sæti með sjö stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið. Enski boltinn
Manchester City vann öruggan 4-0 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í dag. Erling Haaland skoraði aftur, í sínum sjöunda leik í röð í deildinni. Joao Cancelo skoraði fyrsta mark City á 20. mínútu leiksins eftir undirbúning Phil Foden sem skoraði svo sjálfur annað mark leiksins rúmum 12 mínútum síðar og City leiddi með tveimur mörkum í leikhlé. Riyad Mahrez gerði svo þriðja mark City stuttu eftir hálfleikinn áður en Haaland gerði sitt 15. mark í ensku úrvalsdeildinni í aðeins níu leikjum á 65. mínútu og þar við sat, 4-0. Með sigrinum fer Manchester City í efsta sæti deildarinnar með 23 stig. City er nú tveimur stigum á undan Arsenal sem á leik til góða á morgun gegn Liverpool. Southampton er á sama tíma í 16. sæti með sjö stig, einu stigi fyrir ofan fallsvæðið.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti