Íslenski boltinn

Fyrstir í 29 ár til að skora sextíu mörk í efstu deild

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danijel Dejan Djuric fagnar sigurmarki sínu á móti Valsmönnum í Víkinni í gær. Djuric kom inn á sem varamaður og skorað tvívegis á lokakafa leiksins.
Danijel Dejan Djuric fagnar sigurmarki sínu á móti Valsmönnum í Víkinni í gær. Djuric kom inn á sem varamaður og skorað tvívegis á lokakafa leiksins. Vísir/Vilhelm

Nýkrýndir bikarmeistarar Víkinga skoruðu í gær sitt sextugasta mark í Bestu deild karla í fótbolta í sumar og eru aðeins annað félagið í sögu efstu deildar karla til að ná slíkum markafjölda á einu tímabili.

Víkinga vantar nú aðeins eitt mark í viðbót til að jafna markamet Skagamanna sem skoruðu 62 mörk í 18 leikjum sumarið 1993.

Skagamenn bættu markametið um fimmtán mörk það sumar (47 mörk - ÍA 1978) og ekkert lið hefur verið nálægt því að jafna það afrek fyrr en í sumar.

Fjórir fleiri leikir í tólf liða deild höfðu ekki dugað til en nú þegar fimm leikja úrslitakeppni bætist við þá lítur út fyrir að metið falli loksins.

Skagamenn hafa í raun átt markametið í 44 ár eða síðan að Skagamenn bættu þá tveggja ára gamalt markamet Valsmanna sumarið 1978. Valsmenn höfðu áður tekið metið af KR-ingum sem áttu það frá 1959 til 1976.

  • Þróun markametsins frá því að deildarskipting var tekin upp 1955:
  • 23 mörk - ÍA 1955 (5 leikir)
  • 23 mörk - ÍA 1958 (5 leikir)
  • 41 mark - KR 1959 (10 leikir)
  • 41 mark - KR 1960 (10 leikir)
  • 45 mörk - Valur 1976 (16 leikir)
  • 47 mörk - ÍA 1978 (18 leikir)
  • 62 mörk - ÍA 1993 (18 leikir)
  • --
  • Flest mörk á einu tímabili í efstu deild:
  • 62 mörk - ÍA 1993
  • 61 mark - Víkingur R. 2022
  • 58 mörk - Breiðablik 2022
  • 58 mörk - KR 2009
  • 57 mörk - FH 2009
  • 55 mörk - Breiðablik 2021
  • 54 mörk - Keflavík 2008
  • 53 mörk - FH 2005
  • 51 mark - Stjarnan 2011
  • 51 mark - FH 2012



Fleiri fréttir

Sjá meira


×