Lífið

Gulli var nálægt því að missa meistaraprófið

Stefán Árni Pálsson skrifar
B nafnarnir flottir saman.
B nafnarnir flottir saman.

Gunnlaugur Helgason, betur þekktur sem Gulli byggir úr samnefndum sjónvarpsþáttum, var einu sinni nálægt því að missa meistarapróf sitt. Gulli snerti aðeins á þessu í spurningaflóði í fallturninum í Laugardal á dögunum.

Gústi B, útvarpsmaður á FM957, dró Gulla með sér í fallturninn í Fjölskyldu og húsdýragarðinum á dögunum. Heldur óvenjulegur staður fyrir viðtöl.

Gústi spurði Gulla meðal annars út í það hvort hann sæi ekki eftir einhverju. Einhver mistök sem hann hefði gert. Á daginn kom að Gulli gleymdi einu sinni að sækja um byggingaleyfi. Án þess að fara út í smáatriði kom fram að hann óttaðist um að missa réttindi sín.

Þá sagði Gulli frá tilurð þáttanna Gulli byggir, uppáhaldsverkfærinu sínu og fleiru. Saman komust þeir að því að þeir heita í raun báðir B, Gulli B og Gústi B, eins og sjá má í þessu skemmtilega innslagi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×