Sport

Kannabis áfram á bannlista lyfjaeftirlitsins

Atli Arason skrifar
Sha'Carri Richardson missti af Ólympíuleikunum eftir að Kannabis fannst í blóði hennar.
Sha'Carri Richardson missti af Ólympíuleikunum eftir að Kannabis fannst í blóði hennar. Getty Images

Alþjóðlega lyfjaeftirlitið, WADA (e. World Anti-Doping Agnecy), hefur tilkynnt eftir nánari endurskoðun að kannabis verður áfram á bannlista yfir þau lyf sem íþróttamönnum er bannað að taka inn.

WADA hefur yfirsýn yfir þau lyf sem gætu bætt frammistöðu þeirra íþróttamanna sem taka þau inn. Á síðasta ári var bandaríska spretthlauparanum Sha'Carri Richardson, sjöttu hröðustu konu heims, meinuð þátttaka frá Ólympíuleikunum í Tokyo í síðasta sumar eftir að kannabis fannst í blóði hennar við lyfjapróf

Kannabis er löglegt efni í 38 af 50 ríkjum Bandaríkjanna, sem og víðar um heim. Það varð til þess að WADA endurskoðaði ákvörðun sína, eftir þrýsting frá hagsmunaaðilum.

„Ekki dæma mig. Ég er bara mennsk, það vil bara svo til að ég hleyp aðeins hraðar en flestir,“ sagði Richardson við NBC, eftir að bannið lág fyrir. 

Richardson sagðist hafa notað kannabis eftir að móðir hennar lést, að efnið hafi hjálpað henni að komast yfir andlát hennar.

„Ég biðst afsökunar á því að vita ekki hvernig ég ætti að eiga við tilfinningar mínar eða hvernig ég átti að bregðast við andláti hennar,“ bætti Richardson við

Alþjóðlega lyfjaeftirlitið tilkynnti einnig að verkalyfið Tramadol væri komið á bannlista frá og með árinu 2024. Tramadol er ópíóða verkjalyf og talið ávanabindandi. Chris Kirkland, fyrrum markvörður Liverpool, tjáði sig um verkjalyfið fyrir ekki svo löngu síðan þar sem Kirkland sagðist hafa verið háður lyfinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×