Rafíþróttir

2. umferð CS:GO lokið: Staðan og næstu leikir

Snorri Rafn Hallsson skrifar
umferð2

2. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með sigri Fylkis á Ten5ion. Dusty, Þór, NÚ, og Ármann unnu einnig sína leiki.

Leikir vikunnar

Viðstöðu 5 – 16 Dusty

Dusty voru í fantaformi þegar þeir mættu Viðstöðu á þriðjudagskvöldið í Inferno. Thor heldur vappahlutverkinu þó StebbiC0C0 sé snúinn aftur í liðið og leysti það með prýði. Lítið fór fyrir vanvirðingu hjá Dusty sem áður var algengt og strax frá upphafi stillti Dusty upp þéttri vörn með Thor á vappanum og C0C0 á rifflinum. 

Viðstöðu gekk illa að komast inn á sprengjusvæðinu og í sókninni beitti Dusty hand- og reyksprengjum til að tryggja sér svæði og raða inn lotum í síðari hálfleik.

SAGA 15 – 19 Þór

Í Ancient voru Þórsarar afar sannfærandi framan af og komust í 5–0 áður en DOM krækti í fyrsta stigið fyrir SAGA. SAGA náði þó að jafna en Peterrr var í lykilhlutverki í að vinna forskot Þórs upp aftur.

Þórkomst í stöðuna 15–6 með snjöllum reyksprengjum til að tryggja sér yfirráð á kortinu og fella andstæðingana og var við það að vinna leikinn þegar SAGA loks tók við sér. Allir leikmenn liðsins fóru á kostum og í 30. lotu rauf DOM 30-múrinn til að koma leiknum í framlengingu.

Þar átti Jón stóran þátt á því að vinna leikinn fyrir Þór.

LAVA 9 – 16 NÚ

NÚ tryggði sér snemma gott forskot í Mirage þar sem leikmenn liðsins sýndu mikinn aga í hægum og vel æfðum aðgerðum sem Spike réð ekkert við með vappanum. LAVA nálgaðist NÚ hægt og rólega í upphafi síðari hálfleiks þar sem Goa7er varði sprengjuna vel. Það var þó of seint í rassinn gripið og NÚ raðaði hverri lotunni inn á fætur annarri. RavlE var hvað atkvæðamestur í að brjóta vörn LAVA á bak aftur og léku leikmenn liðsins hver af öðrum til að vinna öruggan sigur.

Ármann 16 – 11 Breiðablik

Ármann var lengi í gang í Nuke og hafði Breiðablik góða stjórn á leiknum í upphafi. ÁRmann tók þó við sér um miðbik hálfleiksins. Ofvirkur fór fremstur í flokki og skapaði tækifæri fyrir Varg og Hundza til að sópa Breiðabliki upp. Þeir fundu lausnir á reykveggjum andstæðinganna og tókst því á ótrúlegan hátt að vinna 7 lotur í röð og fara inn í síðari hálfleik með ágætis forskot.

Ármann hélt áfram að raða inn lotunum í sókninni. Vargur stóð vörðinn á rampinum og fljótlega voru leikmenn Breiðabliks orðnir bæði blankir og ráðalausir. Ármann teygði vel á vörn Breiðabliks til að sækja fellur og vinna leikinn örugglega.

TEN5ION 17 – 19 Fylkir

Hugo og Capping fóru miklum í Nuke til að tryggja TEN5ION fínt forskot í fyrri hálfleiknum. Ekki skemmdi fyrir að Snær hjá Fylki komst ekki á blað fyrr en í 12. lotu en hann áttí síðan sinn þátt í því að Fylki tókst að jafna í síðari hálfleik. Þá var það Gvendur sem náði að knýja fram framlengingu en Brnr var einkar öflugur líka og innsiglaði sigurinn í síðustu lotu framlengingarinnar þegar hann var einn gegn tveimur, kom sprengjunni fyrir og felldi bæði Vikka og Sveittan.

Staðan

Dusty, Þór, NÚ og Ármann hafa unnið báða leiki sína, SAGA einungis fyrri leik sinn en hin liðin eru enn stigalaus. Í næstu umferð fer þó að skilja á milli þar sem Ármann mætir Dusty og einungis annað liðið getur náð sér í stig. Sama má segja um botnslagina milli LAVA og TEN5ION annars vegar og Viðstöðu og Breiðablik hins vegar. Við munum því sjá fleiri lið um miðbik töflunnar og verður spennandi að sjá hvernig hún á eftir að þróast eftir því sem liðið leika fleiri leiki.

Næstu leikir

3. umferðin í Ljósleiðaradeildinni fer fram dagana 27. og 29. september:

  • Þór – Fylkir, þriðjudaginn 27/9, klukkan 19:30
  • Ármann – Dusty, þriðjudaginn 27/9, klukkan 20:30
  • LAVA – TEN5ION, fimmtudaginn 29/9 klukkan 19:30
  • SAGA – NÚ, fimmtudaginn 29/9, klukkan 20:30
  • Breiðablik – Viðstöðu, fimmtudaginn 29/9, klukkan 21:30

Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.


Tengdar fréttir

Brnr leiddi Fylki til sigurs

Það voru TEN5ION og Fylkir sem hringdu 2. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO út með æsispennandi leik.

RavlE og félagar í NÚ rúlluðu LAVA upp

NÚ og LAVA mættust í 2. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO. LAVA var pakkað saman af Þór í síðustu viku en NÚ hafði betur gegn Fylki í þrefaldri framlengingu.

StebbiC0C0 stal senunni

Lið Dusty og Viðstöðu hleyptu 2. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO af stað í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×