„Fjallar að miklu leyti um þetta ferli mitt að verða ástfangin af konu” Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2022 17:00 Margrét Rán Dóra Dúnu Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér sína þriðju plötu sem nefnist einfaldlega VÖK. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag mun VÖK koma fram á Iceland Airwaves í ár. „Í okkar tilviki þá kom Covid á fullkomnum tíma því við vorum búin að ákveða að koma okkur fyrir í hljóðverinu, leggjast í dvala og gera plötu númer þrjú,” segir Margrét Rán Magnúsdóttir söngkona- og hljómborðsleikari sem skipar Vök ásamt Einari Stef bassaog gítarleikara og Bergi Dagbjartssyni trommuleikara. Margrét segir að ferlið hafi samt verið bæði krefjandi og einmannalegt út af heimsfaraldrinum. „Tíminn virtist standa í stað en það var á einhvern undarlegan hátt dýrmætt að fá að upplifa þetta skrítna ástand. Ég er sannfærð um að þessar aðstæður hjálpuðu mér að fara djúpt innávið og rifja upp tímann þegar ég var að koma úr skápnum sem varð svo yrkisefnið. Það var kaffærandi fyrir mig að vera föst í sjálfri mér þegar ég var unglingur og skildi eftri sig djúp sár sem ég er ennþá að kljást við. Platan fjallar að miklu leyti um þetta ferli mitt að verða ástfangin af konu og koma út úr skápnum. Ég sé það svo skýrt núna hvað það er mikilvægt að fá að vera maður sjálfur. Platan hjálpaði mér að taka utan um þetta ferli og leyfa sárunum að gróa. Hún fjallar um mikilvægi þess að vera sýnilegur því við eigum öll skilið að fá að fá samþykki fyrir að vera við sjálf og líða vel í eigin skinni.” Hljómsveitin VÖKDóra Dúna Öðruvísi ferli Hjómsveitin hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. Á þessari plötu leitast þau við að brjóta formið á lagasmíðunum og leika sér með óvænt og mótsagnakenndar hugmyndir. Hljómsveitin sá sjálf um upptökur á plötunni sem fóru fram í hljóðverum þeirra í Hafnarfirði og Reykjavík. Platan geymir 12 lög sem mörg hafa verið gefin út. „Við vildum leyfa lögunum að njóta sín og hefum því kynnt þau eitt af öðru sl. ár,” segir Einar Stef. „Þetta ferli er búið að vera öðruvísi en áður hjá okkur en við erum mjög ánægð með útkomuna.” Vök fengu David Wrench til liðs við sig til að hljóðblanda plötuna en hann hefur m.a. unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Auk þess vann Friðfinnur Oculus við hljóðblöndun plötunnar en Glenn Schick (Phoebe Bridgers, Future) masteraði hana. Hönnun umslags var í höndum Bobby Breiðholt og Maríu Guðjohnsen Vök er á mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Útgáfutónleikar verða í Gamla Bíó 21. október og á Græna hattinum 22. október. Plötuna má nú finna í heild sinni á Spotify. Tónlist Hinsegin Tengdar fréttir Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31 Nýtt lag frá Vök: „Að utan virðist hún djörf og óttalaus, en að innan er hún niðurbrotin og hrædd“ Þríeykið Vök var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Miss Confidence“ og fylgir í kjölfar „Lose Control“ sem gefið var út í lok febrúar. 25. apríl 2022 16:00 Glænýtt tónlistarmyndband hjá hljómsveitinni Vök: „Eigum það til að grafa dálítið dýpra í hlutina“ Hljómsveitin Vök sendi frá sér lagið Lose Control fyrr í dag ásamt glænýju tónlistarmyndbandi. 25. febrúar 2022 12:51 Margrét gerir upp æskuna á nýrri plötu Vök: „Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes“ Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér EP plötuna, Feeding on a Tragedy. Nýjasta lagið heitir Running Wild. 8. október 2021 16:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Í okkar tilviki þá kom Covid á fullkomnum tíma því við vorum búin að ákveða að koma okkur fyrir í hljóðverinu, leggjast í dvala og gera plötu númer þrjú,” segir Margrét Rán Magnúsdóttir söngkona- og hljómborðsleikari sem skipar Vök ásamt Einari Stef bassaog gítarleikara og Bergi Dagbjartssyni trommuleikara. Margrét segir að ferlið hafi samt verið bæði krefjandi og einmannalegt út af heimsfaraldrinum. „Tíminn virtist standa í stað en það var á einhvern undarlegan hátt dýrmætt að fá að upplifa þetta skrítna ástand. Ég er sannfærð um að þessar aðstæður hjálpuðu mér að fara djúpt innávið og rifja upp tímann þegar ég var að koma úr skápnum sem varð svo yrkisefnið. Það var kaffærandi fyrir mig að vera föst í sjálfri mér þegar ég var unglingur og skildi eftri sig djúp sár sem ég er ennþá að kljást við. Platan fjallar að miklu leyti um þetta ferli mitt að verða ástfangin af konu og koma út úr skápnum. Ég sé það svo skýrt núna hvað það er mikilvægt að fá að vera maður sjálfur. Platan hjálpaði mér að taka utan um þetta ferli og leyfa sárunum að gróa. Hún fjallar um mikilvægi þess að vera sýnilegur því við eigum öll skilið að fá að fá samþykki fyrir að vera við sjálf og líða vel í eigin skinni.” Hljómsveitin VÖKDóra Dúna Öðruvísi ferli Hjómsveitin hefur löngu getið sér gott orð fyrir draumkenndan og lagskiptan hljóðheim þar sem electro og indie poppi er blandað saman. Á þessari plötu leitast þau við að brjóta formið á lagasmíðunum og leika sér með óvænt og mótsagnakenndar hugmyndir. Hljómsveitin sá sjálf um upptökur á plötunni sem fóru fram í hljóðverum þeirra í Hafnarfirði og Reykjavík. Platan geymir 12 lög sem mörg hafa verið gefin út. „Við vildum leyfa lögunum að njóta sín og hefum því kynnt þau eitt af öðru sl. ár,” segir Einar Stef. „Þetta ferli er búið að vera öðruvísi en áður hjá okkur en við erum mjög ánægð með útkomuna.” Vök fengu David Wrench til liðs við sig til að hljóðblanda plötuna en hann hefur m.a. unnið með tónlistarfólki á borð við Jungle, David Byrne, Caribou og The XX. Auk þess vann Friðfinnur Oculus við hljóðblöndun plötunnar en Glenn Schick (Phoebe Bridgers, Future) masteraði hana. Hönnun umslags var í höndum Bobby Breiðholt og Maríu Guðjohnsen Vök er á mála hjá alþjóðlega fyrirtækinu Nettwerk en gefa út undir eigin merkjum á Íslandi. Útgáfutónleikar verða í Gamla Bíó 21. október og á Græna hattinum 22. október. Plötuna má nú finna í heild sinni á Spotify.
Tónlist Hinsegin Tengdar fréttir Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31 Nýtt lag frá Vök: „Að utan virðist hún djörf og óttalaus, en að innan er hún niðurbrotin og hrædd“ Þríeykið Vök var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Miss Confidence“ og fylgir í kjölfar „Lose Control“ sem gefið var út í lok febrúar. 25. apríl 2022 16:00 Glænýtt tónlistarmyndband hjá hljómsveitinni Vök: „Eigum það til að grafa dálítið dýpra í hlutina“ Hljómsveitin Vök sendi frá sér lagið Lose Control fyrr í dag ásamt glænýju tónlistarmyndbandi. 25. febrúar 2022 12:51 Margrét gerir upp æskuna á nýrri plötu Vök: „Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes“ Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér EP plötuna, Feeding on a Tragedy. Nýjasta lagið heitir Running Wild. 8. október 2021 16:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bjóða upp á dagpassa á Airwaves í ár Iceland Airwaves er handan við hornið og enn bætast við íslenskar stórstjörnur. Í dag var tilkynnt að Vök, Bríet, The Vintage Caravan, Systur, Júníus Meyvant, Emmsjé Gauta og Atla Örvarsson munu koma fram. Úkraínsku Eurovisionfararnir Go_A, finnski raf- og harmónikku músíkantinn Antti Paalanen og palenstínski Grammy verðlaunahafinn Arooj Aftab verða einnig á hátíðinni. 23. september 2022 13:31
Nýtt lag frá Vök: „Að utan virðist hún djörf og óttalaus, en að innan er hún niðurbrotin og hrædd“ Þríeykið Vök var að senda frá sér nýtt lag sem ber nafnið „Miss Confidence“ og fylgir í kjölfar „Lose Control“ sem gefið var út í lok febrúar. 25. apríl 2022 16:00
Glænýtt tónlistarmyndband hjá hljómsveitinni Vök: „Eigum það til að grafa dálítið dýpra í hlutina“ Hljómsveitin Vök sendi frá sér lagið Lose Control fyrr í dag ásamt glænýju tónlistarmyndbandi. 25. febrúar 2022 12:51
Margrét gerir upp æskuna á nýrri plötu Vök: „Villta vestrið í þessu tilviki er Akranes“ Hljómsveitin Vök hefur látið til sín taka í útgáfumálum á þessu ári og sendir nú frá sér EP plötuna, Feeding on a Tragedy. Nýjasta lagið heitir Running Wild. 8. október 2021 16:00