Ótrúlegur viðsnúningur í Hofsá og Selá Karl Lúðvíksson skrifar 23. september 2022 13:44 Hofsá í Vopnafirði Veiðisumarið fór rólega af stað í flestum ám og vanir veiðimenn segja að ástæðan fyrir því sé bara sú að sumarið og göngur hafi verið tveimur vikum á eftir áætlun. Það rímar ágætlega við taktinn í veiðinni sem var ótrúlega góður í mörgum ánum í september og það er áhuavert svona þegar tímabilinu í sjálfbæru ánum er að ljúka, að sjá hversu mikill viðsnúningurinn er.Hofsá og Selá eru að koma svo sterkar inn seinni partinn á sumrinu að það hálfa væri nóg. Samanburðurinn við árið í fyrra er tvöfaldur í Hofsá en veiðin 2021 var uppá 601 lax en núna er Hofsá komin í 1.211 laxa sem er í alla staði bara gott sumar í ánni. Selá á líka mikin viðsnúning þó hann sé ekki alveg jafn mikill en góður er hann samt. Veiðin í ánni var 764 laxar 2021 en núna er hún komin í 1.164 laxa. Það er greinilegt að sjá að stóru árnar á norðausturlandi eru að eiga gott sumar en þar má líka nefna Jöklu sem er komin í 790 laxa en var með 540 laxa. Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði
Það rímar ágætlega við taktinn í veiðinni sem var ótrúlega góður í mörgum ánum í september og það er áhuavert svona þegar tímabilinu í sjálfbæru ánum er að ljúka, að sjá hversu mikill viðsnúningurinn er.Hofsá og Selá eru að koma svo sterkar inn seinni partinn á sumrinu að það hálfa væri nóg. Samanburðurinn við árið í fyrra er tvöfaldur í Hofsá en veiðin 2021 var uppá 601 lax en núna er Hofsá komin í 1.211 laxa sem er í alla staði bara gott sumar í ánni. Selá á líka mikin viðsnúning þó hann sé ekki alveg jafn mikill en góður er hann samt. Veiðin í ánni var 764 laxar 2021 en núna er hún komin í 1.164 laxa. Það er greinilegt að sjá að stóru árnar á norðausturlandi eru að eiga gott sumar en þar má líka nefna Jöklu sem er komin í 790 laxa en var með 540 laxa.
Stangveiði Mest lesið Fimm ára veiðikona með maríulax í Elliðaánum Veiði Veiði hefst í Þingvallavatni 20. apríl Veiði Landaði 106 og 103 sm löxum í sama túrnum Veiði Nauðsynlegt að fækka álftinni Veiði Norðurá að verða svo gott sem uppseld Veiði Fiskifræðingur sakar verktaka um gróft brot Veiði Veiðimaðurinn og Söluskrá SVFR komin út Veiði Mikið líf í Vestmannsvatni Veiði Haukadalsvatn kraumaði að sjóbleikju Veiði Bæjarstjórnin hafnar beiðni um stöðvun við Steinboga Veiði