Heba Þórisdóttir farðar stjörnurnar í Hollywood Elísabet Hanna skrifar 24. september 2022 09:21 Heba er ein af þeim allra fremstu í förðunarheiminum. Kyle Christy Heba Þórisdóttir er einn fremsti förðunarfræðingur Íslands og Hollywood. Blaðamaður náði tali af Hebu þar sem hún var stödd á tökustað þáttanna Lady in The Lake þar sem hún sér um förðun Natalie Portman. Það var þó kvikmyndin Don’t Worry Darling sem átti sviðsljósið í viðtalinu en Heba hannaði förðun myndarinnar. Var ekki vör við dramað Myndin kemur í kvikmyndahús í lok vikunnar en henni hefur fylgt mikið drama sem Lífið á Vísi fór meðal annars yfir hér. Aðspurð hvernig Heba upplifði starfsumhverfið stóð ekki á svörum. „Það var alveg yndislegt. Ég var ekki vör við neitt af þessu slúðri sem hefur verið í fréttunum í kringum myndina,“ segir Heba og hlær. „Við sem vorum við tökurnar erum öll að hugsa: „Hvar vorum við eiginlega?“ Mögulega vorum við bara með hausinn í sandinum en við vorum auðvitað mjög upptekin við verkefnið sjálft.“ Heba og Jaime Leigh, hár meistari, við tökur á Don't Worry Darling.Aðsend Leikstjórinn Olivia Wilde leyfði öllum að skína „Það var mjög spennandi fyrir mig og gaman að vinna með Oliviu Wilde,“ segir Heba um leikstjóra myndarinnar. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég vann með kvenkyns leikstjóra og það voru allar stærstu stöðurnar í verkefninu mannaðar konum, nema í myndatökunni sjálfri. Það var allt önnur orka í þessari mynd en er vaninn, þegar það er allt fullt af testósteróni.“ Heba segir sig stundum vera eina kvenmanninn á tökustað fyrir utan leikkonurnar. „Olivia veit alveg hvenær hún þarf að koma inn og hvenær hún á að standa hjá og leyfa leikurunum að gera hlutina. Hún segir alla á tökustað hafa fengið að skína og gera það sem þeir gera best undir hennar stjórn. Hún var ekki að reyna að stoppa einhvern, hún leyfði sköpunarferlinu að flæða, sýndi traust og kom með hugmyndir.“ View this post on Instagram A post shared by Olivia Wilde (@oliviawilde) Langt sköpunarferli með þeim fremstu í faginu Heba og búningahönnuðurinn Arianne Phillips unnu einnig saman í Tarantino kvikmyndinni Once Upon a Time in Hollywood og byrjuðu þær sköpunarferlið fyrir Don’t Worry Darling tveimur árum áður en tökur á henni hófust. Einnig vann hún náið með Jamie Leigh McIntosh sem var yfir hári í myndinni. FIJI Water at The 25th Annual Critics' Choice Awards SANTA MONICA, CALIFORNIA - JANUARY 12: (L-R) Janina Thomas, Arianne Phillips and Heba Thorisdottir attend the 25th Annual Critics' Choice Awards at Barker Hangar on January 12, 2020 in Santa Monica, California. (Photo by Stefanie Keenan/Getty Images for FIJI Water)Getty/Stefanie Keenan Heba segir heim myndarinnar hafa passað vel við sjötta áratuginn og því hafi þau dregið innblástur þaðan. „Það var svona draumaheimurinn þá, húsið með hvítu girðingunni. Alice, persóna Florence Pugh, var samt alltaf öðruvísi og við vildum leyfa henni að vera það,“ segir Heba, án þess að deila of miklu um sögurþráðinn. Hún segist hafa nýtt Bridget Bardot sem innblástur fyrir Alice. „Ég hannaði útlitið á allri myndinni en sá persónulega um förðunina á Flo, af því að hún vann allan daginn alla daga, og KiKi Layne.“ View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Komu saman eftir faraldurinn til að sjá Harry Styles dansa Á meðan á tökum stóð geisaði heimsfaraldurinn og þurfti tvisvar að loka tökustaðnum. „Við vorum fyrst í Palm Springs að taka. Síðan fórum við einnig á veitingastaðinn Cicada í Los Angeles og tókum upp þar.“ Í einu atriði sem tekið var upp á Cicada fengu danshæfileikar Harry Styles að njóta sín. „Það var náttúrulega æðislegt að sjá Harry Styles dansa. Það var svo góð stemning að vera þar inni í tökum með hundrað manns, þegar maður hafði varla séð manneskju í nokkra mánuði,“ segir Heba. View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Ætlaði alltaf aftur til Íslands Þegar hún flutti upphaflega út í förðunarnám tók hún þá ákvörðun að njóta þess að vera í Los Angeles þar til hún yrði send heim. Líkt og þekkt er getur það reynst erfitt að fá VISA í Bandaríkjunum. Hún byrjaði smám saman að kynnast fólki í bransanum úti og minnist þess að þá hafi rokk myndböndin verið vinsæl í framleiðslu. Hún byrjaði að vinna á tökustað þeirra samhliða náminu og með tímanum stækkaði tengslanetið. „Ég eiginlega bara ílengdist hérna, takmarkið var alltaf að fara aftur til Íslands,“ segir Heba og hlær. Heba að farða Margot Robbie fyrir Once Upon a Time in Hollywood.Aðsend Auglýsingarnar pössuðu vel með fjölskyldulífinu Með tímanum kynntist hún fyrrverandi eiginmanni sínum og saman eiga þau tvo stráka. Þegar þeir voru litlir tók hún sér tíma frá störfum en fram að því hafði hún aðallega verið að starfa við tónlistarmyndbönd. Þegar hún sneri aftur til starfa voru það þó auglýsingarnar sem áttu hug hennar allan. „Ég hafði aldrei áhuga á því að vera í bíómyndum, ég vildi bara vera í auglýsingunum og það passaði mjög vel með strákana,“ segir hún. View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Það kom þó sá tímapunktur að Heba var orðin einstæð móðir og verkföll voru í auglýsingageiranum. Þá tók hún ákvörðun um að segja upp umboðsmanninum sínum. Hún segir vinkonu sína hafa verið hissa á þessari ákvörðun í miðju verkfalli og spurt: „Hvað ertu að pæla kona?“ segir Heba og hlær. View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Setti það út í alheiminn að vinna með Tarantino og Cate Blanchett Í dag sér hún ekki eftir þeirri ákvörðun. „Ég svaraði því að mér fyndist það vera að halda aftur að mér og núna ætlaði ég að fara að vinna við bíómyndir. Núna ætlaði að fara að vinna með Quentin Tarantino og Cate Blanchett. Viti menn, fyrsta myndin mín var með Tarantino og sú næsta með Cate Blanchett. Ég bara sendi þetta út í alheiminn og fékk það til baka.“ Það er alltaf mikið stuð á setti.Aðsend Heba hefur unnið mikið með Tarantino síðan, meðal annars við Kill Bill myndirnar, Django Unchained, Inglourious Basterds og Once Upon a Time in Hollywood. Leikstjórinn náði meira að segja að plata hana til þess að leika í þeirri síðastnefndu. Þar fór hún með hlutverk förðunarfræðingsins Sonyu og las línur á móti Leonardo DiCaprio. Quentin Tarantino og Heba ásamt öðrum sem komu að myndinni að taka á móti verðlaunum fyrir bestu kvikmyndina á Critics' Choice Awards 2020. Verðlaunin hlutu þau fyrir myndina Once Upon a Time in Hollywood.Getty/Kevin Winter Hefur unnið með stærstu stjörnunum Stjörnunar Scarlett Johansson, Florence Pugh, Brie Larson, Paul Rudd, Lucy Liu, Margot Robbie og Kristen Wiig eru aðeins brot af þeim nöfnum sem Heba hefur unnið með. Hún hefur einnig starfað með Vogue, The Rolling Stone, Nike og Armani, svo eitthvað sé nefnt. Í dag er hún gift E. Shepherd Stevenson, sem starfar einnig í kvikmyndabransanum, og gengu þau í hjónaband árið 2007. View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Á eftir myndinni Don’t Worry Darling fór Heba í verkefnið Babylon þar sem Brad Pitt og Margot Robbie fara með aðalhlutverkin. Olivia Wilde fer þó líka með hlutverk í þeirri mynd og gátu þær því unnið aftur saman. „Hún algjörlega var stórkostleg, ég get ekki beðið eftir að sjá myndina,“ segir Heba að lokum. View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Hollywood Förðun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna: Joker með 11 tilnefningar Í dag mun akademía Óskarsins greina frá tilnefningum fyrir aðalkvöldið sem verður í Los Angeles 9. febrúar. 13. janúar 2020 14:00 Heba Þórisdóttir líka á lista fyrir Óskarinn Heba Þórisdóttir er á lista yfir þá sem gætu unnið Óskarinn í byrjun næsta árs en hún fór fyrir förðunarteyminu í kvikmynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time…in Hollywood. 17. desember 2019 16:15 Heba Þórisdóttir tilnefnd til Critics Choice Awards Hún stýrði förðuninni í myndinni The Hateful Eight. 14. desember 2015 17:48 Segi aldrei nei við Scarlett eða Quentin Tarantino "Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. 4. september 2011 14:00 Kristen Wiig er algjört kamelljón Heba Þórisdóttir sá um að sminka leikkonuna Kristen Wiig fyrir Golden Globe. 10. janúar 2017 11:15 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Var ekki vör við dramað Myndin kemur í kvikmyndahús í lok vikunnar en henni hefur fylgt mikið drama sem Lífið á Vísi fór meðal annars yfir hér. Aðspurð hvernig Heba upplifði starfsumhverfið stóð ekki á svörum. „Það var alveg yndislegt. Ég var ekki vör við neitt af þessu slúðri sem hefur verið í fréttunum í kringum myndina,“ segir Heba og hlær. „Við sem vorum við tökurnar erum öll að hugsa: „Hvar vorum við eiginlega?“ Mögulega vorum við bara með hausinn í sandinum en við vorum auðvitað mjög upptekin við verkefnið sjálft.“ Heba og Jaime Leigh, hár meistari, við tökur á Don't Worry Darling.Aðsend Leikstjórinn Olivia Wilde leyfði öllum að skína „Það var mjög spennandi fyrir mig og gaman að vinna með Oliviu Wilde,“ segir Heba um leikstjóra myndarinnar. „Þetta var í fyrsta skipti sem ég vann með kvenkyns leikstjóra og það voru allar stærstu stöðurnar í verkefninu mannaðar konum, nema í myndatökunni sjálfri. Það var allt önnur orka í þessari mynd en er vaninn, þegar það er allt fullt af testósteróni.“ Heba segir sig stundum vera eina kvenmanninn á tökustað fyrir utan leikkonurnar. „Olivia veit alveg hvenær hún þarf að koma inn og hvenær hún á að standa hjá og leyfa leikurunum að gera hlutina. Hún segir alla á tökustað hafa fengið að skína og gera það sem þeir gera best undir hennar stjórn. Hún var ekki að reyna að stoppa einhvern, hún leyfði sköpunarferlinu að flæða, sýndi traust og kom með hugmyndir.“ View this post on Instagram A post shared by Olivia Wilde (@oliviawilde) Langt sköpunarferli með þeim fremstu í faginu Heba og búningahönnuðurinn Arianne Phillips unnu einnig saman í Tarantino kvikmyndinni Once Upon a Time in Hollywood og byrjuðu þær sköpunarferlið fyrir Don’t Worry Darling tveimur árum áður en tökur á henni hófust. Einnig vann hún náið með Jamie Leigh McIntosh sem var yfir hári í myndinni. FIJI Water at The 25th Annual Critics' Choice Awards SANTA MONICA, CALIFORNIA - JANUARY 12: (L-R) Janina Thomas, Arianne Phillips and Heba Thorisdottir attend the 25th Annual Critics' Choice Awards at Barker Hangar on January 12, 2020 in Santa Monica, California. (Photo by Stefanie Keenan/Getty Images for FIJI Water)Getty/Stefanie Keenan Heba segir heim myndarinnar hafa passað vel við sjötta áratuginn og því hafi þau dregið innblástur þaðan. „Það var svona draumaheimurinn þá, húsið með hvítu girðingunni. Alice, persóna Florence Pugh, var samt alltaf öðruvísi og við vildum leyfa henni að vera það,“ segir Heba, án þess að deila of miklu um sögurþráðinn. Hún segist hafa nýtt Bridget Bardot sem innblástur fyrir Alice. „Ég hannaði útlitið á allri myndinni en sá persónulega um förðunina á Flo, af því að hún vann allan daginn alla daga, og KiKi Layne.“ View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Komu saman eftir faraldurinn til að sjá Harry Styles dansa Á meðan á tökum stóð geisaði heimsfaraldurinn og þurfti tvisvar að loka tökustaðnum. „Við vorum fyrst í Palm Springs að taka. Síðan fórum við einnig á veitingastaðinn Cicada í Los Angeles og tókum upp þar.“ Í einu atriði sem tekið var upp á Cicada fengu danshæfileikar Harry Styles að njóta sín. „Það var náttúrulega æðislegt að sjá Harry Styles dansa. Það var svo góð stemning að vera þar inni í tökum með hundrað manns, þegar maður hafði varla séð manneskju í nokkra mánuði,“ segir Heba. View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Ætlaði alltaf aftur til Íslands Þegar hún flutti upphaflega út í förðunarnám tók hún þá ákvörðun að njóta þess að vera í Los Angeles þar til hún yrði send heim. Líkt og þekkt er getur það reynst erfitt að fá VISA í Bandaríkjunum. Hún byrjaði smám saman að kynnast fólki í bransanum úti og minnist þess að þá hafi rokk myndböndin verið vinsæl í framleiðslu. Hún byrjaði að vinna á tökustað þeirra samhliða náminu og með tímanum stækkaði tengslanetið. „Ég eiginlega bara ílengdist hérna, takmarkið var alltaf að fara aftur til Íslands,“ segir Heba og hlær. Heba að farða Margot Robbie fyrir Once Upon a Time in Hollywood.Aðsend Auglýsingarnar pössuðu vel með fjölskyldulífinu Með tímanum kynntist hún fyrrverandi eiginmanni sínum og saman eiga þau tvo stráka. Þegar þeir voru litlir tók hún sér tíma frá störfum en fram að því hafði hún aðallega verið að starfa við tónlistarmyndbönd. Þegar hún sneri aftur til starfa voru það þó auglýsingarnar sem áttu hug hennar allan. „Ég hafði aldrei áhuga á því að vera í bíómyndum, ég vildi bara vera í auglýsingunum og það passaði mjög vel með strákana,“ segir hún. View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Það kom þó sá tímapunktur að Heba var orðin einstæð móðir og verkföll voru í auglýsingageiranum. Þá tók hún ákvörðun um að segja upp umboðsmanninum sínum. Hún segir vinkonu sína hafa verið hissa á þessari ákvörðun í miðju verkfalli og spurt: „Hvað ertu að pæla kona?“ segir Heba og hlær. View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Setti það út í alheiminn að vinna með Tarantino og Cate Blanchett Í dag sér hún ekki eftir þeirri ákvörðun. „Ég svaraði því að mér fyndist það vera að halda aftur að mér og núna ætlaði ég að fara að vinna við bíómyndir. Núna ætlaði að fara að vinna með Quentin Tarantino og Cate Blanchett. Viti menn, fyrsta myndin mín var með Tarantino og sú næsta með Cate Blanchett. Ég bara sendi þetta út í alheiminn og fékk það til baka.“ Það er alltaf mikið stuð á setti.Aðsend Heba hefur unnið mikið með Tarantino síðan, meðal annars við Kill Bill myndirnar, Django Unchained, Inglourious Basterds og Once Upon a Time in Hollywood. Leikstjórinn náði meira að segja að plata hana til þess að leika í þeirri síðastnefndu. Þar fór hún með hlutverk förðunarfræðingsins Sonyu og las línur á móti Leonardo DiCaprio. Quentin Tarantino og Heba ásamt öðrum sem komu að myndinni að taka á móti verðlaunum fyrir bestu kvikmyndina á Critics' Choice Awards 2020. Verðlaunin hlutu þau fyrir myndina Once Upon a Time in Hollywood.Getty/Kevin Winter Hefur unnið með stærstu stjörnunum Stjörnunar Scarlett Johansson, Florence Pugh, Brie Larson, Paul Rudd, Lucy Liu, Margot Robbie og Kristen Wiig eru aðeins brot af þeim nöfnum sem Heba hefur unnið með. Hún hefur einnig starfað með Vogue, The Rolling Stone, Nike og Armani, svo eitthvað sé nefnt. Í dag er hún gift E. Shepherd Stevenson, sem starfar einnig í kvikmyndabransanum, og gengu þau í hjónaband árið 2007. View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup) Á eftir myndinni Don’t Worry Darling fór Heba í verkefnið Babylon þar sem Brad Pitt og Margot Robbie fara með aðalhlutverkin. Olivia Wilde fer þó líka með hlutverk í þeirri mynd og gátu þær því unnið aftur saman. „Hún algjörlega var stórkostleg, ég get ekki beðið eftir að sjá myndina,“ segir Heba að lokum. View this post on Instagram A post shared by HEBA THORISDOTTIR (@hebathormakeup)
Hollywood Förðun Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna: Joker með 11 tilnefningar Í dag mun akademía Óskarsins greina frá tilnefningum fyrir aðalkvöldið sem verður í Los Angeles 9. febrúar. 13. janúar 2020 14:00 Heba Þórisdóttir líka á lista fyrir Óskarinn Heba Þórisdóttir er á lista yfir þá sem gætu unnið Óskarinn í byrjun næsta árs en hún fór fyrir förðunarteyminu í kvikmynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time…in Hollywood. 17. desember 2019 16:15 Heba Þórisdóttir tilnefnd til Critics Choice Awards Hún stýrði förðuninni í myndinni The Hateful Eight. 14. desember 2015 17:48 Segi aldrei nei við Scarlett eða Quentin Tarantino "Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. 4. september 2011 14:00 Kristen Wiig er algjört kamelljón Heba Þórisdóttir sá um að sminka leikkonuna Kristen Wiig fyrir Golden Globe. 10. janúar 2017 11:15 Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna: Joker með 11 tilnefningar Í dag mun akademía Óskarsins greina frá tilnefningum fyrir aðalkvöldið sem verður í Los Angeles 9. febrúar. 13. janúar 2020 14:00
Heba Þórisdóttir líka á lista fyrir Óskarinn Heba Þórisdóttir er á lista yfir þá sem gætu unnið Óskarinn í byrjun næsta árs en hún fór fyrir förðunarteyminu í kvikmynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time…in Hollywood. 17. desember 2019 16:15
Heba Þórisdóttir tilnefnd til Critics Choice Awards Hún stýrði förðuninni í myndinni The Hateful Eight. 14. desember 2015 17:48
Segi aldrei nei við Scarlett eða Quentin Tarantino "Ég get staðfest að ég er að vinna við þessa mynd en meira get ég ekki sagt við þig. Það er mikil öryggisgæsla í kringum þessa mynd og það má ekkert leka út,“ segir Heba Þórisdóttir, förðunarmeistari í Hollywood. 4. september 2011 14:00
Kristen Wiig er algjört kamelljón Heba Þórisdóttir sá um að sminka leikkonuna Kristen Wiig fyrir Golden Globe. 10. janúar 2017 11:15