Íslensk söngkona springur út í Þýskalandi Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 20. september 2022 16:01 Ásdís María Viðarsdóttir ræddi við blaðamann um tónlistina og lífið en lagið hennar Dirty Dancing situr í öðru sæti á þýska iTunes. Instagram @asdismv Tónlistarkonan Ásdís María Viðarsdóttir er búsett í Berlín þar sem hún lifir sínu besta lífi og vinnur af fullum krafti í heimi tónlistarinnar. Hún hefur að mestu leyti starfað sem lagahöfundur á undanförnum árum en það þróaðist eiginlega óvart yfir í það að hún syngur nú eitt vinsælasta lagið í Þýskalandi, Dirty Dancing. Blaðamaður tók púlsinn á Ásdísi. Lag Ásdísar Dirty Dancing náði í fyrsta sæti á þýska iTunes yfir vinsælustu lögin en situr nú í öðru sæti beint á eftir franska plötusnúðinum David Guetta. Þá náði lagið einnig þriðja sæti á vinsældarlista í þýsku útvarpi. „Ég er stödd í lagahöfundabúðum í kastala hér í Cornwall,“ segir Ásdís í upphafi viðtalsins og bætir við að það sé aldrei dauð stund hjá sér. Hún er sem áður segir starfrækt í Berlín en ferðast mikið til Englands í tengslum við vinnuna. „Ég hef aldrei ferðast jafn mikið og í Covid, ég er búin að vera á hlaupum út um allt og að semja út um allt. Ég fór í fyrsta skipti til New York og LA fyrr á árinu að spila með Daða Frey og það var geggjað.“ Tónlistin hefur farið með Ásdísi á ýmsa spennandi staði en ásamt tónlistarferðum til Bandaríkjanna hefur hún meðal annars spilað bæði í Króatíu og á Ítalíu. View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Tímalaus ást Ásdís er með um 1,5 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify sem verður að teljast ansi mikið en til samanburðar er hin eina sanna Björk með 2,3 milljón mánaðarlega hlustendur. Lag Ásdísar Dirty Dancing er með tæplega 6,2 milljón spilanir á veitunni en hugmyndin að laginu kom frá ástinni, vinsælu viðfangsefni sem virðist alltaf geta átt við. „Innblásturinn fyrir laginu tengist því að finna ást sem er tímalaus, eins og maður sér í bíómyndum á borð við Dirty Dancing. Ást þar sem samfélagsmiðlar hafa ekki áhrif á það hvernig þú sérð einhvern, það að hittast og deita var öðruvísi fyrir tíma samfélagsmiðla,“ segir Ásdís og bætir við: „Að finna þessa klassísku ást þar sem engin vinkona þín hefur matchað við hann á Tinder og finnst hann hrikalegur. Þú vinnur frekar með innsæið og treystir á hjartað.“ Brotið hjarta og ekkert bílpróf Titillinn vitnar í sögulegu kvikmyndina Dirty Dancing og segist Ásdís Eitís nota ýmsa eitís reffa. View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Release er annað lag frá Ásdísi sem hefur náð góðum árangri á streymisveitum en það er með rúmlega 4,7 milljón spilanir á Spotify. Lagið nálgast ástina á annan hátt en Dirty Dancing. „Ég var í massífri ástarsorg þegar ég samdi Release og engin ástarsorg hefur haft jafn mikil áhrif á mig.“ Ásdís segir að í kjölfarið hafi hún farið í mikla sjálfsvinnu. „Ég var ein með brotið hjarta og ekkert bílpróf og áttaði mig á því hvað ég hef þurft að treysta mikið á annað fólk. Bílprófið er ekki komið en það er á leiðinni,“ segir Ásdís hlæjandi og stolt. View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Óvart en samt ekki óvart Tónlistin hefur reynst Ásdísi öflug leið til að öðlast sjálfstæði en árangur hennar að undanförnu þróaðist á óvæntan og skemmtilegan hátt. „Ég er lagahöfundur og sem lög sem ég sendi á aðra listamenn, þannig enda lögin mín oft á að vera sungin af öðru fólki,“ segir Ásdís sem hefur meðal annars samið fyrir dönsku söngkonuna Medina. Hún sendir lögin sín gjarnan á vinsæla plötusnúða og segir að einhverjir þeirra hafi viljað hafa röddina sem fylgdi með demoinu. Það hafi gerst þegar 220 Kid og hún ákváðu að gefa út lagið Release. „Þetta var óvart og ekki óvart, þetta er auðvitað það sem ég er búin að vinna að alla ævi.“ View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Samstörf við plötusnúða Ásdís segir öflugt að vinna með öðru listafólki þar sem lögin öðlist stærri hóp hlustenda. Hún áttaði sig á þessu þegar hún samdi fyrst lag með Daða Frey. „Maður fær byr undir báða vængi frá hlustendum þeirra sem maður vinnur með og ég er mjög þakklát fyrir samböndin sem ég hef.“ Klippa: Daði Freyr X Ásdís - Feel The Love Ásdís hefur unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks að undanförnu og má þar einnig nefna ítalska plötusnúðinn Gabry Ponte sem sló meðal annars í gegn sem meðlimur hljómsveitarinnar Eiffel 65. „Ég fékk til dæmis að spila á Ítalíu út af því samstarfi. Þetta gefur manni svo mikla reynslu og mörg tækifæri.“ View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Allt í öllu Ásdís segir dagana sína ansi viðburðaríka. „Mamma mín lét mig skrifa niður í dagbók hvað ég geri á daginn og ég er bara að reka einnar konu fyrirtæki hér.“ Hún er því þaulvön að stökkva í ýmis hlutverk, að semja og senda lögin sín út. „Þetta er ótrúlega mikil vinna en ég er svo ofboðslega þakklát að geta séð og upplifað svona margt út af tónlistinni, það er það merkilegasta af þessu öllu.“ View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Ásdís leyfir sér að vera berskjölduð í textasmíð sinni. „Stundum þarf maður að vera smá Adele, að nota hjartað til að fleyta sér áfram í lífinu. Hvað ætlar maður annars að gera við alla þessa ást, það er hægt að setja ástina i lög og hún lifir þar að eilífu.“ Óraunverulegt Velgengni síðustu mánaða kom Ásdísi verulega á óvart þrátt fyrir að vera að sjálfsögðu kærkomin. Fjölskyldan hennar fylgist spennt með og bróðir hennar hringdi meðal annars í hana til að segja henni að hún væri meira að segja með fleiri hlustendur en Bubbi, einn uppáhalds söngvari þeirra. „Þetta hefur svo sannarlega komið mér á óvart. Ég er bara alltaf að bíða eftir að blaðran springi, ég á svo erfitt með að trúa því að þetta sé raunverulegt.“ Þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi var hún að prófa brimbretti í fyrsta skipti. „Lífið er svo svipað. Það þarf að ride the wave, minna á sig og hafa trú á sér þó það geti verið erfitt. Ég náði að standa upp núna í fyrsta sinn sem ég prófaði brimbretti og var að öðlast mikið sjálfstraust í kjölfarið,“ segir Ásdís létt í lund. View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Ásdísi þar sem fleiri lög eru í forgrunni. „Í bili snýst þetta allt um að dansa og hafa gaman og ég er enn að gera lög með plötusnúðum sem er svo ógeðslega gaman.“ Að lokum bætir Ásdís við að hún stefni þó á að gefa sjálf út efni á komandi tímum. Fólk megi búast við áframhaldandi dans og gleði en hún færi sig þó líklega aðeins meira yfir í poppið. „Það eru stórir hlutir að gerast hér!“ Tónlist Þýskaland Tengdar fréttir „Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“ „Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör. 3. september 2022 07:03 Daði Freyr byrjar árið á því að gefa út hressandi lag og myndband Daði Freyr byrjar nýja árið með stæl og gefur út lagið Feel The Love ásamt listamanninum ÁSDÍS. 4. janúar 2021 14:30 „Þegar ég byrjaði að hægja á mér og vera til fóru hlutirnir fyrst að gerast fyrir alvöru“ Tónlistarmaðurinn snny kemur frá New York en hefur verið búsettur hér á landi síðustu ár ásamt íslenskri kærustu sinni og barni. Hann og Arnar Ingi eða Young Nazareth byrjuðu að vinna saman að tónlist í fyrra, lögðu lokahönd á heila plötu saman í byrjun árs og hún var að koma út í dag. 16. september 2022 15:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Lag Ásdísar Dirty Dancing náði í fyrsta sæti á þýska iTunes yfir vinsælustu lögin en situr nú í öðru sæti beint á eftir franska plötusnúðinum David Guetta. Þá náði lagið einnig þriðja sæti á vinsældarlista í þýsku útvarpi. „Ég er stödd í lagahöfundabúðum í kastala hér í Cornwall,“ segir Ásdís í upphafi viðtalsins og bætir við að það sé aldrei dauð stund hjá sér. Hún er sem áður segir starfrækt í Berlín en ferðast mikið til Englands í tengslum við vinnuna. „Ég hef aldrei ferðast jafn mikið og í Covid, ég er búin að vera á hlaupum út um allt og að semja út um allt. Ég fór í fyrsta skipti til New York og LA fyrr á árinu að spila með Daða Frey og það var geggjað.“ Tónlistin hefur farið með Ásdísi á ýmsa spennandi staði en ásamt tónlistarferðum til Bandaríkjanna hefur hún meðal annars spilað bæði í Króatíu og á Ítalíu. View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Tímalaus ást Ásdís er með um 1,5 milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify sem verður að teljast ansi mikið en til samanburðar er hin eina sanna Björk með 2,3 milljón mánaðarlega hlustendur. Lag Ásdísar Dirty Dancing er með tæplega 6,2 milljón spilanir á veitunni en hugmyndin að laginu kom frá ástinni, vinsælu viðfangsefni sem virðist alltaf geta átt við. „Innblásturinn fyrir laginu tengist því að finna ást sem er tímalaus, eins og maður sér í bíómyndum á borð við Dirty Dancing. Ást þar sem samfélagsmiðlar hafa ekki áhrif á það hvernig þú sérð einhvern, það að hittast og deita var öðruvísi fyrir tíma samfélagsmiðla,“ segir Ásdís og bætir við: „Að finna þessa klassísku ást þar sem engin vinkona þín hefur matchað við hann á Tinder og finnst hann hrikalegur. Þú vinnur frekar með innsæið og treystir á hjartað.“ Brotið hjarta og ekkert bílpróf Titillinn vitnar í sögulegu kvikmyndina Dirty Dancing og segist Ásdís Eitís nota ýmsa eitís reffa. View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Release er annað lag frá Ásdísi sem hefur náð góðum árangri á streymisveitum en það er með rúmlega 4,7 milljón spilanir á Spotify. Lagið nálgast ástina á annan hátt en Dirty Dancing. „Ég var í massífri ástarsorg þegar ég samdi Release og engin ástarsorg hefur haft jafn mikil áhrif á mig.“ Ásdís segir að í kjölfarið hafi hún farið í mikla sjálfsvinnu. „Ég var ein með brotið hjarta og ekkert bílpróf og áttaði mig á því hvað ég hef þurft að treysta mikið á annað fólk. Bílprófið er ekki komið en það er á leiðinni,“ segir Ásdís hlæjandi og stolt. View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Óvart en samt ekki óvart Tónlistin hefur reynst Ásdísi öflug leið til að öðlast sjálfstæði en árangur hennar að undanförnu þróaðist á óvæntan og skemmtilegan hátt. „Ég er lagahöfundur og sem lög sem ég sendi á aðra listamenn, þannig enda lögin mín oft á að vera sungin af öðru fólki,“ segir Ásdís sem hefur meðal annars samið fyrir dönsku söngkonuna Medina. Hún sendir lögin sín gjarnan á vinsæla plötusnúða og segir að einhverjir þeirra hafi viljað hafa röddina sem fylgdi með demoinu. Það hafi gerst þegar 220 Kid og hún ákváðu að gefa út lagið Release. „Þetta var óvart og ekki óvart, þetta er auðvitað það sem ég er búin að vinna að alla ævi.“ View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Samstörf við plötusnúða Ásdís segir öflugt að vinna með öðru listafólki þar sem lögin öðlist stærri hóp hlustenda. Hún áttaði sig á þessu þegar hún samdi fyrst lag með Daða Frey. „Maður fær byr undir báða vængi frá hlustendum þeirra sem maður vinnur með og ég er mjög þakklát fyrir samböndin sem ég hef.“ Klippa: Daði Freyr X Ásdís - Feel The Love Ásdís hefur unnið með fjölbreyttum hópi tónlistarfólks að undanförnu og má þar einnig nefna ítalska plötusnúðinn Gabry Ponte sem sló meðal annars í gegn sem meðlimur hljómsveitarinnar Eiffel 65. „Ég fékk til dæmis að spila á Ítalíu út af því samstarfi. Þetta gefur manni svo mikla reynslu og mörg tækifæri.“ View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Allt í öllu Ásdís segir dagana sína ansi viðburðaríka. „Mamma mín lét mig skrifa niður í dagbók hvað ég geri á daginn og ég er bara að reka einnar konu fyrirtæki hér.“ Hún er því þaulvön að stökkva í ýmis hlutverk, að semja og senda lögin sín út. „Þetta er ótrúlega mikil vinna en ég er svo ofboðslega þakklát að geta séð og upplifað svona margt út af tónlistinni, það er það merkilegasta af þessu öllu.“ View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Ásdís leyfir sér að vera berskjölduð í textasmíð sinni. „Stundum þarf maður að vera smá Adele, að nota hjartað til að fleyta sér áfram í lífinu. Hvað ætlar maður annars að gera við alla þessa ást, það er hægt að setja ástina i lög og hún lifir þar að eilífu.“ Óraunverulegt Velgengni síðustu mánaða kom Ásdísi verulega á óvart þrátt fyrir að vera að sjálfsögðu kærkomin. Fjölskyldan hennar fylgist spennt með og bróðir hennar hringdi meðal annars í hana til að segja henni að hún væri meira að segja með fleiri hlustendur en Bubbi, einn uppáhalds söngvari þeirra. „Þetta hefur svo sannarlega komið mér á óvart. Ég er bara alltaf að bíða eftir að blaðran springi, ég á svo erfitt með að trúa því að þetta sé raunverulegt.“ Þegar blaðamaður náði tali af Ásdísi var hún að prófa brimbretti í fyrsta skipti. „Lífið er svo svipað. Það þarf að ride the wave, minna á sig og hafa trú á sér þó það geti verið erfitt. Ég náði að standa upp núna í fyrsta sinn sem ég prófaði brimbretti og var að öðlast mikið sjálfstraust í kjölfarið,“ segir Ásdís létt í lund. View this post on Instagram A post shared by A SDI S (@asdismv) Það er ýmislegt spennandi á döfinni hjá Ásdísi þar sem fleiri lög eru í forgrunni. „Í bili snýst þetta allt um að dansa og hafa gaman og ég er enn að gera lög með plötusnúðum sem er svo ógeðslega gaman.“ Að lokum bætir Ásdís við að hún stefni þó á að gefa sjálf út efni á komandi tímum. Fólk megi búast við áframhaldandi dans og gleði en hún færi sig þó líklega aðeins meira yfir í poppið. „Það eru stórir hlutir að gerast hér!“
Tónlist Þýskaland Tengdar fréttir „Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“ „Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör. 3. september 2022 07:03 Daði Freyr byrjar árið á því að gefa út hressandi lag og myndband Daði Freyr byrjar nýja árið með stæl og gefur út lagið Feel The Love ásamt listamanninum ÁSDÍS. 4. janúar 2021 14:30 „Þegar ég byrjaði að hægja á mér og vera til fóru hlutirnir fyrst að gerast fyrir alvöru“ Tónlistarmaðurinn snny kemur frá New York en hefur verið búsettur hér á landi síðustu ár ásamt íslenskri kærustu sinni og barni. Hann og Arnar Ingi eða Young Nazareth byrjuðu að vinna saman að tónlist í fyrra, lögðu lokahönd á heila plötu saman í byrjun árs og hún var að koma út í dag. 16. september 2022 15:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Éf ég hefði ekki tónlistina þá væri ég ekki andandi“ „Í svona fjölbreyttri stórborg, þá hættir íslendingur smátt og smátt að vera sonur Önu eða Stefáns, eða frændi eða bróðir eða neitt þangað til að einn daginn, Þá er ekkert til sem heitir Unnsteinn Manuel. Þetta er öfugt við Ísland, þar sem allir þekkja alla,“ segir Unnsteinn Manuel um lífið í Berlín í nýjasta hlaðvarpsþættinum af Amatör. 3. september 2022 07:03
Daði Freyr byrjar árið á því að gefa út hressandi lag og myndband Daði Freyr byrjar nýja árið með stæl og gefur út lagið Feel The Love ásamt listamanninum ÁSDÍS. 4. janúar 2021 14:30
„Þegar ég byrjaði að hægja á mér og vera til fóru hlutirnir fyrst að gerast fyrir alvöru“ Tónlistarmaðurinn snny kemur frá New York en hefur verið búsettur hér á landi síðustu ár ásamt íslenskri kærustu sinni og barni. Hann og Arnar Ingi eða Young Nazareth byrjuðu að vinna saman að tónlist í fyrra, lögðu lokahönd á heila plötu saman í byrjun árs og hún var að koma út í dag. 16. september 2022 15:30