Rafíþróttir

Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Reynslumikill hópur með nýtt nafn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar spá LAV fjórða sæti.
Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar spá LAV fjórða sæti.

Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá LAVA fjórða sæti deildarinnar á komandi tímabili.

Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst með pompi og prakt næstkomandi þriðjudag og af því tilefni mun Vísir birta spá sem leikmenn deildarinnar settu saman fyrir tímabilið sem framundar er.

LAVA er spáð fjórða sæti deildarinnar. Liðið hét áður Vallea og hafnaði í þriðja sæti Ljósleiðaradeildarinnar á seinasta tímabili.

LAVA mætir með svipaðan hóp til leiks og lék með Vallea á seinasta tímabili, en þó hafa breytingar verið gerðar. Liðið stóð í stærri liðunum á seinasta tímabili og má búast við því að eins reynslumikill hópur og LAVA býr yfir muni einnig gera það í ár.

Lið LAVA skipa þeir goa7er# (Styrmir Tómasson), sPiKe* (Birgir Ágústsson), Stalz (Arnar Freyr Þorgeirsson), iNstaNt (Sigurður Þórhallsson), TripleG (Gísli Geir Gíslason) og fuNky (Gauti Þorvaldsson)

Fyrsti leikur LAVA er gegn Þór annað kvöld klukkan klukkan 20:30. Þór og LAVA, eða Vallea eins og liðið hét þá, höfnuðu í öðru og þriðja sæti deildarinnar á seinasta tímabili og því má búast við hörkuviðureign strax í fyrstu umferð.

Ljósleiðaradeildin hefst á morgun, þriðjudaginn 13. september, en útsending hefst klukkan 19:15 og verða tveir leikir spilarðir, kl 19:30 og 20:30. Á fimmtudögum verða svo þrír leikir spilaðir til að loka umferðinni og hefst útsending þá líka kl 19:15, en leiktímar eru 19:30, 20:30 og 21:30. Beinar útsendingar alltaf á Stöð 2 eSport og Twitch-rás RÍSÍ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×