Rafíþróttir

Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Stefna hátt eftir sigur í umspili

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ten5ion er spáð sjötta sæti Ljósleiðaradeildarinnar.
Ten5ion er spáð sjötta sæti Ljósleiðaradeildarinnar.

Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Ten5ion sjötta sæti deildarinnar á komadi tímabili.

Ljósleiðaradeildin í CS:GO hefst með pompi og prakt næstkomandi þriðjudag og af því tilefni mun Vísir birta spá sem leikmenn deildarinnar settu saman fyrir tímabilið sem framundar er.

Ten5ion er spáð sjötta sæti deildarinnar, en liðið vann sér inn sæti í Ljósleiðaradeildinni með því að sigra umspilið í 1. deildinni á seinasta tímabili. Ten5ion tapaði aðeins þremur leikjum á seinasta tímabili og þrátt fyrir að hafa endað neðar en Breiðablik í 1. deildinni á seinasta tímabili er liðinu spáð betra gengi.

Liðsmenn Ten5ion hafa allir reynslu af efstu deild á Íslandi í CS:GO og mun sú reynsla klárlega nýtast liðinu í baráttunni í vetur.

Lið Ten5ion skipa þeir Vikki (Viktor Gabríel Magdic), Sveittur (Daníel Heiðar Tómasson) Hugo (Hugi Snær Hlynsson), CaPPiNg! (Kristinn Andri Jóhannesson) og Tight (Bergur Jóhannsson).

Fyrsti leikur Ten5ion er gegn SAGA miðvikudaginn 14. september klukkan 19:30. SAGA hafnaði í sjötta sæti deildarinnar á seinasta tímabili og því má búast við hörkuviðureign.

Ljósleiðaradeildin hefst næstkomandi þriðjudag, 13. september, en útsending hefst klukkan 19:15 og verða tveir leikir spilarðir, kl 19:30 og 20:30. Á fimmtudögum verða svo þrír leikir spilaðir til að loka umferðinni og hefst útsending þá líka kl 19:15, en leiktímar eru 19:30, 20:30 og 21:30. Beinar útsendingar alltaf á Stöð 2 eSport og Twitch-rás RÍSÍ.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×