Hátíðarstemning þegar ný kvenna- og fæðingardeild var opnuð Atli Ísleifsson skrifar 25. ágúst 2022 14:01 ABC skólinn er á stórri lóð í Rockoko þar sem skólarnir og heimavist er rekinn. Á loðinni voru þrjár byggingar í niðurníðslu en í mars var ákveðið að ABC kæmi að uppbyggingu á kvennadeild og fæðingardeild. ABC Ný kvenna- og fæðingardeild var formlega opnuð á skólalóð ABC barnahjálpar í bænum Rockoko í norðurhluta Úganda fyrr í mánuðinum. Framkvæmdin var fjármögnuð með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins, nytjamarkaðar ABC og sömuleiðis annarra styrktaraðila. Laufey Birgisdóttir, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar, segir félagið gríðarlega stolt af því að geta fært samfélaginu í Rockoko þessa nýju aðstöðu sem gjörbreyti allri heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Laufey Birgisdóttir,, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar.ABC Á vef ráðuneytisins kemur fram að skóli á vegum hinnar íslensku ABC barnahjálpar hafi verið starfræktur í bænum í rúm 25 ár. Húsnæði skólaskrifstofunnar og heilsugæslunnar hafi hins vegar fokið af í óveðri fyrir fjórum árum og í kjölfarið hafi heilsugæslan verið lögð niður og skrifstofan færð yfir í kennarastofu. Laufey segir að skólastjórnendur og forystufólk í héraðinu hafi fyrr á árinu óskað eftir stuðningi ABC barnahjálpar við að byggja upp sjúkrahús og heilsugæslu í þorpinu sem myndi þjóna stóru svæði. Þá hafi verið ákveðið að ABC kæmi að uppbyggingu kvenna- og fæðingardeildar. „Það var mikill hátíðisdagur í byrjun mánaðarins þegar við opnuð heilsugæsluna formlega,“ segir Laufey en hún ásamt þingmanni kjördæmisins, öðrum fulltrúum héraðsins, starfsfólki og öllum nemendum skólans tóku þátt í viðhöfn í tilefni opnunarinnar. „Þetta var mikill hátíðisdagur enda gríðarleg ánægja og þakklæti sem skein út úr hverju andliti og öllum ræðum og kveðjum sem voru fluttar þennan dag,“ segir Laufey. Daginn eftir var fyrsti opnunardagur kvenna- og fæðingardeildarinnar og var margt um manninn. „Við sáum á annað hundrað manns í röð fyrir utan hliðið. Á fyrsta dagi voru 372 sjúklingar skráðir, áttatíu prósent þeirra konur og börn, og því engum vafa undirorpið að þörfin er gríðarleg,“ segir Laufey. Framkvæmdin var fjármögnuð með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins, nytjamarkaðar ABC og sömuleiðis annarra styrktaraðila.ABC Um aðstöðuna segir að á kvennadeildinni séu tólf sjúkrarúm og tvö á fæðingardeildinni. Þar sé ennfremur skurðdeild þar sem aðstaða er fyrir skurðaðgerðir eins og keisaraskurði og minniháttar inngrip, auk aðstöðu fyrir konur til að jafna sig eftir aðgerðir. Á síðasta áratug hefur tekist að draga talsvert úr mæðradauða í Úganda, en árið 2011 létust 438 konur af barnsförum, miðað við þúsund fædd börn, en sú tala var komin niður í 368 árið 2021. „Með nýju kvenna- og fæðingardeildinni leggja Íslendingar sitt af mörkum til að bæta hag fátækra kvenna sem búa við mjög erfiðar aðstæður, ekki síst með því að tryggja betri aðstæður við fæðingar og draga þannig úr bæði mæðra- og barnadauða,“ segir Laufey Birgisdóttir hjá ABC barnahjálp. Hjálparstarf Íslendingar erlendis Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Laufey Birgisdóttir, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar, segir félagið gríðarlega stolt af því að geta fært samfélaginu í Rockoko þessa nýju aðstöðu sem gjörbreyti allri heilbrigðisþjónustu á svæðinu. Laufey Birgisdóttir,, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar.ABC Á vef ráðuneytisins kemur fram að skóli á vegum hinnar íslensku ABC barnahjálpar hafi verið starfræktur í bænum í rúm 25 ár. Húsnæði skólaskrifstofunnar og heilsugæslunnar hafi hins vegar fokið af í óveðri fyrir fjórum árum og í kjölfarið hafi heilsugæslan verið lögð niður og skrifstofan færð yfir í kennarastofu. Laufey segir að skólastjórnendur og forystufólk í héraðinu hafi fyrr á árinu óskað eftir stuðningi ABC barnahjálpar við að byggja upp sjúkrahús og heilsugæslu í þorpinu sem myndi þjóna stóru svæði. Þá hafi verið ákveðið að ABC kæmi að uppbyggingu kvenna- og fæðingardeildar. „Það var mikill hátíðisdagur í byrjun mánaðarins þegar við opnuð heilsugæsluna formlega,“ segir Laufey en hún ásamt þingmanni kjördæmisins, öðrum fulltrúum héraðsins, starfsfólki og öllum nemendum skólans tóku þátt í viðhöfn í tilefni opnunarinnar. „Þetta var mikill hátíðisdagur enda gríðarleg ánægja og þakklæti sem skein út úr hverju andliti og öllum ræðum og kveðjum sem voru fluttar þennan dag,“ segir Laufey. Daginn eftir var fyrsti opnunardagur kvenna- og fæðingardeildarinnar og var margt um manninn. „Við sáum á annað hundrað manns í röð fyrir utan hliðið. Á fyrsta dagi voru 372 sjúklingar skráðir, áttatíu prósent þeirra konur og börn, og því engum vafa undirorpið að þörfin er gríðarleg,“ segir Laufey. Framkvæmdin var fjármögnuð með stuðningi íslenska utanríkisráðuneytisins, nytjamarkaðar ABC og sömuleiðis annarra styrktaraðila.ABC Um aðstöðuna segir að á kvennadeildinni séu tólf sjúkrarúm og tvö á fæðingardeildinni. Þar sé ennfremur skurðdeild þar sem aðstaða er fyrir skurðaðgerðir eins og keisaraskurði og minniháttar inngrip, auk aðstöðu fyrir konur til að jafna sig eftir aðgerðir. Á síðasta áratug hefur tekist að draga talsvert úr mæðradauða í Úganda, en árið 2011 létust 438 konur af barnsförum, miðað við þúsund fædd börn, en sú tala var komin niður í 368 árið 2021. „Með nýju kvenna- og fæðingardeildinni leggja Íslendingar sitt af mörkum til að bæta hag fátækra kvenna sem búa við mjög erfiðar aðstæður, ekki síst með því að tryggja betri aðstæður við fæðingar og draga þannig úr bæði mæðra- og barnadauða,“ segir Laufey Birgisdóttir hjá ABC barnahjálp.
Hjálparstarf Íslendingar erlendis Úganda Þróunarsamvinna Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira