Skipti um fag í miðri mastersritgerð og klárar nýja námið fertugur Stefán Árni Pálsson skrifar 23. ágúst 2022 15:53 Böðvar leikur handbolta með Aftureldingu og er samhliða því í læknisfræði. Böðvar Páll Ásgeirsson kláraði fimm ár í hagfræði, átti aðeins ritgerðina eftir en ákvað þá að hætta og fara frekar í læknisfræði. Ef hann klárar hana verður hann fertugur þegar hann útskrifast með sérmenntun. Sindri Sindrason ræddi við Böðvar í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi. Böðvar er handboltamaður og var meðal annars í yngri landsliðum Íslands. Hann segir að það hafi ekkert annað komið til greina á sínum tíma en að verða atvinnumaður í greininni og spila í Þýskalandi. Böðvar hefur aftur á móti glímt við mikil meiðsli og þurfti því eitthvað varaplan. Hann skráði sig því í verkfræðina. „Ég prófaði það í hálft ár en mér fannst það alveg hræðilegt. Þá vann ég á leikskóla í hálft ár og fór síðan í hagfræði. Ég fór með svolítið rangt hugafar í hagfræðina. Ég ætlaði bara að vera þarna til að mæta í tíma og nennti ekkert að kynnast neinum, var bara handboltamaður og ætlaði að einbeita mér að því,“ segir Böðvar og heldur áfram. Rangt hugafar „Maður var því svolítið útundan til að byrja með en reyndi að taka mig á undir lokin og sá þá kannski að það væri ekki alveg nægilega gott að þekkja engan þarna.“ Böðvar kláraði þessi þrjú ár og útskrifaðist með fína einkunn en var alls ekki spenntur fyrir þessari gráðu sinni. Hann ákvað samt sem áður að fara í master í hagfræði þrátt fyrir að hafa skoðað sálfræði. Böðvar flutti til Kaupmannahafnar og hóf mastersnám í hagfræði. Það þótti honum alls ekki skemmtilegt. En hann vissi ekkert hvað hann vildi gera í raun. Svo kom að mastersritgerðinni. „Ég var búinn að finna efni en ég fór síðan að hugsa, þó ég væri orðinn 27 ára eins og ég var þarna að ég gæti alveg byrjað upp á nýtt. Þó ég væri búinn að eyða x mörgum árum í eitthvað annað. Þá kom læknisfræðin upp. Ég kynnti mér þetta mjög vel eins og ég er vanur að gera og ákvað að fara í læknisfræði.“ Hann varð að fara í inntökupróf og náði því eftir að hafa lært mjög mikið fyrir það. „Kærastan mín studdi mig hundrað prósent í þessari ákvörðun. Mamma mín sagði mér að klára mastersritgerðina og ég myndi alltaf sjá eftir því að gera það ekki en hún studdi mig að lokum í þessu eftir að hafa hlustað á mín rök,“ segir Böðvar sem verður umfertugur þegar hann klárar sérhæfingu í læknisfræði. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Háskólar Tímamót Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Ef hann klárar hana verður hann fertugur þegar hann útskrifast með sérmenntun. Sindri Sindrason ræddi við Böðvar í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi. Böðvar er handboltamaður og var meðal annars í yngri landsliðum Íslands. Hann segir að það hafi ekkert annað komið til greina á sínum tíma en að verða atvinnumaður í greininni og spila í Þýskalandi. Böðvar hefur aftur á móti glímt við mikil meiðsli og þurfti því eitthvað varaplan. Hann skráði sig því í verkfræðina. „Ég prófaði það í hálft ár en mér fannst það alveg hræðilegt. Þá vann ég á leikskóla í hálft ár og fór síðan í hagfræði. Ég fór með svolítið rangt hugafar í hagfræðina. Ég ætlaði bara að vera þarna til að mæta í tíma og nennti ekkert að kynnast neinum, var bara handboltamaður og ætlaði að einbeita mér að því,“ segir Böðvar og heldur áfram. Rangt hugafar „Maður var því svolítið útundan til að byrja með en reyndi að taka mig á undir lokin og sá þá kannski að það væri ekki alveg nægilega gott að þekkja engan þarna.“ Böðvar kláraði þessi þrjú ár og útskrifaðist með fína einkunn en var alls ekki spenntur fyrir þessari gráðu sinni. Hann ákvað samt sem áður að fara í master í hagfræði þrátt fyrir að hafa skoðað sálfræði. Böðvar flutti til Kaupmannahafnar og hóf mastersnám í hagfræði. Það þótti honum alls ekki skemmtilegt. En hann vissi ekkert hvað hann vildi gera í raun. Svo kom að mastersritgerðinni. „Ég var búinn að finna efni en ég fór síðan að hugsa, þó ég væri orðinn 27 ára eins og ég var þarna að ég gæti alveg byrjað upp á nýtt. Þó ég væri búinn að eyða x mörgum árum í eitthvað annað. Þá kom læknisfræðin upp. Ég kynnti mér þetta mjög vel eins og ég er vanur að gera og ákvað að fara í læknisfræði.“ Hann varð að fara í inntökupróf og náði því eftir að hafa lært mjög mikið fyrir það. „Kærastan mín studdi mig hundrað prósent í þessari ákvörðun. Mamma mín sagði mér að klára mastersritgerðina og ég myndi alltaf sjá eftir því að gera það ekki en hún studdi mig að lokum í þessu eftir að hafa hlustað á mín rök,“ segir Böðvar sem verður umfertugur þegar hann klárar sérhæfingu í læknisfræði. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Háskólar Tímamót Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira