Hleypur berfættur í sínu fyrsta maraþoni Bjarki Sigurðsson skrifar 18. ágúst 2022 07:01 Hjörtur Sigurðsson hleypur berfættur í maraþoninu hleypur til styrktar Minningarsjóðs Lofts Gunnarssonar. Aðsent Hjörtur Sigurðsson stefnir á að hlaupa sitt fyrsta maraþonhlaup á laugardaginn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka. Þó flestir séu sammála um mikilvægi þess að vera vel skóaður þegar hlaupið er maraþon, þá ætlar Hjörtur að gera það berfættur. En hvernig dettur einhverjum það í hug að hlaupa sitt fyrsta maraþon berfættur? „Ég veit það ekki alveg. Ég byrjaði að hlaupa á tánum af forvitni fyrir nokkrum mánuðum og það gekk ágætlega. Í framhaldi nefndi ég við vini og fjölskyldu að ég væri að velta fyrir mér hvort ég myndi ekki prófa að hlaupa maraþon á tánum um haustið. Skömmu síðar var ég búinn að segja það mörgum að ég ætlaði að hlaupa maraþon á tánum að það var eiginlega ekki í boði að hætta við. Ætli þetta sé ekki að miklu leyti gert til að fóðra eigin athyglissýki,“ segir Hjörtur aðspurður hvers vegna hann ætli að hlaupa án þess að vera í skóm eða sokkum. Hann segist vera ánægður með að geta styrkt gott málefni á sama tíma og hann fóðrar athyglissýkina. Þá græði allir. Nema kannski þeir sem hlusta á hann röfla um ágæti þess að vera á tánum. Hjörtur hleypur til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar sem var stofnaður árið 2012 til þess að bæta aðstöðu og líf utangarðsfólks. Hjörtur segir málaflokkinn fá allt of litla athygli. „Sjóðurinn hefur á síðustu árum styrkt ýmis verkefni og stofnanir sem snúa að málum utangarðsfólks, svo sem Frú Ragnheiði, Gistiskýlið, Konukot og mörg fleiri. Ég hvet fólk til að kíkja á Facebook-síðu og heimasíðu sjóðsins og kynna sér það flotta starf sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. Hann segir undirbúninginn fyrir „tásuhlaupið“, eins og hann kallar hlaup sitt, vera ansi svipað og fyrir öll önnur hlaup. Hann fær góða aðstoð frá Arnari Péturs, margföldum Íslandsmeistara í hlaupi, og hlýðir því sem hann setur fyrir. Hjörtur er orðinn mjög spenntur fyrir hlaupinu, hann segist þó vera spenntastur fyrir því að vera búinn að hlaupa. Hvernig fæturnir taka þessari ákvörðun hans verður að koma í ljós á sunnudaginn. Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira
En hvernig dettur einhverjum það í hug að hlaupa sitt fyrsta maraþon berfættur? „Ég veit það ekki alveg. Ég byrjaði að hlaupa á tánum af forvitni fyrir nokkrum mánuðum og það gekk ágætlega. Í framhaldi nefndi ég við vini og fjölskyldu að ég væri að velta fyrir mér hvort ég myndi ekki prófa að hlaupa maraþon á tánum um haustið. Skömmu síðar var ég búinn að segja það mörgum að ég ætlaði að hlaupa maraþon á tánum að það var eiginlega ekki í boði að hætta við. Ætli þetta sé ekki að miklu leyti gert til að fóðra eigin athyglissýki,“ segir Hjörtur aðspurður hvers vegna hann ætli að hlaupa án þess að vera í skóm eða sokkum. Hann segist vera ánægður með að geta styrkt gott málefni á sama tíma og hann fóðrar athyglissýkina. Þá græði allir. Nema kannski þeir sem hlusta á hann röfla um ágæti þess að vera á tánum. Hjörtur hleypur til styrktar Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar sem var stofnaður árið 2012 til þess að bæta aðstöðu og líf utangarðsfólks. Hjörtur segir málaflokkinn fá allt of litla athygli. „Sjóðurinn hefur á síðustu árum styrkt ýmis verkefni og stofnanir sem snúa að málum utangarðsfólks, svo sem Frú Ragnheiði, Gistiskýlið, Konukot og mörg fleiri. Ég hvet fólk til að kíkja á Facebook-síðu og heimasíðu sjóðsins og kynna sér það flotta starf sem þar fer fram,“ segir Hjörtur. Hann segir undirbúninginn fyrir „tásuhlaupið“, eins og hann kallar hlaup sitt, vera ansi svipað og fyrir öll önnur hlaup. Hann fær góða aðstoð frá Arnari Péturs, margföldum Íslandsmeistara í hlaupi, og hlýðir því sem hann setur fyrir. Hjörtur er orðinn mjög spenntur fyrir hlaupinu, hann segist þó vera spenntastur fyrir því að vera búinn að hlaupa. Hvernig fæturnir taka þessari ákvörðun hans verður að koma í ljós á sunnudaginn.
Reykjavíkurmaraþon Menningarnótt Hlaup Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Leggur hristarann á hilluna eftir mótið Sjá meira