Tónlist

Tón­listar­veisla Bylgjunnar í Hljóm­skála­garðinum

Tinni Sveinsson skrifar
Bylgjan hefur staðið fyrir stórtónleikum í Hljómskálagarði á Menningarnótt frá árinu 2014.
Bylgjan hefur staðið fyrir stórtónleikum í Hljómskálagarði á Menningarnótt frá árinu 2014. Vísir/Daníel Þór

Tónlistarveisla Bylgjunnar fer fram í Hljómskálagarðinum á Menningarnótt. Sýnt verður frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísi.

Útsendingin hefst klukkan 18. Hægt er að horfa í spilaranum hér að neðan og fyrir neðan hann má sjá dagskrá kvöldsins.

Dagskrá

  • 17:00 Matarvagnar frá Götubitanum mæta í garðinn4
  • 17:00 DJ Pétur Valmundar setur línuna fyrir kvöldið
  • 18:00 Útsending Vísis hefst með svipmyndum úr Hljómskálagarði
  • 18:30 Emmsjé Gauti
  • 19:05 Eyþórsdætur
  • 19:30 Herra Hnetusmjör
  • 20:05 Jón Jónsson
  • 20:40 Svala
  • 21:20 Helgi Bjöss og co
  • 22:00 Stjórnin

Jóhann Örn Ólafsson og Ósk Gunnarsdóttir bera hitann og þungann af þessum tónleikum og ræddu þau verkefnið í Bítinu á Bylgjunni í gær. Viðtalið má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.

Umfjöllun okkar um Menningarnótt má svo lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×