„Ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út“ Elísabet Hanna skrifar 17. ágúst 2022 07:00 Beggi er farinn á vit ævintýranna í Kaliforníu. Aðsend Athafnamaðurinn Bergsveinn Ólafsson ákvað að taka stökkið í haust og flytja út til Claremont í Kaliforníu þar sem hann mun stunda doktorsnám í sálfræði við Claremont Graduate University. Hann er nýlentur í ævintýrinu og ræddi við Vísi um það sem býður hans í nýja heimalandinu. Fékk skólastyrk í doktorsnámið Bergsveinn, eða Beggi líkt og hann er oftast kallaður, fékk skólastyrk í háskólann í Bandaríkjunum. Claremont er skólabær sem er staðsettur um það bil fjörutíu mínútur frá Los Angeles. Hann sér fyrir sér að sigla í gegnum námið á þremur til fjórum árum en meðfram því mun hann halda áfram að þróa fyrirtækið sitt erlendis sem hann hefur verið að byggja upp hér á Íslandi síðustu árin. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Önnur bók væntanleg um jólin Hann stefnir á að gefa bækurnar sínar út á ensku og halda fyrirlestra fyrir fyrirtæki og skóla líkt og hann hefur verið að gera hér á landi. Hann gaf út bókina Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi árið 2020 og er bókin Tíu skilaboð, að skapa öryggi úr óvissu væntanleg um jólin. „Einnig mun ég vonandi kenna í háskóla, vinna með stjórnendum, fyrirtækjum og íþróttafélögum en um leið vera opinn fyrir hvaða tækifæri koma upp hér úti sem ég er spenntur fyrir að hoppa á,“ segir hann í samtali við Vísi. Sótti um námið í kjölfar ágreinings „Ég sótti um sextán bestu skólana í Bandaríkjunum eftir að það kom upp ágreiningur milli mín og leiðbeinandans míns í doktorsnáminu hér heima. Ég byrjaði á að sækja um einn skóla þar sem ég hafði áhuga á að vinna með leiðbeinandanum. Þegar sú umsókn var búin hugsaði ég með mér: Af hverju ég ætti ekki að sækja um á sem flestum stöðum til að hámarka líkurnar að ég kæmist inn einhversstaðar,“ segir Beggi. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) „Það er ekkert grín að fá skólastyrk í Bandaríkjunum án þess að spila neina íþrótt til að styðja við styrkinn. Ég fékk fimmtán nei en eitt já, sem styður þá hugmynd að þora að sækjast eftir hlutum þrátt fyrir að þú getir mögulega fengið einhverja höfnun á leiðinni.“ Einn fremsti skólinn „Claremont Graduate University er besti skólinn í heiminum í þeirri sálfræði sem ég hef áhuga á. Sálfræðin hefur í gegnum tíðina einblínt mestmegnis á það sem er að fólki, greint vankanta þeirra og að hjálpa fólki sem er að eiga við andleg veikindi. Námið mitt einblínir á hvað er gott og rétt við fólk, hvernig við getum hjálpað fólki að lifa innihaldsríku lífi svo að það nái árangri, líði vel og blómstri í sínu hlutverki,“ segir hann um jákvæðu sálfræðina. Staðsetning skólans skemmir þó ekki fyrir en fylkið í Bandaríkjunum er þekkt fyrir hlýtt veðurfar og góðan anda: „Síðan fannst mér eitthvað heillandi við það að stunda nám í Kaliforníu, enda komið þangað þrisvar með tilheyrandi ánægju.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Langt ferli að sækja um nám í Bandaríkjunum „Þetta var heljarinnar ferli, að sækja um skóla í Bandaríkjunum tók nokkra mánuði. Einnig þurfti ég að taka GRE próf sem þarf mikinn undirbúning fyrir ásamt því að uppfæra ferilskrána mína, fara í viðtöl og svo tekur mikinn tíma og erfiði að semja góða umsókn sem er líkleg til árangurs.“ Beggi segist þó hafa fengið stuðning frá góðum aðilum í ferlinu sem hann segir hafa hjálpað sér að gera umsóknina eins góða og völ var á. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Ætlar að búa á „Campus“ „Þegar maður kemst inn í skólann tekur síðan við strembið VISA ferli til þess að geta átt heima í Bandaríkjunum,“ segir hann um ferlið. Þar á eftir þarf að finna sér húsnæði: „Ég ætla að prófa að vera á campus fyrsta árið til að efla tengslanetið og sjá hvernig stemningin þar er. Ásamt því að finna húsnæði þurfti ég að funda reglulega með starfsfólki skólans og að undirbúa mig fjárhagslega undir stökkið.“ Sambandsslit, bókaskrif og mörg verkefni Beggi hafði í nógu að snúast á sama tíma og hann var að standa í umsóknarferlinu: „Á þessum tíma var ég líka að ganga í gegnum sambandsslit, skrifa bók númer tvö, halda hlaðvarpinu gangandi, halda fyrirlestra, vera með námskeið, sinna daglegum rekstri og að nota þjálfunarsálfræðina til að hjálpa fólki svo ég hef ekki getað slakað mikið á. Það er því eins gott að ég hafi ástríðu fyrir að hjálpa fólki og fái orku úr að vera sinna öllum þessum boltum.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Erfitt að taka stökkið út Þó svo að hann hafi verið að sækjast eftir tækifærinu þurfti hann samt að hugsa sig um þegar staðfestingin kom: „Það var ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út. Mér hefur gengið hrikalega vel undanfarin ár og aldrei verið jafn mikið sótt í mig. Ég veit að ef ég hefði haldið áfram heima hefði árangurinn minn haldið áfram með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi. Það gerði ákvörðunina mína mikið erfiðari.“ Ætlaði fyrst að vera áfram heima „Öryggið og fjárhagslegt öryggi lét mig fyrst taka ákvörðun um að vera heima en ákvörðunin sat ekki rétt í mér og þá ákvað ég að breyta um ákvörðun og að stökkva á þetta tækifæri,“ segir hann um lokaákvörðunina um að láta slag standa. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) „Fólk sér nefnilega frekar eftir tækifærunum sem þau stukku ekki á heldur en mögulegum mistökunum sem fylgdu í kjölfarið. Ég veit fyrir víst að ég mun ekki sjá eftir þessari ákvörðun þegar ég verð gamall. Þrátt fyrir að vera öryggispési í grunninn þá er ansi holt fyrir mig að vera kominn á þrítugsaldurinn og að þurfa að taka svona stórt stökk einn á báti út í stóra heiminn.“ Hlaðvarpið heldur áfram Síðustu misseri hefur Beggi stjórnað einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi, þættinum 24/7: „Hlaðvarpið verður út árið á íslensku. Ég tók sextán þætti áður en ég fór út sem duga út árið en eftir áramót stefni ég á að vera með allt mitt efni á ensku. Ég er verulega spenntur fyrir að halda áfram með 24/7 út í heimi og vonandi ná sem til flestra. Hlaðvarpið hefur vakið mikla lukku hér heima svo ég sé ekki af hverju það ætti ekki að gera það hérna úti.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Skiptir yfir á ensku „Hlaðvarpið er allavega einn af þeim möguleikum sem ég sé fyrir mér að ég geti notað til þess að hafa áhrif á fólk hér úti og kosturinn við það er líka að það eflir tengslanetið þitt í leiðinni. Svo er bara svo djöfulli gaman að tala við árangursríkt fólk sem hefur mikla visku til að deila með okkur hinum. Ég sé því ekki af hverju ég ætti að hætta með hlaðvarpið og hlakka til að fara með það á nýjan vettvang.“ Spenntur að kynnast fólki sem þekkir ekkert til hans Það sem fylgir flutningum erlendis er gríðarleg vinna en einnig er ýmislegt til þess að vera spenntur fyrir: „Ég er spenntastur fyrir því að læra, þroskast og þróast sem manneskja. Að öðlast nýja sýn á heiminn og átta mig á því hvernig hann er út frá öðrum augum en litla Íslandi og að þurfa að standa á eigin fótum. Einnig verður gaman að kynnast nýju fólki á mínum eigin forsendum þar sem það veit enginn hver ég er hérna úti né hvaða mann ég hef að geyma.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Olía á eldinn að bæta líf fólks „Ég hlakka til að kynnast nýrri menningu, verða öflugri einstaklingur og öðlast leikni svo ég geti haft ennþá meiri og betri áhrif á fólk í framtíðinni. Það verður líka gott að bæta orðaforðann minn í ensku og geta náð til fleira fólks,“ segir Beggi um það sem hann ætlar sér að gera í Bandaríkjunum og bætir við: „Ástæðan fyrir því að ég geri það sem ég geri er að ná að snerta sem flesta og að hvetja þau áfram í að bæta hegðun, hugarfar, viðhorf, hugrekki, þrautseigju og tilfinningagreind svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert sem gefur mér meira en þegar einstaklingar labba að mér úti á götu og segja mér að þeir hafi tekið eitthvað frá mér sem bætti lífið þeirra og það er olían á eldinn minn.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Ætlar að sleppa tökum og flæða með lífinu „Að lokum er ég spenntastur fyrir að flæða aðeins með lífinu. Ég er þannig einstaklingur að í gegnum tíðina hef ég þurft að hafa stjórn á öllu, vita allt fyrir víst og að hafa allt kýrskýrt í mínu lífi. Nú er ég á þeim stað að þrátt fyrir að hafa ákveðna sýn og að vita hvert sé að fara, þá ætla ég að leyfa lífinu að taka mig þangað sem mér er ætlað. Ég er að verða þrítugur með engin börn né maka. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Ég veit ekkert hvernig lífið mitt mun verða eftir nokkur ár og mér finnst það bæði spennandi og á sama tíma hræðir það mig. Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og að halda áfram að vera einstaklingurinn sem ég hef að geyma, svo sér lífið um restina. Hvort ég komi heim eftir ár, þrjú ár, tíu eða aldrei veit svo enginn. Það eina sem ég veit er að ég ætla að njóta leiðarinnar, sem verður bæði krefjandi og ánægjuleg.“ Stökkið Ferðalög Íslendingar erlendis Bandaríkin Heilsa Geðheilbrigði Tengdar fréttir Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Beggi Ólafs og Hildur Sif hætt saman Fyrirlesarinn og doktorsneminn Beggi Ólafs og Hildur Sif Hauksdóttir, sérfræðingur hjá SaltPay, eru hætt saman eftir rúmlega átta ára samband. 15. febrúar 2022 15:43 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Fékk skólastyrk í doktorsnámið Bergsveinn, eða Beggi líkt og hann er oftast kallaður, fékk skólastyrk í háskólann í Bandaríkjunum. Claremont er skólabær sem er staðsettur um það bil fjörutíu mínútur frá Los Angeles. Hann sér fyrir sér að sigla í gegnum námið á þremur til fjórum árum en meðfram því mun hann halda áfram að þróa fyrirtækið sitt erlendis sem hann hefur verið að byggja upp hér á Íslandi síðustu árin. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Önnur bók væntanleg um jólin Hann stefnir á að gefa bækurnar sínar út á ensku og halda fyrirlestra fyrir fyrirtæki og skóla líkt og hann hefur verið að gera hér á landi. Hann gaf út bókina Tíu skref í átt að innihaldsríku lífi árið 2020 og er bókin Tíu skilaboð, að skapa öryggi úr óvissu væntanleg um jólin. „Einnig mun ég vonandi kenna í háskóla, vinna með stjórnendum, fyrirtækjum og íþróttafélögum en um leið vera opinn fyrir hvaða tækifæri koma upp hér úti sem ég er spenntur fyrir að hoppa á,“ segir hann í samtali við Vísi. Sótti um námið í kjölfar ágreinings „Ég sótti um sextán bestu skólana í Bandaríkjunum eftir að það kom upp ágreiningur milli mín og leiðbeinandans míns í doktorsnáminu hér heima. Ég byrjaði á að sækja um einn skóla þar sem ég hafði áhuga á að vinna með leiðbeinandanum. Þegar sú umsókn var búin hugsaði ég með mér: Af hverju ég ætti ekki að sækja um á sem flestum stöðum til að hámarka líkurnar að ég kæmist inn einhversstaðar,“ segir Beggi. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) „Það er ekkert grín að fá skólastyrk í Bandaríkjunum án þess að spila neina íþrótt til að styðja við styrkinn. Ég fékk fimmtán nei en eitt já, sem styður þá hugmynd að þora að sækjast eftir hlutum þrátt fyrir að þú getir mögulega fengið einhverja höfnun á leiðinni.“ Einn fremsti skólinn „Claremont Graduate University er besti skólinn í heiminum í þeirri sálfræði sem ég hef áhuga á. Sálfræðin hefur í gegnum tíðina einblínt mestmegnis á það sem er að fólki, greint vankanta þeirra og að hjálpa fólki sem er að eiga við andleg veikindi. Námið mitt einblínir á hvað er gott og rétt við fólk, hvernig við getum hjálpað fólki að lifa innihaldsríku lífi svo að það nái árangri, líði vel og blómstri í sínu hlutverki,“ segir hann um jákvæðu sálfræðina. Staðsetning skólans skemmir þó ekki fyrir en fylkið í Bandaríkjunum er þekkt fyrir hlýtt veðurfar og góðan anda: „Síðan fannst mér eitthvað heillandi við það að stunda nám í Kaliforníu, enda komið þangað þrisvar með tilheyrandi ánægju.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Langt ferli að sækja um nám í Bandaríkjunum „Þetta var heljarinnar ferli, að sækja um skóla í Bandaríkjunum tók nokkra mánuði. Einnig þurfti ég að taka GRE próf sem þarf mikinn undirbúning fyrir ásamt því að uppfæra ferilskrána mína, fara í viðtöl og svo tekur mikinn tíma og erfiði að semja góða umsókn sem er líkleg til árangurs.“ Beggi segist þó hafa fengið stuðning frá góðum aðilum í ferlinu sem hann segir hafa hjálpað sér að gera umsóknina eins góða og völ var á. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Ætlar að búa á „Campus“ „Þegar maður kemst inn í skólann tekur síðan við strembið VISA ferli til þess að geta átt heima í Bandaríkjunum,“ segir hann um ferlið. Þar á eftir þarf að finna sér húsnæði: „Ég ætla að prófa að vera á campus fyrsta árið til að efla tengslanetið og sjá hvernig stemningin þar er. Ásamt því að finna húsnæði þurfti ég að funda reglulega með starfsfólki skólans og að undirbúa mig fjárhagslega undir stökkið.“ Sambandsslit, bókaskrif og mörg verkefni Beggi hafði í nógu að snúast á sama tíma og hann var að standa í umsóknarferlinu: „Á þessum tíma var ég líka að ganga í gegnum sambandsslit, skrifa bók númer tvö, halda hlaðvarpinu gangandi, halda fyrirlestra, vera með námskeið, sinna daglegum rekstri og að nota þjálfunarsálfræðina til að hjálpa fólki svo ég hef ekki getað slakað mikið á. Það er því eins gott að ég hafi ástríðu fyrir að hjálpa fólki og fái orku úr að vera sinna öllum þessum boltum.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Erfitt að taka stökkið út Þó svo að hann hafi verið að sækjast eftir tækifærinu þurfti hann samt að hugsa sig um þegar staðfestingin kom: „Það var ótrúlega erfitt að taka ákvörðun um að fara út. Mér hefur gengið hrikalega vel undanfarin ár og aldrei verið jafn mikið sótt í mig. Ég veit að ef ég hefði haldið áfram heima hefði árangurinn minn haldið áfram með tilheyrandi fjárhagslegum ávinningi. Það gerði ákvörðunina mína mikið erfiðari.“ Ætlaði fyrst að vera áfram heima „Öryggið og fjárhagslegt öryggi lét mig fyrst taka ákvörðun um að vera heima en ákvörðunin sat ekki rétt í mér og þá ákvað ég að breyta um ákvörðun og að stökkva á þetta tækifæri,“ segir hann um lokaákvörðunina um að láta slag standa. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) „Fólk sér nefnilega frekar eftir tækifærunum sem þau stukku ekki á heldur en mögulegum mistökunum sem fylgdu í kjölfarið. Ég veit fyrir víst að ég mun ekki sjá eftir þessari ákvörðun þegar ég verð gamall. Þrátt fyrir að vera öryggispési í grunninn þá er ansi holt fyrir mig að vera kominn á þrítugsaldurinn og að þurfa að taka svona stórt stökk einn á báti út í stóra heiminn.“ Hlaðvarpið heldur áfram Síðustu misseri hefur Beggi stjórnað einu vinsælasta hlaðvarpi á Íslandi, þættinum 24/7: „Hlaðvarpið verður út árið á íslensku. Ég tók sextán þætti áður en ég fór út sem duga út árið en eftir áramót stefni ég á að vera með allt mitt efni á ensku. Ég er verulega spenntur fyrir að halda áfram með 24/7 út í heimi og vonandi ná sem til flestra. Hlaðvarpið hefur vakið mikla lukku hér heima svo ég sé ekki af hverju það ætti ekki að gera það hérna úti.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Skiptir yfir á ensku „Hlaðvarpið er allavega einn af þeim möguleikum sem ég sé fyrir mér að ég geti notað til þess að hafa áhrif á fólk hér úti og kosturinn við það er líka að það eflir tengslanetið þitt í leiðinni. Svo er bara svo djöfulli gaman að tala við árangursríkt fólk sem hefur mikla visku til að deila með okkur hinum. Ég sé því ekki af hverju ég ætti að hætta með hlaðvarpið og hlakka til að fara með það á nýjan vettvang.“ Spenntur að kynnast fólki sem þekkir ekkert til hans Það sem fylgir flutningum erlendis er gríðarleg vinna en einnig er ýmislegt til þess að vera spenntur fyrir: „Ég er spenntastur fyrir því að læra, þroskast og þróast sem manneskja. Að öðlast nýja sýn á heiminn og átta mig á því hvernig hann er út frá öðrum augum en litla Íslandi og að þurfa að standa á eigin fótum. Einnig verður gaman að kynnast nýju fólki á mínum eigin forsendum þar sem það veit enginn hver ég er hérna úti né hvaða mann ég hef að geyma.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Olía á eldinn að bæta líf fólks „Ég hlakka til að kynnast nýrri menningu, verða öflugri einstaklingur og öðlast leikni svo ég geti haft ennþá meiri og betri áhrif á fólk í framtíðinni. Það verður líka gott að bæta orðaforðann minn í ensku og geta náð til fleira fólks,“ segir Beggi um það sem hann ætlar sér að gera í Bandaríkjunum og bætir við: „Ástæðan fyrir því að ég geri það sem ég geri er að ná að snerta sem flesta og að hvetja þau áfram í að bæta hegðun, hugarfar, viðhorf, hugrekki, þrautseigju og tilfinningagreind svo eitthvað sé nefnt. Það er ekkert sem gefur mér meira en þegar einstaklingar labba að mér úti á götu og segja mér að þeir hafi tekið eitthvað frá mér sem bætti lífið þeirra og það er olían á eldinn minn.“ View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Ætlar að sleppa tökum og flæða með lífinu „Að lokum er ég spenntastur fyrir að flæða aðeins með lífinu. Ég er þannig einstaklingur að í gegnum tíðina hef ég þurft að hafa stjórn á öllu, vita allt fyrir víst og að hafa allt kýrskýrt í mínu lífi. Nú er ég á þeim stað að þrátt fyrir að hafa ákveðna sýn og að vita hvert sé að fara, þá ætla ég að leyfa lífinu að taka mig þangað sem mér er ætlað. Ég er að verða þrítugur með engin börn né maka. View this post on Instagram A post shared by B E G G I O L A F S (@beggiolafs) Ég veit ekkert hvernig lífið mitt mun verða eftir nokkur ár og mér finnst það bæði spennandi og á sama tíma hræðir það mig. Það eina sem ég get gert er að gera mitt besta og að halda áfram að vera einstaklingurinn sem ég hef að geyma, svo sér lífið um restina. Hvort ég komi heim eftir ár, þrjú ár, tíu eða aldrei veit svo enginn. Það eina sem ég veit er að ég ætla að njóta leiðarinnar, sem verður bæði krefjandi og ánægjuleg.“
Stökkið Ferðalög Íslendingar erlendis Bandaríkin Heilsa Geðheilbrigði Tengdar fréttir Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Beggi Ólafs og Hildur Sif hætt saman Fyrirlesarinn og doktorsneminn Beggi Ólafs og Hildur Sif Hauksdóttir, sérfræðingur hjá SaltPay, eru hætt saman eftir rúmlega átta ára samband. 15. febrúar 2022 15:43 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Sjá meira
Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30
Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37
Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39
Beggi Ólafs og Hildur Sif hætt saman Fyrirlesarinn og doktorsneminn Beggi Ólafs og Hildur Sif Hauksdóttir, sérfræðingur hjá SaltPay, eru hætt saman eftir rúmlega átta ára samband. 15. febrúar 2022 15:43