Lífið

Tvö­faldur heims­meistari á landinu í leit að Haf­þóri

Árni Sæberg skrifar
Tyson Fury er í leit að Hafþóri Júlíusi.
Tyson Fury er í leit að Hafþóri Júlíusi. Julian Finney/Getty Images

Tyson Fury, einn besti þungavigtarhnefaleikamaður samtímans og tvöfaldur heimsmeistari, er á Íslandi. Hann segist vera kominn hingað til að skora Hafþór Júlíus Björnsson á hólm.

Fury, eða Konungur Rómafólksins (e. Gypsy King) eins og hann kallar sig, greindi frá komu sinni til landsins á samfélagsmiðlinum Twitter. 

„Þá erum við komin hingað til Íslands. Þið vitið hvað við erum að gera, leita að Þór. Komdu og berstu eins og karlmaður,“ segir Fury í myndbandi á Twitter. Þar á hann auðvitað við Hafþór Júlíus Björnsson, aflraunamann og upprennandi hnefaleikakappa.

Furyu hefur þegar tilkynnt að þeir Hafþór muni takast á hnefaleikahringnum í nóvember. Hann hefur lagt hanskana á hilluna þegar kemur að atvinnuhnefaleikum en hefur ekki útilokað að taka þátt í svokölluðum sýningarbardögum.

Hafþór Júlíus vann einn slíkan á dögunum þegar hann lagði einn helsta keppinaut sinn til margra ára, Eddie Hall, í bardaga sem kallaður var þyngsti bardagi sögunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×