„Voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér“ Elísabet Hanna skrifar 11. ágúst 2022 11:31 Ólafur Reynisson er mikill frumkvöðull þegar kemur að matargerð. Stöð 2 Litla Hverabúðin er minnsta verslun Íslands, svo smá að ekki er þar að finna nokkurn starfsmann, í stað þess er stólað á heiðarleika viðskiptavina. Verðlaunakokkurinn Ólafur Reynisson og eiginkona hans Anna María Eyjólfsdóttir eru miklir frumkvöðlar þegar kemur að matargerð. Verslunin er staðsett í Hveragerði og segir Ólafur sjálfsafgreiðsluna hafa gengið vel og heiðarlega fyrir sig og bætir við:„Enda held ég að það sé ekkert gaman að borða brauð sem maður borgaði ekki fyrir. Ég held að maður hafi ekkert gott af því brauði, ég held að það fari illa í magann.“ Bakar kökur í uppþvottavél og sýður egg í sokkum Hann hefur í gegnum tíðina notast mikið við gufuna í eldamennskunni og notar hann meðal annars gamla uppþvottavél sem breytt hefur verið í hveragufuvél til þess að baka kökur. Það eru ekki aðeins kökur sem eru bakaðar á skemmtilegan máta. „Það er voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér og fólk er að elda eggið í sokkunum,“ segir hann um aðstöðuna sem hjónin eru með fyrir gesti þar sem þeir geta upplifað eldamennskuna sjálfir. Einu skilyrðin sem hann setur eru að sokkurinn sé hreinn. Ólafur bakar meðal annars súkkulaði og gulrótakökur í uppþvottavélinni.Stöð 2 Breyttu um takt „Þetta kemur til út af því að við breyttum um takt,“ segir Ólafur um litlu Hverabúðina en tekin var sú stefna hjá hjónunum að þjónusta aðeins hópa í stað einstaklinga. „En fólk fór ekki í burtu, það fór að banka á hurðina og spyrja hvort ég gæti selt þeim rúgbrauð eða brauðsúpu eða þetta og hitt,“ segir hann um tildrög verslunarinnar. „Þá fæddist þessi hugmynd hvort það væri ekki hægt að fara þessa leið, að þetta svona lítið og krúttlegt og láta fólk gera eins og það er farið að gera í öllum þessum búðum,“ segir Ólafur. Vala Matt fór og heimsótti þau hjónin í Litli Hverabúðinni og fékk að heyra allt um þeirra einstöku leiðir í eldamennsku en sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan: Borgar fólki með lækkuðu verði „Ég þakka nú Krónunni og Bónus og öllu þessu ágæta fólki fyrir það að vera búið að kenna fólki að hafa þau í vinnu fyrir ekki neitt og gera allt sko. Ég er svo flottur á því að ég vil að fólk fái laun við þetta þannig að við lækkuðum bara verðið hérna. Þetta er heildsöluverð sem við erum að keyra á af því að fólkið er að vinna restina,“ segir hann um sjálfsafgreiðsluna í versluninni. Stundum er nóg bara nóg Nú hafa hjónin ákveðið að minnka vinnu og byrja að njóta lífsins á annan hátt og ætla jafnvel að fara í heimsreisu og skoða heiminn á meðan þau eru enn við heilsu og eldhress. „Veistu það að þegar maður er búinn að hlaupa nokkra maraþon hringi að þá er allt í lagi að fara að rétta keflið einhverjum öðrum og fara bara í stúkuna og horfa á,“ segir hann. „Við erum búin taka svo mikið á móti fólki á skemmtiferðaskipum og einhvern tíman sagði konan við mig: „Heyrðu hvenær verðum við þarna hinu megin við borðið?“ Litla Hverabúðin er lítil og krúttleg.Stöð 2 Anna María tekur í sama streng og vonar að nú sér tíminn: „Ég er eiginlega að vonast eftir því að maðurinn sé loksins búinn að fá nóg, þetta er alveg orðið ágætt. Þetta er bara búið að vera skemmtilegt en stundum er nóg nóg.“ Ísland í dag Hveragerði Verslun Tengdar fréttir Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins. 23. desember 2021 10:31 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Verslunin er staðsett í Hveragerði og segir Ólafur sjálfsafgreiðsluna hafa gengið vel og heiðarlega fyrir sig og bætir við:„Enda held ég að það sé ekkert gaman að borða brauð sem maður borgaði ekki fyrir. Ég held að maður hafi ekkert gott af því brauði, ég held að það fari illa í magann.“ Bakar kökur í uppþvottavél og sýður egg í sokkum Hann hefur í gegnum tíðina notast mikið við gufuna í eldamennskunni og notar hann meðal annars gamla uppþvottavél sem breytt hefur verið í hveragufuvél til þess að baka kökur. Það eru ekki aðeins kökur sem eru bakaðar á skemmtilegan máta. „Það er voðalega vinsælt að fá hrátt egg og sokk hjá mér og fólk er að elda eggið í sokkunum,“ segir hann um aðstöðuna sem hjónin eru með fyrir gesti þar sem þeir geta upplifað eldamennskuna sjálfir. Einu skilyrðin sem hann setur eru að sokkurinn sé hreinn. Ólafur bakar meðal annars súkkulaði og gulrótakökur í uppþvottavélinni.Stöð 2 Breyttu um takt „Þetta kemur til út af því að við breyttum um takt,“ segir Ólafur um litlu Hverabúðina en tekin var sú stefna hjá hjónunum að þjónusta aðeins hópa í stað einstaklinga. „En fólk fór ekki í burtu, það fór að banka á hurðina og spyrja hvort ég gæti selt þeim rúgbrauð eða brauðsúpu eða þetta og hitt,“ segir hann um tildrög verslunarinnar. „Þá fæddist þessi hugmynd hvort það væri ekki hægt að fara þessa leið, að þetta svona lítið og krúttlegt og láta fólk gera eins og það er farið að gera í öllum þessum búðum,“ segir Ólafur. Vala Matt fór og heimsótti þau hjónin í Litli Hverabúðinni og fékk að heyra allt um þeirra einstöku leiðir í eldamennsku en sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan: Borgar fólki með lækkuðu verði „Ég þakka nú Krónunni og Bónus og öllu þessu ágæta fólki fyrir það að vera búið að kenna fólki að hafa þau í vinnu fyrir ekki neitt og gera allt sko. Ég er svo flottur á því að ég vil að fólk fái laun við þetta þannig að við lækkuðum bara verðið hérna. Þetta er heildsöluverð sem við erum að keyra á af því að fólkið er að vinna restina,“ segir hann um sjálfsafgreiðsluna í versluninni. Stundum er nóg bara nóg Nú hafa hjónin ákveðið að minnka vinnu og byrja að njóta lífsins á annan hátt og ætla jafnvel að fara í heimsreisu og skoða heiminn á meðan þau eru enn við heilsu og eldhress. „Veistu það að þegar maður er búinn að hlaupa nokkra maraþon hringi að þá er allt í lagi að fara að rétta keflið einhverjum öðrum og fara bara í stúkuna og horfa á,“ segir hann. „Við erum búin taka svo mikið á móti fólki á skemmtiferðaskipum og einhvern tíman sagði konan við mig: „Heyrðu hvenær verðum við þarna hinu megin við borðið?“ Litla Hverabúðin er lítil og krúttleg.Stöð 2 Anna María tekur í sama streng og vonar að nú sér tíminn: „Ég er eiginlega að vonast eftir því að maðurinn sé loksins búinn að fá nóg, þetta er alveg orðið ágætt. Þetta er bara búið að vera skemmtilegt en stundum er nóg nóg.“
Ísland í dag Hveragerði Verslun Tengdar fréttir Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins. 23. desember 2021 10:31 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Sjá meira
Innlit í nýtt og öðruvísi hótel í Hveragerði Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær fengu áhorfendur að sjá Gróðurhúsið í Hveragerði, nýtt og spennandi hótel í hjarta bæjarins. 23. desember 2021 10:31