Lífið

Haffi Haff var rændur á fyrsta stefnumóti

Elísabet Hanna skrifar
Haffi vissi að eitthvað skrítið væri í gangi.
Haffi vissi að eitthvað skrítið væri í gangi. Vísir/Vilhelm

Gústi B og Páll Orri fengu Hafstein Þór Guðjónsson, betur þekktur sem Haffi Haff, til sín í þáttinn Veisluna og skelltu honum í Hitasætið. „Hvað er vandræðalegasta deit sem þú hefur farið á?“ spurði Gústi og þá stóð ekki á svörum hjá Haffa sem hefur lent í því að vera rændur á fyrsta stefnumóti. 

„Það var í rauninni ekki stefnumót, það var hittingur sem í mínum heimi er eiginlega stefnumót og ég var rændur,“ sagði Haffi Haff. „Tók peningana mína, þetta var ekki einu sinni gott augnablik svo... Ég var líka mjög blankur svo það var mjög sárt á þessum tíma.“

Klippa: Veislan með Gústa B - Haffi Haff rændur á stefnumóti

Felur peninga í koddum fyrir sjálfum sér

Haffi segist stundum fela peninga í koddum, skúffum, bókum og víðs vegar um íbúðina sína: „Það er ekki af því að ég er að safna, það er vegna þess að ég vil gleyma þessum peningum svo ég geti haft þetta bara „já heyrðu ég er með þetta“ ef það kemur neyðartilfelli,“ segir hann einnig.  

Hann segist vera að fela peninginn fyrir sjálfum sér. „Ég fann alveg um daginn smá pening og var alveg „oh það var þarna sem ég setti hann“ og þá var ég búinn að bjarga þessum tíma.“

Einstaklingurinn tók peninginn og hvarf

„Þetta var einhver peningur sem viðkomandi sá og tók peningana og ég var að gera eitthvað og hann fór, bara hvarf,“ segir hann um ránið sem átti sér stað á heimili hans.

„Ég vissi að það var eitthvað skrítið, ég fann að eitthvað vantaði svo ég fór á mína staði til þess að leita og ég fann að það var ekkert og ég hugsaði vá,“ segir hann um augnablikið þegar hann áttaði sig á því að hann hafi verið rændur.

„Þetta er kannski vandræðalegasti hlutur sem hefur gerst í mínu lífi frá upphafi. Ég myndi ekki kalla þetta stefnumót en þetta var klárlega vandræðalegt,“ sagði hann að lokum.

Þáttinn má heyra í heild sinni hér að neðan:


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×