Auglýsti nýja plötu í dalnum með QR kóða Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 2. ágúst 2022 16:01 Tónlistarmaðurinn Danjel var að senda frá sér EP plötu. Aðsend Daníel Dagur Hermannsson, jafnan þekktur sem Danjel, er sextán ára tónlistarmaður og rappari sem var að gefa út EP plötuna Óregla. Blaðamaður tók púlsinn á Daníel. „Þetta er fjögurra laga rapp plata sem ég er búinn að vera vinna í síðan nóvember á síðasta ári. Platan er um markmiðin mín í bransanum, hindranir og fake fólk. Á sama tíma er ég að reyna halda öllu jákvæðu þótt ég verði stundum reiður eða verði vonsvikinn. Ég elska stemningu og vil aðallega bara hafa stemningu í lögunum,“ segir Daníel. View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Vinnur allt sjálfur Daníel semur lögin og textana sjálfur ásamt því að pródúsera, mixa og mastera. Hann segir innblásturinn koma til sín í gegnum vinnuna. „Ég sest við tölvuna heima hjá mér og byrja á því að vinna í beat-i, ég get oft verið að vinna fimm á dag og ekki fílað nein af þeim. Svo geri ég eitt beat sem kemur mér í stuð og finn þá bara strax innblástur til að gera texta við beat-ið. Ég pródúsera allt sjálfur, mixa og mastera líka. Lagið Ekki í lagi var reyndar gert með hjálp tveggja vina minna, Hrafns Óla og Daníel Birnis, á tónlistarnámskeiði í Tónhyl. Annars hef ég unnið flest sjálfur, nema einn master var gerður af frænda mínum.“ View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Útkoman skemmtilegust Daníel segist fyrst hafa byrjað að hlusta almennilega á tónlist árið 2018 þegar hann kynntist tveimur nýjum vinum sínum. „Þeir kynntu mig eiginlega bara fyrir tónlist. Út frá því kviknaði áhugi á að gera tónlist. Svo byrjaði ég að gera beats í lok árs 2019, byrjaði að rappa 2020 en gaf ekki út mín eigin rapplög fyrr en í október 2020.“ Hann segir það skemmtilegasta við að gera tónlist vera útkomuna. „Ég spilaði einu sinni á sumarhátíð í skólanum mínum og það að koma fram fyrir hóp áhorfenda er það skemmtilegasta sem ég geri, að peppa fólk og koma þeim í stuð. Allt sem mig hefur langað að gera hefur alltaf verið tengt því að koma fram á sviði.“ View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Gekk á milli fólks með QR kóða Aðspurður hvert hann stefni í tónlistarheiminum segir Daníel einfaldlega: „Ég er með mjög skýra sýn og ég sé enga aðra leið en að ég stefni beint á toppinn. Það er enginn að hjálpa mér á bak við tjöldin, ég gef þetta út sjálfur og ég prómóta þetta sjálfur. Á Þjóðhátíð var ég að fara á milli fólks með QR kóða að leyfa þeim að skanna. Ég er líka búinn að auglýsa mig mikið á TikTok og með fyrri útgáfunni minni, grín laginu Gucci Bolur þá náði ég að koma laginu í eitt af mest spiluðu lögum landsins á Spotify á útgáfudaginn.“ @ekkidanjel OUT NOW. GERIÐ TIKTOK MYNDBÖÖÖÖÖNDD KÓNGAR OG DROTTNINGAR Gucci bolur - Danjel & Galdur Feimni er ekki vandamál hjá Daníel og mikilvægt er að hafa trú á sér þegar maður ætlar að koma sér á framfæri. „Það er enginn að fara að gera þetta fyrir mig þannig að ég verð að gera þetta sjálfur.“ Hér má finna nýju plötuna í heild sinni: Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þetta er fjögurra laga rapp plata sem ég er búinn að vera vinna í síðan nóvember á síðasta ári. Platan er um markmiðin mín í bransanum, hindranir og fake fólk. Á sama tíma er ég að reyna halda öllu jákvæðu þótt ég verði stundum reiður eða verði vonsvikinn. Ég elska stemningu og vil aðallega bara hafa stemningu í lögunum,“ segir Daníel. View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Vinnur allt sjálfur Daníel semur lögin og textana sjálfur ásamt því að pródúsera, mixa og mastera. Hann segir innblásturinn koma til sín í gegnum vinnuna. „Ég sest við tölvuna heima hjá mér og byrja á því að vinna í beat-i, ég get oft verið að vinna fimm á dag og ekki fílað nein af þeim. Svo geri ég eitt beat sem kemur mér í stuð og finn þá bara strax innblástur til að gera texta við beat-ið. Ég pródúsera allt sjálfur, mixa og mastera líka. Lagið Ekki í lagi var reyndar gert með hjálp tveggja vina minna, Hrafns Óla og Daníel Birnis, á tónlistarnámskeiði í Tónhyl. Annars hef ég unnið flest sjálfur, nema einn master var gerður af frænda mínum.“ View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Útkoman skemmtilegust Daníel segist fyrst hafa byrjað að hlusta almennilega á tónlist árið 2018 þegar hann kynntist tveimur nýjum vinum sínum. „Þeir kynntu mig eiginlega bara fyrir tónlist. Út frá því kviknaði áhugi á að gera tónlist. Svo byrjaði ég að gera beats í lok árs 2019, byrjaði að rappa 2020 en gaf ekki út mín eigin rapplög fyrr en í október 2020.“ Hann segir það skemmtilegasta við að gera tónlist vera útkomuna. „Ég spilaði einu sinni á sumarhátíð í skólanum mínum og það að koma fram fyrir hóp áhorfenda er það skemmtilegasta sem ég geri, að peppa fólk og koma þeim í stuð. Allt sem mig hefur langað að gera hefur alltaf verið tengt því að koma fram á sviði.“ View this post on Instagram A post shared by (@ekkidanjel) Gekk á milli fólks með QR kóða Aðspurður hvert hann stefni í tónlistarheiminum segir Daníel einfaldlega: „Ég er með mjög skýra sýn og ég sé enga aðra leið en að ég stefni beint á toppinn. Það er enginn að hjálpa mér á bak við tjöldin, ég gef þetta út sjálfur og ég prómóta þetta sjálfur. Á Þjóðhátíð var ég að fara á milli fólks með QR kóða að leyfa þeim að skanna. Ég er líka búinn að auglýsa mig mikið á TikTok og með fyrri útgáfunni minni, grín laginu Gucci Bolur þá náði ég að koma laginu í eitt af mest spiluðu lögum landsins á Spotify á útgáfudaginn.“ @ekkidanjel OUT NOW. GERIÐ TIKTOK MYNDBÖÖÖÖÖNDD KÓNGAR OG DROTTNINGAR Gucci bolur - Danjel & Galdur Feimni er ekki vandamál hjá Daníel og mikilvægt er að hafa trú á sér þegar maður ætlar að koma sér á framfæri. „Það er enginn að fara að gera þetta fyrir mig þannig að ég verð að gera þetta sjálfur.“ Hér má finna nýju plötuna í heild sinni:
Tónlist Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira