Umfjöllun: Selfoss-ÍBV 0-0 | Markalaust í suðurlandsslagnum Árni Konráð Árnason skrifar 4. ágúst 2022 19:43 Selfuyssingar eru án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum. Vísir/Hulda Margrét Selfoss tók á móti ÍBV í sannkölluðum suðurlandsslag í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem að Selfyssingar voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en ÍBV í þeim síðari. Bæði lið björguðu á línu í markalausu jafntefli í kvöld þar sem að mörg færi litu dagsins ljós. Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og sóttu töluvert meira í fyrri hálfleik, þó að Eyjakonur hafi fengið sinn skerf af færum. Selfyssingar ógnuðu marki Eyjakvenna strax á 9. mínútu þegar að Bergrós átti fyrirgjöf á Brennu Lovera, en sendingin eilítið of há fyrir Brennu sem að náði illa að stýra skallanum. Innan við mínútu seinna átti Auður Helga skot að marki Eyjakvenna sem að nafna hennar náði þó að grípa. Á 14. mínutu átti Katrín Ágústsdóttir skot rétt framhjá marki ÍBV og á þessum tímapunkti var Selfoss búið að gefa tóninn. Það var síðan stuttu seinna eða á 17. mínútu sem að Selfyssingar fengu hornspyrnu, boltinn barst inn í teig og Auður Scheving varði skalla af stuttu færi, önnur hornspyrna. Í þetta skiptið tókst Eyjakonum að bjarga á línu. Selfyssingar héldu áfram að sækja en það var ekki fyrr en 5 mínútur voru eftir að fyrri hálfleik þar sem að Eyjakonur gáfu eilítið í og byrjuðu að snúa vörn í sókn. Það var á 44. Mínútu sem að Selfyssingar uppskáru hornspyrnu, boltinn fyrir markið og nú var komið að Selfyssingum að bjarga á línu. Bergrós Ásgeirsdóttir kláraði svo seinustu sókn fyrri hálfleiks með flottu skoti, en boltinn í stöngina og út sem að einkenndi þennan fyrri hálfleik. Liðin gengu því jöfn til búningsklefa í hálfleik, 0-0. Eyjakonur byrjuðu síðari hálfleik töluvert betur en þann fyrri og lágu nánast í sókn allan síðari hálfleikinn. Olga Sevcova var upp og niður vinstri kantinn allan síðari hálfleikinn og komst trekk í trekk framhjá vörn Selfyssinga. Hættulegasta færi ÍBV kom á 67. mínútu þegar að Olga komst fram hjá vörn Selfoss og gaf boltann í átt að markteig þar sem að skotið endaði í hliðarnetinu, þarna hefðu Eyjakonur hæglega getað tekið forystuna. Það var svo aftur á 76. Mínútu sem að Madison Wolfbauer skallaði boltann fram hjá af afar stuttu færi, eftir fyrirgjöf frá Olgu Sevcovu. Selfyssingar lifnuðu örlítið við og byrjuðu að sækja og mínútu seinna gaf varamaðurinn Hólmfríður Magnúsdóttir, sem að var að koma inn á í fyrsta skipti í sumar, boltann í átt að vítateig þar sem að Brenna hitti ekki boltann, kjörið tækifæri til þess að komast yfir. Þetta einkenndi þó leikinn sem að virtist vera stöngin út leikur, fyrir bæði lið. Mörg færi voru beggja megin í leiknum en inn vildi boltinn þó ekki og skildu liðin því jöfn 0-0, sanngjörn úrslit. Af hverju endaði leikurinn jafn? Leikurinn var kaflaskiptur og brenndu bæði lið af mörg færi sem að hefðu mátt nýtast betur. Bæði lið eru varnarlega mjög sterk og sást það í leiknum í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Olga Sevcova lét vörn Selfyssinga líta illa út í kvöld, komst í sífellu upp vinstri kantinn og náði nánast undantekningarlaust fyrirgjöf eða skoti. Þá var Tiffany Sornpao afar örugg í öllum sínum aðgerðum í kvöld og átti margar góðar vörslur. Hvað gekk illa? Leikurinn var kaflaskiptur þar sem að Selfyssingar voru mun betri í fyrri hálfleik en Eyjakonur í þeim síðari, það vantaði stöðugleika í bæði lið. Síðan voru mörg dauðafæri í leiknum sem hefði mátt nýta betur. Hvað gerist næst? ÍBV tekur á móti KR á Hásteinsvelli 9. ágúst kl. 17:30. Selfyssingar mæta Þrótti Reykjavík sama dag kl. 20:00. Besta deild kvenna UMF Selfoss ÍBV
Selfoss tók á móti ÍBV í sannkölluðum suðurlandsslag í kvöld. Leikurinn var kaflaskiptur þar sem að Selfyssingar voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik en ÍBV í þeim síðari. Bæði lið björguðu á línu í markalausu jafntefli í kvöld þar sem að mörg færi litu dagsins ljós. Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og sóttu töluvert meira í fyrri hálfleik, þó að Eyjakonur hafi fengið sinn skerf af færum. Selfyssingar ógnuðu marki Eyjakvenna strax á 9. mínútu þegar að Bergrós átti fyrirgjöf á Brennu Lovera, en sendingin eilítið of há fyrir Brennu sem að náði illa að stýra skallanum. Innan við mínútu seinna átti Auður Helga skot að marki Eyjakvenna sem að nafna hennar náði þó að grípa. Á 14. mínutu átti Katrín Ágústsdóttir skot rétt framhjá marki ÍBV og á þessum tímapunkti var Selfoss búið að gefa tóninn. Það var síðan stuttu seinna eða á 17. mínútu sem að Selfyssingar fengu hornspyrnu, boltinn barst inn í teig og Auður Scheving varði skalla af stuttu færi, önnur hornspyrna. Í þetta skiptið tókst Eyjakonum að bjarga á línu. Selfyssingar héldu áfram að sækja en það var ekki fyrr en 5 mínútur voru eftir að fyrri hálfleik þar sem að Eyjakonur gáfu eilítið í og byrjuðu að snúa vörn í sókn. Það var á 44. Mínútu sem að Selfyssingar uppskáru hornspyrnu, boltinn fyrir markið og nú var komið að Selfyssingum að bjarga á línu. Bergrós Ásgeirsdóttir kláraði svo seinustu sókn fyrri hálfleiks með flottu skoti, en boltinn í stöngina og út sem að einkenndi þennan fyrri hálfleik. Liðin gengu því jöfn til búningsklefa í hálfleik, 0-0. Eyjakonur byrjuðu síðari hálfleik töluvert betur en þann fyrri og lágu nánast í sókn allan síðari hálfleikinn. Olga Sevcova var upp og niður vinstri kantinn allan síðari hálfleikinn og komst trekk í trekk framhjá vörn Selfyssinga. Hættulegasta færi ÍBV kom á 67. mínútu þegar að Olga komst fram hjá vörn Selfoss og gaf boltann í átt að markteig þar sem að skotið endaði í hliðarnetinu, þarna hefðu Eyjakonur hæglega getað tekið forystuna. Það var svo aftur á 76. Mínútu sem að Madison Wolfbauer skallaði boltann fram hjá af afar stuttu færi, eftir fyrirgjöf frá Olgu Sevcovu. Selfyssingar lifnuðu örlítið við og byrjuðu að sækja og mínútu seinna gaf varamaðurinn Hólmfríður Magnúsdóttir, sem að var að koma inn á í fyrsta skipti í sumar, boltann í átt að vítateig þar sem að Brenna hitti ekki boltann, kjörið tækifæri til þess að komast yfir. Þetta einkenndi þó leikinn sem að virtist vera stöngin út leikur, fyrir bæði lið. Mörg færi voru beggja megin í leiknum en inn vildi boltinn þó ekki og skildu liðin því jöfn 0-0, sanngjörn úrslit. Af hverju endaði leikurinn jafn? Leikurinn var kaflaskiptur og brenndu bæði lið af mörg færi sem að hefðu mátt nýtast betur. Bæði lið eru varnarlega mjög sterk og sást það í leiknum í kvöld. Hverjar stóðu upp úr? Olga Sevcova lét vörn Selfyssinga líta illa út í kvöld, komst í sífellu upp vinstri kantinn og náði nánast undantekningarlaust fyrirgjöf eða skoti. Þá var Tiffany Sornpao afar örugg í öllum sínum aðgerðum í kvöld og átti margar góðar vörslur. Hvað gekk illa? Leikurinn var kaflaskiptur þar sem að Selfyssingar voru mun betri í fyrri hálfleik en Eyjakonur í þeim síðari, það vantaði stöðugleika í bæði lið. Síðan voru mörg dauðafæri í leiknum sem hefði mátt nýta betur. Hvað gerist næst? ÍBV tekur á móti KR á Hásteinsvelli 9. ágúst kl. 17:30. Selfyssingar mæta Þrótti Reykjavík sama dag kl. 20:00.