Næsta kynslóð af Dodge Charger og Challenger verða rafbílar Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. ágúst 2022 07:01 Dodge Charger. Gömlu vígin falla nú hvert á fætur öðru. Fleiri og fleiri rótgrónir framleiðendur eru að snúa sér að hreinum rafbílum. Dodge er sá nýjasti í þeim hópi og það með sportbílum sínum, Charger og Challenger. Charger og Challenger eru tveir af vinsælustu sportbílum Ameríku. Báðir eru goðsagnakenndir þökk sé krafti og útliti sínu, viðráðanlegu verði og átta strokka vélum sem hljóma ískyggilega vel. Margir hefðu haldið að Dodge myndi byrja á að framleiða Ram 1500, pallbílinn sem rafbíl, til að keppa við Ford 150 Lightning og Chevrolet Silverado EV en svo virðist ekki vera. Fulltrúi Dodge hafði samband við Motor1 vefmiðilinn vegna fréttar sem birtist nýlega. Fréttin fjallaði um að Hemi vélarnar sem nú eru í Charger og Challenger myndu koma aftur í næstu kynslóð bílanna. Fulltrúi Dodge sendi tölvupóst sem hljóðaði svo í þýðingu blaðamanns: „Þessi frétt er röng. Hemi vélin í þessum bílum er að hverfa. Næsta kynslóð verður hreinn rafbíll.“ Næsta kynslóð er væntanleg eftir um tvö ár og virðist samkvæmt öllu eiga að vera rafbíll. Væntingar standa til þess að Dodge kynni áform sín um framleiðslu rafbíla seinna í ágúst. Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent
Charger og Challenger eru tveir af vinsælustu sportbílum Ameríku. Báðir eru goðsagnakenndir þökk sé krafti og útliti sínu, viðráðanlegu verði og átta strokka vélum sem hljóma ískyggilega vel. Margir hefðu haldið að Dodge myndi byrja á að framleiða Ram 1500, pallbílinn sem rafbíl, til að keppa við Ford 150 Lightning og Chevrolet Silverado EV en svo virðist ekki vera. Fulltrúi Dodge hafði samband við Motor1 vefmiðilinn vegna fréttar sem birtist nýlega. Fréttin fjallaði um að Hemi vélarnar sem nú eru í Charger og Challenger myndu koma aftur í næstu kynslóð bílanna. Fulltrúi Dodge sendi tölvupóst sem hljóðaði svo í þýðingu blaðamanns: „Þessi frétt er röng. Hemi vélin í þessum bílum er að hverfa. Næsta kynslóð verður hreinn rafbíll.“ Næsta kynslóð er væntanleg eftir um tvö ár og virðist samkvæmt öllu eiga að vera rafbíll. Væntingar standa til þess að Dodge kynni áform sín um framleiðslu rafbíla seinna í ágúst.
Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent