Sérfræðingar ósammála um veður helgarinnar Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júlí 2022 10:42 Tvær gjörólíkar spár hafa verið gefnar upp fyrir verslunarmannahelgina. Tilviljun ein mun ráða því hvor spáin verður ofan á. Vísir/Sigurjón Tvær helstu langtímaveðurspár, sem veðurfræðingar styðjast almennt við, sýna gjörólíka spá um verslunarmannahelgina. Ein spáin reiknar með því að lægð gangi yfir landið á meðan önnur býst ekki við neinni lægð. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á vef bliku.is. Helstu langtímaspárnar segir hann vera frá ECMWF (Evrópska reiknimiðstöðinni) annars vegar og GFS (Ameríska spáin) hins vegar. Þær spár reikna með gjörólíku veðri. Hvernig stendur á þessum mun? „Hann liggur ekki í augum uppi, en með því að rekja seg aftur á bak í leit að frávikum á milli líkananna má leita skýringa. Í það minnsta kenningu þar um,“ skrifar Einar. Einar birtir einnig myndir sem sýna frávik í spánum. Til vinstri er greinileg bylgja af hlýrra lofti til norðurs. Hana er ekki að sjá á GFS kortinu, hinu ameríska, til hægri. „Þessi hlýja tota sem skerpi á skilunum skapar aðstæður fyrir frekari dýpkun lægðarinnar síðar meir. Þarna er hún aðeins sem lítil bylgja. ECMWF lætur bylgjuna vaxa á leið sinni norður yfir austanvert Íslands seint á föstudag, en í hinni spánni gerist fátt á sjálfum skilunum. Stundum þarf ekki merkilegra og meira til! Á sumrin eru slíkar langar og saklausar lægðabylgjur algengar og sem ekki ná vexti.“ Spáin á fimmtudag. Spáin á laugardag. Greinilegur munur er á lægðarspám þar sem ameríska spáin gerir ekki ráð fyrir að lægð gangi yfir landið. Tilviljun ein mun ráða því hvor spáin verði ofan á. Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur greinir frá þessu á vef bliku.is. Helstu langtímaspárnar segir hann vera frá ECMWF (Evrópska reiknimiðstöðinni) annars vegar og GFS (Ameríska spáin) hins vegar. Þær spár reikna með gjörólíku veðri. Hvernig stendur á þessum mun? „Hann liggur ekki í augum uppi, en með því að rekja seg aftur á bak í leit að frávikum á milli líkananna má leita skýringa. Í það minnsta kenningu þar um,“ skrifar Einar. Einar birtir einnig myndir sem sýna frávik í spánum. Til vinstri er greinileg bylgja af hlýrra lofti til norðurs. Hana er ekki að sjá á GFS kortinu, hinu ameríska, til hægri. „Þessi hlýja tota sem skerpi á skilunum skapar aðstæður fyrir frekari dýpkun lægðarinnar síðar meir. Þarna er hún aðeins sem lítil bylgja. ECMWF lætur bylgjuna vaxa á leið sinni norður yfir austanvert Íslands seint á föstudag, en í hinni spánni gerist fátt á sjálfum skilunum. Stundum þarf ekki merkilegra og meira til! Á sumrin eru slíkar langar og saklausar lægðabylgjur algengar og sem ekki ná vexti.“ Spáin á fimmtudag. Spáin á laugardag. Greinilegur munur er á lægðarspám þar sem ameríska spáin gerir ekki ráð fyrir að lægð gangi yfir landið. Tilviljun ein mun ráða því hvor spáin verði ofan á.
Veður Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Stinningskaldi og él fram í miðja viku og svo kólni frekar Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Sjá meira