„Í raun er fólk að fá að fylgjast með bataferli mínu nánast frá upphafi“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 18. júlí 2022 09:31 Sjana Rut tekst á við erfiða lífsreynslu í gegnum tónlist og myndlist. Aðsend Tónlistarkonan Sjana Rut gaf út plötuna Unbreakable fyrsta júlí síðastliðinn. Platan er seinni hluti af tvískiptri plötu sem nefnist Broken/Unbreakable og fjallar um kynferðisofbeldi sem Sjana Rut varð fyrir sem barn. Blaðamaður ræddi við Sjönu um tónlistina og lífið. Plöturnar búa yfir sautján lögum hvor. Fyrri hlutinn, Broken, kom út þann 25. nóvember 2021 og fékk athygli erlendis í kjölfar útgáfunnar. Má þar nefna plötudóma alla leið frá Ástralíu og Póllandi ásamt því að eitt stærsta tónlistartímarit í Svíþjóð, Gaffa, tók viðtal við Sjönu í apríl á þessu ári um bæði Broken og Unbreakable. Ásamt því að semja tónlist málar Sjana líka og mun hún halda listasýningu í vetur með 36 málverk í heildina ásamt plötuumslögunum. View this post on Instagram A post shared by Sjana Rut (@sjanarut) Þungi, von, styrkur og sjálfstraust „Platan Broken er að mestu leyti samin frá mínu sjónarhorni sem barn og þegar ég er farin að átta mig á hlutunum sem fullorðin. Sú plata fjallar um þungann sem fylgir öllu þessu ferli, en endar þó í von. Unbreakable einkennist af styrk og sjálfstrausti og má finna mikinn töffaraskap og dass af húmor á henni, en hún er einnig berskjölduð á köflum,“ segir Sjana og bætir við: „Þetta er svokölluð concept/þema plata. Það er saga í gangi allan tímann og hlustandinn ferðast með mér frá fortíðinni (Broken) fram til dagsins í dag (Unbreakable). Ég mála einnig málverk við hvert lag á plötunni ásamt plötuumslaginu til að ná til sem flestra og svo að fólk nái betri tengingu við söguna. Næst á dagskrá eru vínyl plata, listasýning og vonandi tónleikar á fyrri hluta næsta árs.“ View this post on Instagram A post shared by Sjana Rut (@sjanarut) Hvað gerir tónlistin fyrir þig og hvernig hjálpar hún þér við að kljást við áföll? „Tónlistin er stórbrotin, hún bæði græðir og kætir og gefur lífinu lit og fyllingu. Hún gerir mig heillegri og sterkari. Fyrst notaði ég tónlistina oftast til þess að flýja og hverfa inn á við, einstöku sinnum tjáði ég mig í laumi í lögunum mínum en afhjúpaði það samt aldrei. Það var ekki fyrr en að ég átti strákinn minn þar sem ég neyddist til að horfast í augu við sannleikann og þá fór ég að opna „dagbókina mína“ og skrifa hana inn í lögin. Með þessu verkefni stend ég í fyrsta skipti alveg berskjölduð og opinbera mig fyrir framan aðra og sjálfa mig. Sem hefur þau áhrif að ég sé bæði sjálfa mig og tónlist yfir höfuð með allt öðrum augum, og núna sem ég á annan hátt, með annarri tilfinningu og sýn. Ég get tekið áföllin og allar óþægilegustu minningarnar og skrifað það allt saman inn í lögin og losað mig þannig við það. Svipað og þegar maður skrifar í dagbók nema nú er dagbókin mín opin fyrir allra eyrum og augum. Það hefur gefið mér svo mikið frelsi, af því nú hef ég losnað við þennan ótta við að tjá mig og þori þá framvegis að prófa nýja hluti í tónlistinni.“ Sjana Rut málaði plötuumslögin sín en hún mun halda listasýningu í vetur með 36 verkum sem tengjast tónlistinni.Aðsend Segðu mér aðeins meira frá málverkunum, hvernig er að yfirfæra tónlist á myndlist? „Þegar ég sem tónlist þá sé ég hana alltaf fyrir mér í myndrænu formi, það kemur alltaf ákveðin mynd og umhverfi upp í hugann sem stundum þróast í ferðalaginu í allri hljóðvinnslu og útsetningu. Málverkin eru annað hvort máluð beint eftir ljóðlínu eða túlkun á titlinum eða hljóðheiminum. Ég túlka hvert verk fyrir sig og reyni að mynda tengingu á milli málverka svo sagan haldi áfram, svipað og lögin gera á plötunni. Ég fékk líka hugmyndir frá martröðum sem ég svo yfirfærði á strigann. Í raun er fólk að fá að fylgjast með bataferli mínu nánast frá upphafi, Broken platan endurspeglar fortíðina og Unbreakable platan er núið og framtíðin. Bataferlið felst ekki einungis í því að koma þessu frá mér í ljóð og tónlist heldur eru flest áföll sjónræn og þess vegna ákvað ég að mála myndir við hvert lag á plötunni. Ég gerði það líka til þess að sem flestir ná tengingu við söguna og þetta verkefni, bæði þeir einstaklingar sem geta ekki heyrt tónlistina og allan hljóðheiminn og fyrir þá sem eiga erfiðara með að meðtaka tónlistina og ná þá meiri tengingu í gegnum málverkin. View this post on Instagram A post shared by Sjana Rut (@sjanarut) Ástæðan fyrir því að ég legg svo mikla áherslu á að þetta verkefni nái til sem flestra er af því ég hef áttað mig á því að þetta er ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir aðra. Þó að þetta verkefni fjalli um mína persónulegu sögu og reynslu þá er þetta saga margra einstaklinga og er þetta svo miklu stærra en ég.“ Hér má heyra plötuna Broken: Hér má heyra plötuna Unbreakable: Tónlist Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Myndlist Tengdar fréttir „Þreytt á því að þurfa að lifa í ótta" „Það er mikilvægt að standa með sjálfum sér, það getur engin gert það fyrir mann,“ segir Sjana Rut Jóhannsdóttir. 24. apríl 2021 07:00 Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Plöturnar búa yfir sautján lögum hvor. Fyrri hlutinn, Broken, kom út þann 25. nóvember 2021 og fékk athygli erlendis í kjölfar útgáfunnar. Má þar nefna plötudóma alla leið frá Ástralíu og Póllandi ásamt því að eitt stærsta tónlistartímarit í Svíþjóð, Gaffa, tók viðtal við Sjönu í apríl á þessu ári um bæði Broken og Unbreakable. Ásamt því að semja tónlist málar Sjana líka og mun hún halda listasýningu í vetur með 36 málverk í heildina ásamt plötuumslögunum. View this post on Instagram A post shared by Sjana Rut (@sjanarut) Þungi, von, styrkur og sjálfstraust „Platan Broken er að mestu leyti samin frá mínu sjónarhorni sem barn og þegar ég er farin að átta mig á hlutunum sem fullorðin. Sú plata fjallar um þungann sem fylgir öllu þessu ferli, en endar þó í von. Unbreakable einkennist af styrk og sjálfstrausti og má finna mikinn töffaraskap og dass af húmor á henni, en hún er einnig berskjölduð á köflum,“ segir Sjana og bætir við: „Þetta er svokölluð concept/þema plata. Það er saga í gangi allan tímann og hlustandinn ferðast með mér frá fortíðinni (Broken) fram til dagsins í dag (Unbreakable). Ég mála einnig málverk við hvert lag á plötunni ásamt plötuumslaginu til að ná til sem flestra og svo að fólk nái betri tengingu við söguna. Næst á dagskrá eru vínyl plata, listasýning og vonandi tónleikar á fyrri hluta næsta árs.“ View this post on Instagram A post shared by Sjana Rut (@sjanarut) Hvað gerir tónlistin fyrir þig og hvernig hjálpar hún þér við að kljást við áföll? „Tónlistin er stórbrotin, hún bæði græðir og kætir og gefur lífinu lit og fyllingu. Hún gerir mig heillegri og sterkari. Fyrst notaði ég tónlistina oftast til þess að flýja og hverfa inn á við, einstöku sinnum tjáði ég mig í laumi í lögunum mínum en afhjúpaði það samt aldrei. Það var ekki fyrr en að ég átti strákinn minn þar sem ég neyddist til að horfast í augu við sannleikann og þá fór ég að opna „dagbókina mína“ og skrifa hana inn í lögin. Með þessu verkefni stend ég í fyrsta skipti alveg berskjölduð og opinbera mig fyrir framan aðra og sjálfa mig. Sem hefur þau áhrif að ég sé bæði sjálfa mig og tónlist yfir höfuð með allt öðrum augum, og núna sem ég á annan hátt, með annarri tilfinningu og sýn. Ég get tekið áföllin og allar óþægilegustu minningarnar og skrifað það allt saman inn í lögin og losað mig þannig við það. Svipað og þegar maður skrifar í dagbók nema nú er dagbókin mín opin fyrir allra eyrum og augum. Það hefur gefið mér svo mikið frelsi, af því nú hef ég losnað við þennan ótta við að tjá mig og þori þá framvegis að prófa nýja hluti í tónlistinni.“ Sjana Rut málaði plötuumslögin sín en hún mun halda listasýningu í vetur með 36 verkum sem tengjast tónlistinni.Aðsend Segðu mér aðeins meira frá málverkunum, hvernig er að yfirfæra tónlist á myndlist? „Þegar ég sem tónlist þá sé ég hana alltaf fyrir mér í myndrænu formi, það kemur alltaf ákveðin mynd og umhverfi upp í hugann sem stundum þróast í ferðalaginu í allri hljóðvinnslu og útsetningu. Málverkin eru annað hvort máluð beint eftir ljóðlínu eða túlkun á titlinum eða hljóðheiminum. Ég túlka hvert verk fyrir sig og reyni að mynda tengingu á milli málverka svo sagan haldi áfram, svipað og lögin gera á plötunni. Ég fékk líka hugmyndir frá martröðum sem ég svo yfirfærði á strigann. Í raun er fólk að fá að fylgjast með bataferli mínu nánast frá upphafi, Broken platan endurspeglar fortíðina og Unbreakable platan er núið og framtíðin. Bataferlið felst ekki einungis í því að koma þessu frá mér í ljóð og tónlist heldur eru flest áföll sjónræn og þess vegna ákvað ég að mála myndir við hvert lag á plötunni. Ég gerði það líka til þess að sem flestir ná tengingu við söguna og þetta verkefni, bæði þeir einstaklingar sem geta ekki heyrt tónlistina og allan hljóðheiminn og fyrir þá sem eiga erfiðara með að meðtaka tónlistina og ná þá meiri tengingu í gegnum málverkin. View this post on Instagram A post shared by Sjana Rut (@sjanarut) Ástæðan fyrir því að ég legg svo mikla áherslu á að þetta verkefni nái til sem flestra er af því ég hef áttað mig á því að þetta er ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir aðra. Þó að þetta verkefni fjalli um mína persónulegu sögu og reynslu þá er þetta saga margra einstaklinga og er þetta svo miklu stærra en ég.“ Hér má heyra plötuna Broken: Hér má heyra plötuna Unbreakable:
Tónlist Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Myndlist Tengdar fréttir „Þreytt á því að þurfa að lifa í ótta" „Það er mikilvægt að standa með sjálfum sér, það getur engin gert það fyrir mann,“ segir Sjana Rut Jóhannsdóttir. 24. apríl 2021 07:00 Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Þreytt á því að þurfa að lifa í ótta" „Það er mikilvægt að standa með sjálfum sér, það getur engin gert það fyrir mann,“ segir Sjana Rut Jóhannsdóttir. 24. apríl 2021 07:00
Samdi lög á nóttunni þegar hún svaf ekki vegna kvíða Söngkonan Sjana Rut gefur út sína fyrstu plötu í þessum mánuði. 7. febrúar 2020 15:30