Lífið

Höfundur James Bond-stefsins er látinn

Bjarki Sigurðsson skrifar
Norman var 94 ára þegar hann lést.
Norman var 94 ára þegar hann lést. Monty Norman

Monty Norman, höfundur James Bond-stefsins, er látinn 94 ára að aldri. Hann lést í dag eftir skömm veikindi samkvæmt tilkynningu á vefsíðu hans.

Monty fæddist árið 1928 í Bretlandi en faðir hans var frá Lettlandi. Hann gekk í herinn stuttu eftir lok seinni heimsstyrjaldarinnar en eftir veru hans þar ákvað hann að hann vildi verða söngvari.

Hann var söngvari fjölda hljómsveita þar til hann ákvað að verða frekar tónskáld. Árið 1962 samdi hann stef fyrir fyrstu James Bond-myndina, Dr. No. Framleiðendur myndarinnar voru ekki sáttir með útsetningu Norman á lagi sínu og réðu John Barry til að endurgera það.

Barry hélt því ávallt fram að hann hafi samið lagið en Norman hafði tvisvar betur gegn Barry fyrir dómstólum vegna málsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.