„Fullnægjandi að segja satt“ Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 7. júlí 2022 10:01 Rithöfundurinn María Elísabet Bragadóttir var að senda frá sér bókina Sápufuglinn. Eva Schram Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir er að senda frá sér nýja bók í dag. Bókin ber nafnið Sápufuglinn og verður útgáfunni fagnað í Mengi í dag klukkan 17:00 ásamt Brynju Hjálmsdóttur, sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð. Blaðamaður tók púlsinn á Maríu Elísabetu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim. Hvaðan kom hugmyndin að þessari nýju bók? Þessi bók kom aftan að mér. Ég rakst á gamla möppu í tölvunni með drögum að sögu sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum og var búin að gleyma. Það var semsagt Sápufuglinn sem er titilsaga bókarinnar. Að gamni fór ég að krukka í henni. Ég var fljót að skrifa fyrsta uppkastið út og hélt það væri bara komið hjá mér. Það var alrangt og ég átti eftir að endurskrifa Sápufuglinn mjög oft og það reyndist vera mikil vinna. Mér fannst ég vera með mikilvægan efnivið og ég vildi geta gert honum almennileg skil. Eva Schram Ég áttaði mig á því að ég þyrfti að gefa mér mun lengri tíma með sögupersónunum en ég hafði upphaflega ætlað. Þær þurftu meira pláss, fleiri blaðsíður. Ég var oft í öngum mínum og þetta var átakasamt ferli sem tók mjög á mig. Þegar Einar Kári útgefandinn minn las loksins söguna, sagði hann að það væri svo gott flæði í henni að hann gæti ekki ímyndað sér hvar átökin hefðu verið sem gladdi mig mjög. Ég vil að textinn líti út fyrir að vera áreynslulaus. Kate Moss sagði að lykilatriði í stíl væri að líta út fyrir að hafa bara farið í eitthvað þótt þú hafir raunverulega varið nokkrum dögum í að setja saman outfit. Ég er alltaf að reyna að ná fram fatastílnum hennar Kate Moss nema í skáldskap. Sápufuglinn samanstendur af þremur sögum og þótt þær séu ólíkar innbyrðis þá er viss stígandi í bókinni og spenna. Þetta eru þrjár sögur, fyrsta heitir Til hamingju með afmælið, önnur er titilsagan, Sápufuglinn, sem er lengri en hinar, og þriðja er Dvergurinn með eyrað. Fyrst áttu þær að vera bara tvær en minn góði ritstjóri Einar Kári sannfærði mig um að bæta þriðju sögunni við og ég er honum mjög þakklát. Þrír er heilög tala og þegar ég hafði bætt þriðju sögunni við áttaði ég mig á því að hún væri ómissandi. View this post on Instagram A post shared by Mari a Eli sabet Bragado ttir (@mariaebragadottir) Aftan á bókarkápunni stendur að sögurnar fjalli um losta og valdadýnamík í samböndum, flókna kynverund og arfgengan hæfileika til að ferðast um í tíma. Ætli það sé ekki eitthvað til í því. Þetta er ekki löng bók og hún er í litlu broti svo fólk getur smeygt henni í vasann. Ég er ánægð með það. Hefur bókin verið lengi í bígerð? Ég var að skrifa aðra bók og lenti í pattstöðu með hana. Þá fór ég að leika mér að skrifa þessa bók. Hún var upphaflega leikur, smá frí frá alvöru-bókinni. Eiginlega viðhald. Svo tók framhjáhaldið skyndilega öll völd og ég ákvað að skuldbinda mig því. View this post on Instagram A post shared by Mari a Eli sabet Bragado ttir (@mariaebragadottir) Það er erfitt að setja fingurinn á upphafspunktinn. Ætli það hafi ekki verið rúmlega hálft ár sem ég lagði alla mína orku og tíma í að skrifa þessa bók en auðvitað get ég farið lengra aftur í tímann og séð að þarna var ég að leggja drög að þessari persónu eða hinni o.s.frv. Hvaðan sækirðu almennt innblástur í þínum skrifum? Mér finnst fólk oft afskrifa innblástur sem einhverja rómantík sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og það að skrifa snúist bara um að setjast niður fyrir framan tölvuna og ritstörf séu eins og hver önnur vinna. Auðvitað skiptir máli að sitja við og það þjálfar skrifvöðvann að hamra á lyklaborðið en þetta er líka listræn vinna og hún er óútreiknanleg. Ég trúi á innblásturinn. Orðið innblástur, inn-blástur, hljómar eins og andardráttur. Að taka inn súrefni. Það er að vera á lífi. Innblástur er nauðsynlegur. Ég reyni að fá innblástur alls staðar að með því að vera opin og móttækileg. Allt getur verið innblástur. Annars hlusta ég mikið á tónlist og hef mikinn áhuga á bíómyndum. Þegar ég er andlaus og lítil í mér finnst mér gott að lesa ljóð því lestur á ljóðum krefst þess að lesandinn sé skapandi og með opinn huga. Skáldsögur eru auðvitað uppáhaldið mitt og stundum ramba ég á bækur sem fá mig til að hugsa: Hvernig gat höfundurinn þetta? Hvernig er þetta mögulegt? Þetta vil ég geta gert. Og auðvitað veitir mitt nánasta fólk mér mikinn innblástur, fjölskyldan mín og vinir, þetta er skemmtilegt fólk. Vinnurðu eftir ákveðnu ferli? Ég verð að vera hreinskilin og segja nei. Ég skrifa því miður í kaotík þangað til kemur að ritstjórnarferlinu, þá tekst mér að vera mjög öguð og finnst það ferli mjög skemmtilegt. Það er svo gaman að sjá prósann verða betri og betri. En fram að því er þetta rússíbani. Aðra stundina er ég kannski með fiðring í maganum og skemmti mér stórkostlega, þá næstu verður mér flökurt og allt hringsnýst. Á einhverjum tímapunkti eru öll ljós slökkt og ég finn að rússíbaninn er grafkyrr í niðamyrkri og þá verð ég hrædd um að það sé rafmagnslaust í skemmtigarðinum og núna hrynji tækið til grunna og ég finnist grafin undir rústunum - en svo allt í einu er þetta ekki lengur rússíbani heldur hæg sigling eftir lygnu vatni. Eva Schram Mestu afköstin eru á morgnana og kvöldin. Á morgnana er ég skynsöm og iðin, milli klukkan átta og hálf ellefu. Á kvöldin er ég hugmyndarík og kvíðin og þá skrifa ég oft af miklum eldmóði. Bæði er gott. Það er dularfullt að skrifa sögur. Ég veit að þetta er háfleygt en oft finnst mér ég ekki við stjórnvölinn. Þegar gengur illa við skrifin (það gengur oft mjög illa) minni ég mig á að vera auðmjúk og treysta því að sögupersónurnar leiði mig áfram. Þegar ég hef lokið við sögu og fæ á hana fjarlægð, verður til framandleiki. Hvaðan kom þessi saga? Hvaðan komu þessar persónur? Hvernig gerðist þetta? Þetta bara getur ekki verið frá mér komið - og kannski er í því sannleikskorn. Stundum finnst mér sögurnar ekki hafa orðið til innra með mér heldur meira eins og þeim hafi verið streymt í gegnum mig og ég sé bara sendiboðinn. Sem er kannski ágætis ástæða til að trúa á Guð. Ég veit um fólk sem þætti þetta alveg óþolandi yfirlýsing en það verður bara að hafa það. Hvað finnst þér skemmtilegast við skrifin? Það er svo margt. Það er fátt sem jafnast á við að ljúka við einhvern kafla og finna að hvert einasta orð er á sínum stað. Mér finnst líka einstök tilfinning að festast inn í sögunni – þegar handritið verður að dýrmætum félagsskap og sagan er orðin að heimi sem þú vilt ekki yfirgefa. Mér finnst skemmtilegt að skrifa samtöl. Láta fólk tala saman. Ég hef alltaf haft áhuga því hvernig fólk talar saman. Svo er það svo fullnægjandi tilfinning að segja satt. Það er það sem ég er alltaf að reyna að gera þegar ég skrifa. Jafnvel þótt skáldskapur sé tilbúningur þá getur hann verið sannur, þér þarf að finnast þú eiga brýnt erindi og trúa því sem þú skrifar. Að lokum eru það lesendur. Tilhugsunin um að einhver önnur manneskja kynnist þessum karakterum sem þú hefur verið svo lengi ein með er magnað. Að atburðir og persónur sem þú skrifaðir lifni við í huga annars fólks og öðlist þar sjálfstætt líf sem kemur höfundinum ekkert við. Það er tegund af hamingju. Hvernig voru viðbrögðin við þinni fyrstu bók, Herbergi í öðrum heimi? Viðbrögðin voru góð myndi ég segja og mér fannst fólk taka mér opnum örmum. Ég hafði ekkert spáð í eftirleiknum yfirhöfuð, hvað myndi gerast eftir að bókin kæmi í búðir og leiddi hugann í alvöru aldrei að móttökunum. Ég var ekki einu sinni kvíðin yfir þeim þegar ég var að ljúka við handritið. Mitt stærsta áhyggjuefni var að geta ekki klárað bókina eða staðið undir eigin væntingum og ég náði ekki að hugsa lengra. En auðvitað er bók ekkert án lesanda. View this post on Instagram A post shared by Mari a Eli sabet Bragado ttir (@mariaebragadottir) Fyrstu tvær vikurnar eftir að bókin kom út heyrðist ekki múkk (núna skil ég að það tekur fólk tíma að lesa bækur og það var málið, fólk átti bara eftir að lesa). Ég var miður mín. Búin að hanga ein með þessari bók í tvö ár og svo er öllum bara sama? Þetta geri ég aldrei aftur, ekki séns, þetta er ekki fyrir mig, hugsaði ég. En svo gerði ég þetta auðvitað aftur. Finnst þér öðruvísi tilfinning að gefa út bók núna heldur en þegar þú sendir frá þér þína fyrstu bók? Ég gaf út mína fyrstu bók, Herbergi í öðrum heimi, árið 2020 þegar faraldurinn var í hæstu hæðum. Það var allt lokað og læst. Ég fékk ekkert útgáfuhóf og það voru engir viðburðir, engir upplestrar, ekkert. Mér fannst það mjúk lending og var hundfegin að geta bara hent frá mér bókinni og þurfa svo ekkert að fylgja henni eftir. En ætli ég hafi ekki misst af heilmiklu og ekki vitað af því? Samt var ég mjög kvíðin eftir að bókin kom út. Ég kveið því svo mikið að fara í viðtal. Einu sinni var meira að segja blaðakonan vinkona mín og viðtalið fór fram í gegnum síma en samt var ég alveg að farast úr kvíða. Ég vona að ég hafi lært eitthvað af því að gefa út fyrstu bókina og núna verði ég afslappaðri. Ástandið í samfélaginu er allt annað og svo er ég að gefa út um sumar sem mér finnst gaman. Ég er samferða kærri vinkonu og frábærum höfundi, Brynju Hjálmsdóttur sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð hjá sama forlagi og við höldum sameiginlegt útgáfuhóf núna fimmtudaginn 7. júlí í Mengi á Óðinsgötu. Markmiðið er að reyna að taka lífinu létt og njóta þess að vera til og gefa út bók og geta loksins fagnað því almennilega. Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir „Þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér einhvern tilgang í lífinu“ Rithöfundurinn Rebekka Sif Stefánsdóttir hefur starfað sem söngkona og söngkennari frá því að hún var tvítug. Í ár er hún að gefa út hvorki meira né minna en tvær skáldsögur með þriggja mánaða millibili. Hún fann sinn tilgang í skrifunum þegar Covid faraldurinn skall á. 6. júlí 2022 11:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Hvaðan kom hugmyndin að þessari nýju bók? Þessi bók kom aftan að mér. Ég rakst á gamla möppu í tölvunni með drögum að sögu sem ég skrifaði fyrir nokkrum árum og var búin að gleyma. Það var semsagt Sápufuglinn sem er titilsaga bókarinnar. Að gamni fór ég að krukka í henni. Ég var fljót að skrifa fyrsta uppkastið út og hélt það væri bara komið hjá mér. Það var alrangt og ég átti eftir að endurskrifa Sápufuglinn mjög oft og það reyndist vera mikil vinna. Mér fannst ég vera með mikilvægan efnivið og ég vildi geta gert honum almennileg skil. Eva Schram Ég áttaði mig á því að ég þyrfti að gefa mér mun lengri tíma með sögupersónunum en ég hafði upphaflega ætlað. Þær þurftu meira pláss, fleiri blaðsíður. Ég var oft í öngum mínum og þetta var átakasamt ferli sem tók mjög á mig. Þegar Einar Kári útgefandinn minn las loksins söguna, sagði hann að það væri svo gott flæði í henni að hann gæti ekki ímyndað sér hvar átökin hefðu verið sem gladdi mig mjög. Ég vil að textinn líti út fyrir að vera áreynslulaus. Kate Moss sagði að lykilatriði í stíl væri að líta út fyrir að hafa bara farið í eitthvað þótt þú hafir raunverulega varið nokkrum dögum í að setja saman outfit. Ég er alltaf að reyna að ná fram fatastílnum hennar Kate Moss nema í skáldskap. Sápufuglinn samanstendur af þremur sögum og þótt þær séu ólíkar innbyrðis þá er viss stígandi í bókinni og spenna. Þetta eru þrjár sögur, fyrsta heitir Til hamingju með afmælið, önnur er titilsagan, Sápufuglinn, sem er lengri en hinar, og þriðja er Dvergurinn með eyrað. Fyrst áttu þær að vera bara tvær en minn góði ritstjóri Einar Kári sannfærði mig um að bæta þriðju sögunni við og ég er honum mjög þakklát. Þrír er heilög tala og þegar ég hafði bætt þriðju sögunni við áttaði ég mig á því að hún væri ómissandi. View this post on Instagram A post shared by Mari a Eli sabet Bragado ttir (@mariaebragadottir) Aftan á bókarkápunni stendur að sögurnar fjalli um losta og valdadýnamík í samböndum, flókna kynverund og arfgengan hæfileika til að ferðast um í tíma. Ætli það sé ekki eitthvað til í því. Þetta er ekki löng bók og hún er í litlu broti svo fólk getur smeygt henni í vasann. Ég er ánægð með það. Hefur bókin verið lengi í bígerð? Ég var að skrifa aðra bók og lenti í pattstöðu með hana. Þá fór ég að leika mér að skrifa þessa bók. Hún var upphaflega leikur, smá frí frá alvöru-bókinni. Eiginlega viðhald. Svo tók framhjáhaldið skyndilega öll völd og ég ákvað að skuldbinda mig því. View this post on Instagram A post shared by Mari a Eli sabet Bragado ttir (@mariaebragadottir) Það er erfitt að setja fingurinn á upphafspunktinn. Ætli það hafi ekki verið rúmlega hálft ár sem ég lagði alla mína orku og tíma í að skrifa þessa bók en auðvitað get ég farið lengra aftur í tímann og séð að þarna var ég að leggja drög að þessari persónu eða hinni o.s.frv. Hvaðan sækirðu almennt innblástur í þínum skrifum? Mér finnst fólk oft afskrifa innblástur sem einhverja rómantík sem á sér ekki stoð í raunveruleikanum og það að skrifa snúist bara um að setjast niður fyrir framan tölvuna og ritstörf séu eins og hver önnur vinna. Auðvitað skiptir máli að sitja við og það þjálfar skrifvöðvann að hamra á lyklaborðið en þetta er líka listræn vinna og hún er óútreiknanleg. Ég trúi á innblásturinn. Orðið innblástur, inn-blástur, hljómar eins og andardráttur. Að taka inn súrefni. Það er að vera á lífi. Innblástur er nauðsynlegur. Ég reyni að fá innblástur alls staðar að með því að vera opin og móttækileg. Allt getur verið innblástur. Annars hlusta ég mikið á tónlist og hef mikinn áhuga á bíómyndum. Þegar ég er andlaus og lítil í mér finnst mér gott að lesa ljóð því lestur á ljóðum krefst þess að lesandinn sé skapandi og með opinn huga. Skáldsögur eru auðvitað uppáhaldið mitt og stundum ramba ég á bækur sem fá mig til að hugsa: Hvernig gat höfundurinn þetta? Hvernig er þetta mögulegt? Þetta vil ég geta gert. Og auðvitað veitir mitt nánasta fólk mér mikinn innblástur, fjölskyldan mín og vinir, þetta er skemmtilegt fólk. Vinnurðu eftir ákveðnu ferli? Ég verð að vera hreinskilin og segja nei. Ég skrifa því miður í kaotík þangað til kemur að ritstjórnarferlinu, þá tekst mér að vera mjög öguð og finnst það ferli mjög skemmtilegt. Það er svo gaman að sjá prósann verða betri og betri. En fram að því er þetta rússíbani. Aðra stundina er ég kannski með fiðring í maganum og skemmti mér stórkostlega, þá næstu verður mér flökurt og allt hringsnýst. Á einhverjum tímapunkti eru öll ljós slökkt og ég finn að rússíbaninn er grafkyrr í niðamyrkri og þá verð ég hrædd um að það sé rafmagnslaust í skemmtigarðinum og núna hrynji tækið til grunna og ég finnist grafin undir rústunum - en svo allt í einu er þetta ekki lengur rússíbani heldur hæg sigling eftir lygnu vatni. Eva Schram Mestu afköstin eru á morgnana og kvöldin. Á morgnana er ég skynsöm og iðin, milli klukkan átta og hálf ellefu. Á kvöldin er ég hugmyndarík og kvíðin og þá skrifa ég oft af miklum eldmóði. Bæði er gott. Það er dularfullt að skrifa sögur. Ég veit að þetta er háfleygt en oft finnst mér ég ekki við stjórnvölinn. Þegar gengur illa við skrifin (það gengur oft mjög illa) minni ég mig á að vera auðmjúk og treysta því að sögupersónurnar leiði mig áfram. Þegar ég hef lokið við sögu og fæ á hana fjarlægð, verður til framandleiki. Hvaðan kom þessi saga? Hvaðan komu þessar persónur? Hvernig gerðist þetta? Þetta bara getur ekki verið frá mér komið - og kannski er í því sannleikskorn. Stundum finnst mér sögurnar ekki hafa orðið til innra með mér heldur meira eins og þeim hafi verið streymt í gegnum mig og ég sé bara sendiboðinn. Sem er kannski ágætis ástæða til að trúa á Guð. Ég veit um fólk sem þætti þetta alveg óþolandi yfirlýsing en það verður bara að hafa það. Hvað finnst þér skemmtilegast við skrifin? Það er svo margt. Það er fátt sem jafnast á við að ljúka við einhvern kafla og finna að hvert einasta orð er á sínum stað. Mér finnst líka einstök tilfinning að festast inn í sögunni – þegar handritið verður að dýrmætum félagsskap og sagan er orðin að heimi sem þú vilt ekki yfirgefa. Mér finnst skemmtilegt að skrifa samtöl. Láta fólk tala saman. Ég hef alltaf haft áhuga því hvernig fólk talar saman. Svo er það svo fullnægjandi tilfinning að segja satt. Það er það sem ég er alltaf að reyna að gera þegar ég skrifa. Jafnvel þótt skáldskapur sé tilbúningur þá getur hann verið sannur, þér þarf að finnast þú eiga brýnt erindi og trúa því sem þú skrifar. Að lokum eru það lesendur. Tilhugsunin um að einhver önnur manneskja kynnist þessum karakterum sem þú hefur verið svo lengi ein með er magnað. Að atburðir og persónur sem þú skrifaðir lifni við í huga annars fólks og öðlist þar sjálfstætt líf sem kemur höfundinum ekkert við. Það er tegund af hamingju. Hvernig voru viðbrögðin við þinni fyrstu bók, Herbergi í öðrum heimi? Viðbrögðin voru góð myndi ég segja og mér fannst fólk taka mér opnum örmum. Ég hafði ekkert spáð í eftirleiknum yfirhöfuð, hvað myndi gerast eftir að bókin kæmi í búðir og leiddi hugann í alvöru aldrei að móttökunum. Ég var ekki einu sinni kvíðin yfir þeim þegar ég var að ljúka við handritið. Mitt stærsta áhyggjuefni var að geta ekki klárað bókina eða staðið undir eigin væntingum og ég náði ekki að hugsa lengra. En auðvitað er bók ekkert án lesanda. View this post on Instagram A post shared by Mari a Eli sabet Bragado ttir (@mariaebragadottir) Fyrstu tvær vikurnar eftir að bókin kom út heyrðist ekki múkk (núna skil ég að það tekur fólk tíma að lesa bækur og það var málið, fólk átti bara eftir að lesa). Ég var miður mín. Búin að hanga ein með þessari bók í tvö ár og svo er öllum bara sama? Þetta geri ég aldrei aftur, ekki séns, þetta er ekki fyrir mig, hugsaði ég. En svo gerði ég þetta auðvitað aftur. Finnst þér öðruvísi tilfinning að gefa út bók núna heldur en þegar þú sendir frá þér þína fyrstu bók? Ég gaf út mína fyrstu bók, Herbergi í öðrum heimi, árið 2020 þegar faraldurinn var í hæstu hæðum. Það var allt lokað og læst. Ég fékk ekkert útgáfuhóf og það voru engir viðburðir, engir upplestrar, ekkert. Mér fannst það mjúk lending og var hundfegin að geta bara hent frá mér bókinni og þurfa svo ekkert að fylgja henni eftir. En ætli ég hafi ekki misst af heilmiklu og ekki vitað af því? Samt var ég mjög kvíðin eftir að bókin kom út. Ég kveið því svo mikið að fara í viðtal. Einu sinni var meira að segja blaðakonan vinkona mín og viðtalið fór fram í gegnum síma en samt var ég alveg að farast úr kvíða. Ég vona að ég hafi lært eitthvað af því að gefa út fyrstu bókina og núna verði ég afslappaðri. Ástandið í samfélaginu er allt annað og svo er ég að gefa út um sumar sem mér finnst gaman. Ég er samferða kærri vinkonu og frábærum höfundi, Brynju Hjálmsdóttur sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð hjá sama forlagi og við höldum sameiginlegt útgáfuhóf núna fimmtudaginn 7. júlí í Mengi á Óðinsgötu. Markmiðið er að reyna að taka lífinu létt og njóta þess að vera til og gefa út bók og geta loksins fagnað því almennilega.
Bókmenntir Bókaútgáfa Menning Tengdar fréttir „Þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér einhvern tilgang í lífinu“ Rithöfundurinn Rebekka Sif Stefánsdóttir hefur starfað sem söngkona og söngkennari frá því að hún var tvítug. Í ár er hún að gefa út hvorki meira né minna en tvær skáldsögur með þriggja mánaða millibili. Hún fann sinn tilgang í skrifunum þegar Covid faraldurinn skall á. 6. júlí 2022 11:01 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér einhvern tilgang í lífinu“ Rithöfundurinn Rebekka Sif Stefánsdóttir hefur starfað sem söngkona og söngkennari frá því að hún var tvítug. Í ár er hún að gefa út hvorki meira né minna en tvær skáldsögur með þriggja mánaða millibili. Hún fann sinn tilgang í skrifunum þegar Covid faraldurinn skall á. 6. júlí 2022 11:01