Tónlist

Nýtt lag frá Emmsjé Gauta

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Emmsjé Gauti ásamt syni sínum. 
Emmsjé Gauti ásamt syni sínum.  Brynjar Snær

Tónlistarmaðurinn Emmsjé Gauti var að gefa út lagið HVAÐ ER AÐ FRÉTTA í dag. Það er mikið um að vera hjá Gauta í sumar en blaðamaður tók púlsinn á honum og fékk að heyra nánar frá því.

„Ég gaf út plötuna MOLD í október á síðasta ári,“ segir Gauti og bætir við að í kjölfarið hafi hann þurft smá tilbreytingu. 

„Ég tók mér nokkra mánaða frí frá hljóðverinu eftir útgáfuna en fann svo aftur mikla þörf fyrir því að semja nýja tónlist fyrir nokkrum vikum. Ég hitti hringdi í Þormóð og við fórum að fikta í gömlum demóum sem við gerðum á síðasta ári. Úr því sessjóni varð þetta gúdd væb dans lag sem þið heyrið hér fyrir neðan.“

Hér má heyra lagið:

Gauti spilar á Þjóðhátíð í ár og verður á flakki um landið í sumar. „Ég er með gigg á Græna Hattinum á Akureyri í kvöld og er mjög peppaður að taka nýja lagið fyrir fólkið,“ segir Gauti að lokum.


Tengdar fréttir

Enn bætist í dagskrána á Þjóðhátíð

Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún, Ragga Gísla, Hreimur, Aldamótatónleikarnir og Herbert Guðmundsson bætast á sívaxandi lista þeirra sem munu koma fram á Þjóðhátíð í ár. Þetta verður frumraun Herberts í dalnum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.