Fimmtán ára vill bæjarstjórastólinn: „Ég hef allavega stuðning félaga minna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júlí 2022 20:07 Hér er Sigurjón ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta lýðveldisins. Hver veit nema Sigurjón reyni einn daginn að komast á Bessastaði? Mosfellingur á sextánda aldursári hefur sótt um stöðu bæjarstjóra í sveitarfélaginu. Meðal stefnumála hans er að styðja betur við kennara og gera Mosó að grænna samfélagi. Í gær var greint frá því að þrjátíu hefðu sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Á listanum mátti meðal annars finna nafn Sigurjóns Nóa Ríkharðssonar, sem skráður er sem nemi. Sigurjón er fæddur árið 2006 og kemur til með að hefja nám við Menntaskólann í Sund í haust. „Ég sá þetta bara auglýst á Instagram-síðu Mosfellsbæjar og fannst sniðugt að sækja um,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu, þá nýkominn úr unglingavinnunni. Við umsóknina þurfti hann að skila inn grunnupplýsingum um sig auk ferilskrár. Flóknara var umsóknarferlið ekki. Aðspurður segist Sigurjón hóflega bjartsýnn á að hreppa starfið, en í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi sveitarstjóra, lögfræðinga og forstjóra. „Ég hef allavega stuðning félaga minna,“ segir Sigurjón léttur í bragði. Með stefnumálin á reiðum höndum Þegar Sigurjón er inntur eftir þeim málefnum sem hann myndi vilja koma til leiðar, færi svo að hann yrði ráðinn til að stýra Mosfellsbæ, stendur ekki á svörum. Á liðnu skólaári vann hann að kosningaverkefni í skólanum, þar sem hann vann að mótun stefnumála. „Við vildum fá betra íþróttastarf, hækka aldurstakmark á sköttum í 18 ára, fleiri og nýrri leiktæki, biðja Hopp um að staðsetja fleiri rafmagnsfarartæki í Mosfellsbæ , styðja betur við kennara og gera Mosfellsbæ að grænna samfélagi,“ segir Sigurjón og bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að yfirfæra stefnumálin, í það minnsta að hluta, yfir á sveitarstjórastarfið. Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Krakkar Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Í gær var greint frá því að þrjátíu hefðu sótt um stöðu bæjarstjóra Mosfellsbæjar. Á listanum mátti meðal annars finna nafn Sigurjóns Nóa Ríkharðssonar, sem skráður er sem nemi. Sigurjón er fæddur árið 2006 og kemur til með að hefja nám við Menntaskólann í Sund í haust. „Ég sá þetta bara auglýst á Instagram-síðu Mosfellsbæjar og fannst sniðugt að sækja um,“ segir Sigurjón í samtali við fréttastofu, þá nýkominn úr unglingavinnunni. Við umsóknina þurfti hann að skila inn grunnupplýsingum um sig auk ferilskrár. Flóknara var umsóknarferlið ekki. Aðspurður segist Sigurjón hóflega bjartsýnn á að hreppa starfið, en í hópi umsækjenda má meðal annars finna fyrrverandi sveitarstjóra, lögfræðinga og forstjóra. „Ég hef allavega stuðning félaga minna,“ segir Sigurjón léttur í bragði. Með stefnumálin á reiðum höndum Þegar Sigurjón er inntur eftir þeim málefnum sem hann myndi vilja koma til leiðar, færi svo að hann yrði ráðinn til að stýra Mosfellsbæ, stendur ekki á svörum. Á liðnu skólaári vann hann að kosningaverkefni í skólanum, þar sem hann vann að mótun stefnumála. „Við vildum fá betra íþróttastarf, hækka aldurstakmark á sköttum í 18 ára, fleiri og nýrri leiktæki, biðja Hopp um að staðsetja fleiri rafmagnsfarartæki í Mosfellsbæ , styðja betur við kennara og gera Mosfellsbæ að grænna samfélagi,“ segir Sigurjón og bætir við að hann gæti vel séð fyrir sér að yfirfæra stefnumálin, í það minnsta að hluta, yfir á sveitarstjórastarfið.
Mosfellsbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Krakkar Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira