Minecraft-spilarinn Technoblade er látinn Atli Ísleifsson skrifar 1. júlí 2022 09:23 Technoblade greindi fylgjendum sínu frá því á síðasta ári að hann hefði greinst með krabbamein. Skjáskot Bandaríski Minecraft-spilarinn sem gekk undir nafninu Technoblade er látinn, 23 ára að aldri. Technoblade starfrækti gríðarvinsæla rás á YouTube þar sem hann birti Minecraft-myndbönd, en alls var hann með um tíu milljónir fylgjenda. Fjölskylda Technoblade greinir frá andlátinu með myndbandi á YouTube-rás Technoblade í dag, þar sem meðal annars kemur fram í fyrsta sinn opinberlega að raunverulegt nafn hans sé Alex. BBC segir frá því að Technoblade hafi greint fylgjendum frá því á síðasta ári að hann hafi greinst með krabbamein. Kveðjumyndbandið ber titilinn „Bless nördar“, en þar segir faðir Alex að Alex hafi verið „magnaðasta barn sem hægt hefði verið að óska eftir“. Með fylgja svo lokaskilaboð frá Alex sem hefjast á orðunum: „Hæ öll, þetta er Technoblade. Ef þú sérð þetta þá er ég látinn.“ Í myndbandinu biður hann sömuleiðis fylgjendur sína afsökunar á sölu á varningi síðasta árið, en fyrir vikið geti systkini hans nú sótt háskóla. Sjá má kveðjumyndband Technoblade í spilaranum að neðan. Andlát Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira
Fjölskylda Technoblade greinir frá andlátinu með myndbandi á YouTube-rás Technoblade í dag, þar sem meðal annars kemur fram í fyrsta sinn opinberlega að raunverulegt nafn hans sé Alex. BBC segir frá því að Technoblade hafi greint fylgjendum frá því á síðasta ári að hann hafi greinst með krabbamein. Kveðjumyndbandið ber titilinn „Bless nördar“, en þar segir faðir Alex að Alex hafi verið „magnaðasta barn sem hægt hefði verið að óska eftir“. Með fylgja svo lokaskilaboð frá Alex sem hefjast á orðunum: „Hæ öll, þetta er Technoblade. Ef þú sérð þetta þá er ég látinn.“ Í myndbandinu biður hann sömuleiðis fylgjendur sína afsökunar á sölu á varningi síðasta árið, en fyrir vikið geti systkini hans nú sótt háskóla. Sjá má kveðjumyndband Technoblade í spilaranum að neðan.
Andlát Bandaríkin Leikjavísir Mest lesið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Tónlist „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Fleiri fréttir Brothætt kvöld hjá GameTíví Assassins Creed Shadows: Ekki þessi ömurlegi leikur sem netið lofaði Morðæði í GameTíví Reyna á taugarnar og samvinnuna í GameTíví GameTíví: Stefna á fugl í PGA 2K25 Sjá meira